Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2020 23:00 Bandarískir kjósendur eru ekki sáttir við meðhöndlun Trump á faraldrinum þar í landi. Hann vill bæta ímynd sína með því að draga úr skimun. AP/Evan Vucci Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. Þannig verður dregið úr skimun og staðfestum smitum fækkað. Einnig stendur til að tengja færri dauðsföll við Covid-19. Þetta kemur fram í frétt Politico sem hefur þetta eftir fimm heimildarmönnum sem koma að þessu verkefni. „Þetta snýr að því að forsetinn vill færa athyglina frá skimun,“ sagði Repúblikani sem hefur ráðlagt Hvíta húsinu varðandi málið. Hann sagði að Hvíta húsið vildi að tilfellum hætti að fjölga eins og þau hafa gert. Bandaríkin hafa þurft að eiga við um 40 þúsund ný tilfelli á dag, svo vitað sé. Rúmlega sex milljónir hafa smitast og rúmlega 185 þúsund hafa dáið. Nýsmituðum hefur þó farið fækkandi í Bandaríkjunum að undanförnu. Embættismenn í Hvíta húsinu segja breyttar áherslur í skimun vegna þess að meiri þörf sé á henni meðal aldraðra og nemenda. Trump hefur þó ítrekað haldið því fram að eina ástæða þess að svo margir hafi greinst með Covid-19 í Bandaríkjunum, sé að skimun sé svo umfangsmikil. Hann hefur einnig haldið því fram að skimunin sé hvergi umfangsmeiri. Hvorugt er rétt. Þá er frétt Politico í takt við annan fréttaflutning vestanhafs. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna breytti til að mynda viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. Áður hafði stofnunin sagt að skima þyrfti slíka aðila, jafnvel þó viðkomandi sýndu ekki einkenni. Sjá einnig: Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Washington Post sagði svo nýverið frá því að nýr ráðgjafi Trump í sóttvarnamálum, sem hefur enga reynslu af sóttvörnum, hafi ýtt á að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. Ríkisstjórnin hefur þegar tekið skref í þá átt. Sá ráðgjafi, Scott Atlas, sagði á mánudaginn að það væri óþarfi að skrá fólk sem sýndi ekki einkenni og væri ekki í áhættuhópum. Frekar ætti að vernda viðkvæma hópa. Heilbrigðissérfræðingar Í Bandaríkjunum segjast undrandi yfir áherslubreytingunum. Nú þegar tilfellum fari fækkandi sé ekki rétti tíminn til að skipta um stefnu. Þeir hafa sömuleiðis kvartað hástöfum yfir mísvísandi skilaboðum úr Hvíta húsinu frá því faraldurinn hófst. Einn viðmælandi Politico, sem var lengi einn af æðstu embættismönnum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, sagði að ríkisstjórn Trump hefði aðeins eitt markmið. Það væri að tryggja forsetanum endurkjör í nóvember. Allar áherslur stofnana Bandaríkjanna sem að faraldrinum koma virtust þjóna því markmiði. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31 „Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37 800 þúsund dánir vegna Covid-19 Tala látinna vegna Covid-19 mun fara yfir 800 þúsund í dag, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum sem byggir á opinberum tölum. 22. ágúst 2020 09:11 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. Þannig verður dregið úr skimun og staðfestum smitum fækkað. Einnig stendur til að tengja færri dauðsföll við Covid-19. Þetta kemur fram í frétt Politico sem hefur þetta eftir fimm heimildarmönnum sem koma að þessu verkefni. „Þetta snýr að því að forsetinn vill færa athyglina frá skimun,“ sagði Repúblikani sem hefur ráðlagt Hvíta húsinu varðandi málið. Hann sagði að Hvíta húsið vildi að tilfellum hætti að fjölga eins og þau hafa gert. Bandaríkin hafa þurft að eiga við um 40 þúsund ný tilfelli á dag, svo vitað sé. Rúmlega sex milljónir hafa smitast og rúmlega 185 þúsund hafa dáið. Nýsmituðum hefur þó farið fækkandi í Bandaríkjunum að undanförnu. Embættismenn í Hvíta húsinu segja breyttar áherslur í skimun vegna þess að meiri þörf sé á henni meðal aldraðra og nemenda. Trump hefur þó ítrekað haldið því fram að eina ástæða þess að svo margir hafi greinst með Covid-19 í Bandaríkjunum, sé að skimun sé svo umfangsmikil. Hann hefur einnig haldið því fram að skimunin sé hvergi umfangsmeiri. Hvorugt er rétt. Þá er frétt Politico í takt við annan fréttaflutning vestanhafs. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna breytti til að mynda viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. Áður hafði stofnunin sagt að skima þyrfti slíka aðila, jafnvel þó viðkomandi sýndu ekki einkenni. Sjá einnig: Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Washington Post sagði svo nýverið frá því að nýr ráðgjafi Trump í sóttvarnamálum, sem hefur enga reynslu af sóttvörnum, hafi ýtt á að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. Ríkisstjórnin hefur þegar tekið skref í þá átt. Sá ráðgjafi, Scott Atlas, sagði á mánudaginn að það væri óþarfi að skrá fólk sem sýndi ekki einkenni og væri ekki í áhættuhópum. Frekar ætti að vernda viðkvæma hópa. Heilbrigðissérfræðingar Í Bandaríkjunum segjast undrandi yfir áherslubreytingunum. Nú þegar tilfellum fari fækkandi sé ekki rétti tíminn til að skipta um stefnu. Þeir hafa sömuleiðis kvartað hástöfum yfir mísvísandi skilaboðum úr Hvíta húsinu frá því faraldurinn hófst. Einn viðmælandi Politico, sem var lengi einn af æðstu embættismönnum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, sagði að ríkisstjórn Trump hefði aðeins eitt markmið. Það væri að tryggja forsetanum endurkjör í nóvember. Allar áherslur stofnana Bandaríkjanna sem að faraldrinum koma virtust þjóna því markmiði.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31 „Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37 800 þúsund dánir vegna Covid-19 Tala látinna vegna Covid-19 mun fara yfir 800 þúsund í dag, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum sem byggir á opinberum tölum. 22. ágúst 2020 09:11 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31
„Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37
800 þúsund dánir vegna Covid-19 Tala látinna vegna Covid-19 mun fara yfir 800 þúsund í dag, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum sem byggir á opinberum tölum. 22. ágúst 2020 09:11