Enn kvarnast úr leikmannahópi KR | Kom ekki til greina að draga liðið úr efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2020 15:23 Margrét Kara Sturludóttir og Unnur Tara Jónsdóttir hafa lagt körfuboltaskóna á hilluna. vísir/daníel/bára Tveir reyndustu leikmenn kvennaliðs KR í körfubolta, Unnur Tara Jónsdóttir og Margrét Kara Sturludóttir, hafa lagt skóna á hilluna. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. „Þær eru báðar hættar í körfubolta. Þær stóðu sig vel fyrir félagið okkar og við stöndum í mikilli þakkarskuld við þær. Þær reyndust okkur frábærlega innan vallar sem utan,“ sagði Böðvar. Á síðasta tímabili var Unnur Tara með 4,5 stig og 5,6 stig að meðaltali í leik og Margrét Kara með 5,9 stig og 7,0 fráköst. Mikið hefur kvarnast úr leikmannahópi KR frá síðasta tímabili. Unnur Tara, Margrét Kara og Danielle Rodriguez eru hættar, Sóllilja Bjarnadóttir fór í Breiðablik, Hildur Björg Kjartansdóttir í Val og Sanja Orazovic í Skallagrím. Sex af þeim átta leikmönnum sem spiluðu mest fyrir KR á síðasta tímabili (meira en fimmtán mínútur að meðaltali í leik) eru því farnir frá félaginu. Til að fylla þessi stóru skörð hefur KR fengið hina bandarísku Taryn McCutcheon og finnsku landsliðskonuna Anniku Holopainen. Þá verður unglingalandsliðsmiðherjinn Eygló Kristín Óskarsdóttir með KR í vetur en til stóð að hún færi til Bandaríkjanna í háskólanám. Hún lék með Fjölni í 1. deildinni á síðasta tímabili og skilaði 10,4 stigum, 7,3 fráköstum og 2,6 vörðum skotum að meðaltali í leik. Ætlum að standa okkur í efstu deild „Nei, aldrei nokkurn tímann,“ svaraði Böðvar aðspurður hvort komið hafi til greina að draga liðið úr Domino's deildinni eins og KR gerði fyrir nokkrum árum og Stjarnan gerði fyrir síðasta tímabil. „Einhverjar stelpur hafa bæst við hópinn. Ég kíkti á æfingu í gær og þar var líf og fjör og stemmning í þeim. Við ætlum okkur að spila í efstu deild og standa okkur þar,“ sagði Böðvar. Francisco Garcia er nýr þjálfari KR en hann tók við af Benedikt Guðmundssyni sem þjálfar nú yngri flokka hjá Fjölni samhliða starfi sínu sem þjálfari kvennalandsliðsins. KR var í 2. sæti Domino's deildar kvenna þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Þá komst KR í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Skallagrími. Dominos-deild kvenna KR Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Sjá meira
Tveir reyndustu leikmenn kvennaliðs KR í körfubolta, Unnur Tara Jónsdóttir og Margrét Kara Sturludóttir, hafa lagt skóna á hilluna. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. „Þær eru báðar hættar í körfubolta. Þær stóðu sig vel fyrir félagið okkar og við stöndum í mikilli þakkarskuld við þær. Þær reyndust okkur frábærlega innan vallar sem utan,“ sagði Böðvar. Á síðasta tímabili var Unnur Tara með 4,5 stig og 5,6 stig að meðaltali í leik og Margrét Kara með 5,9 stig og 7,0 fráköst. Mikið hefur kvarnast úr leikmannahópi KR frá síðasta tímabili. Unnur Tara, Margrét Kara og Danielle Rodriguez eru hættar, Sóllilja Bjarnadóttir fór í Breiðablik, Hildur Björg Kjartansdóttir í Val og Sanja Orazovic í Skallagrím. Sex af þeim átta leikmönnum sem spiluðu mest fyrir KR á síðasta tímabili (meira en fimmtán mínútur að meðaltali í leik) eru því farnir frá félaginu. Til að fylla þessi stóru skörð hefur KR fengið hina bandarísku Taryn McCutcheon og finnsku landsliðskonuna Anniku Holopainen. Þá verður unglingalandsliðsmiðherjinn Eygló Kristín Óskarsdóttir með KR í vetur en til stóð að hún færi til Bandaríkjanna í háskólanám. Hún lék með Fjölni í 1. deildinni á síðasta tímabili og skilaði 10,4 stigum, 7,3 fráköstum og 2,6 vörðum skotum að meðaltali í leik. Ætlum að standa okkur í efstu deild „Nei, aldrei nokkurn tímann,“ svaraði Böðvar aðspurður hvort komið hafi til greina að draga liðið úr Domino's deildinni eins og KR gerði fyrir nokkrum árum og Stjarnan gerði fyrir síðasta tímabil. „Einhverjar stelpur hafa bæst við hópinn. Ég kíkti á æfingu í gær og þar var líf og fjör og stemmning í þeim. Við ætlum okkur að spila í efstu deild og standa okkur þar,“ sagði Böðvar. Francisco Garcia er nýr þjálfari KR en hann tók við af Benedikt Guðmundssyni sem þjálfar nú yngri flokka hjá Fjölni samhliða starfi sínu sem þjálfari kvennalandsliðsins. KR var í 2. sæti Domino's deildar kvenna þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Þá komst KR í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Skallagrími.
Dominos-deild kvenna KR Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti