Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2020 18:51 Anthony Fauci telur ekki líklegt að bóluefni verði tilbúið í næsta mánuði, rétt fyrir kosningar í Bandaríkjunum, jafnvel þó að það sé hugsanlegt. Vísir/EPA Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. Lýðheilsusérfræðingar lýstu áhyggjum af því í gær að pólitískur þrýstingur gæti verið á að votta bóluefni gegn kórónuveirunni fyrir forseta- og þingkosningar sem fara fram í byrjun nóvember í kjölfar frétta af því að Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefði sent heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og landsvæðum Bandaríkjanna leiðbeiningar um að þau skyldu búa sig undir að byrja að dreifa bóluefni gegn kórónuveirunni þegar í næsta mánuði. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, sagðist í viðtali við CNN-sjónvarpsstöðina í dag telja það „hugsanlegt“ að bóluefni gæti verið til í október en það væri þó ekki líklegt. „Þetta eru allt ágiskanir,“ sagði Fauci sem telur sjálfur líklegra að bóluefni gæti komið fram í nóvember eða desember. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hafnaði því í dag að lyfjayfirvöld lægju undir þrýstingi um að gefa bóluefni grænt ljós í flýti. „Enginn er að þrýsta á Lyfja- og matvælastofnunina um neitt,“ fullyrti McEnany. Talið er að bóluefnin sem CDC undirbýr að hefja dreifingu á séu þau sem Pfizer og Moderna þróa. Forstjóri Pfizer segir að niðurstöður um hvort að bóluefni þess virki eigi eftir að fást fyrir lok október. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. Lýðheilsusérfræðingar lýstu áhyggjum af því í gær að pólitískur þrýstingur gæti verið á að votta bóluefni gegn kórónuveirunni fyrir forseta- og þingkosningar sem fara fram í byrjun nóvember í kjölfar frétta af því að Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefði sent heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og landsvæðum Bandaríkjanna leiðbeiningar um að þau skyldu búa sig undir að byrja að dreifa bóluefni gegn kórónuveirunni þegar í næsta mánuði. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, sagðist í viðtali við CNN-sjónvarpsstöðina í dag telja það „hugsanlegt“ að bóluefni gæti verið til í október en það væri þó ekki líklegt. „Þetta eru allt ágiskanir,“ sagði Fauci sem telur sjálfur líklegra að bóluefni gæti komið fram í nóvember eða desember. Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hafnaði því í dag að lyfjayfirvöld lægju undir þrýstingi um að gefa bóluefni grænt ljós í flýti. „Enginn er að þrýsta á Lyfja- og matvælastofnunina um neitt,“ fullyrti McEnany. Talið er að bóluefnin sem CDC undirbýr að hefja dreifingu á séu þau sem Pfizer og Moderna þróa. Forstjóri Pfizer segir að niðurstöður um hvort að bóluefni þess virki eigi eftir að fást fyrir lok október.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira