Gamli söngurinn farinn að hljóma á ný Drífa Snædal skrifar 4. september 2020 13:00 Það er tilefni til að fagna því að í gærkvöldi voru lög um hlutdeildarlán samþykkt á Alþingi. Lögin eiga að gera fólki auðveldara með að eignast húsnæði og hvetja til bygginga á hagkvæmu húsnæði. Húsnæðismál eru einn af hornsteinum lífskjarasamningsins og þetta er mikilvæg varða á þeirri leið. Miðstjórn Alþýðusambandsins var mjög afdráttarlaus í sinni samþykkt á miðvikudaginn þar sem hugmyndum um launafrystingar var alfarið hafnað. Þegar söngurinn um „ábyrgð“ verkalýðshreyfingarinnar byrjar þá er ljóst hvað kemur í framhaldinu, það á að skerða kjör vegna „ástandsins“. Atvinnurekendur láta ítrekað í veðri vaka að launafólk hafi verið ósnert af kreppunni. En staðreyndin er sú að stærsti skellurinn hefur einmitt verið launafólks með atvinnuleysi, minnkuðu starfshlutfalli og minnkaðri yfirvinnu. Sum landsvæði og sumar atvinnugreinar verða einstaklega illa úti. Í vor sögðum við að baráttan myndi snúast um að verja kjörin og koma í veg fyrir að molnaði undan velferðarkerfinu. Nú kveður við gamlan söng af hálfu atvinnurekenda og þeirra talsmanna í stjórnmálum: Það þarf að lækka skatta (sérstaklega á fjármagnseigendur), lækka tryggingagjald atvinnurekenda og alls ekki hækka atvinnuleysisbætur. Engin þessara tillagna skilar sér beint og örugglega í fleiri störfum eða bættum hag almennings. Það sem vekur enn meiri ugg er að þau sem svona tala virðast ekkert hafa lært af síðasta hruni. Þær þjóðir sem holuðu kerfin að innan, minnkuðu skattgreiðslur og hertu að almenningi fóru verr út úr kreppunni – og hafa farið verr út úr heimsfaraldrinum – en aðrir. Ábyrgð hreyfingarinnar og launafólks felst í því að að berjast gegn því að kreppan leiði af sér fátæktargildrur, vanlíðan og félagsleg vandamál og verði þannig dýpri en hún þarf að vera. Það er gert með því að verja og styrkja þau kerfi sem eiga að grípa fólk, huga sérstaklega að jaðarhópum í okkar samfélagi, taka ákvarðanir út frá jöfnuði og sanngirni og eftir skýrri framtíðarsýn og halda til haga þeim sannindum að við þurfum að hafa þolinmæði til að skulda þessa kreppu. Niðurskurður og aðhald er um það bil versta hugmyndin í þeirri stöðu sem við erum í akkúrat núna. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Það er tilefni til að fagna því að í gærkvöldi voru lög um hlutdeildarlán samþykkt á Alþingi. Lögin eiga að gera fólki auðveldara með að eignast húsnæði og hvetja til bygginga á hagkvæmu húsnæði. Húsnæðismál eru einn af hornsteinum lífskjarasamningsins og þetta er mikilvæg varða á þeirri leið. Miðstjórn Alþýðusambandsins var mjög afdráttarlaus í sinni samþykkt á miðvikudaginn þar sem hugmyndum um launafrystingar var alfarið hafnað. Þegar söngurinn um „ábyrgð“ verkalýðshreyfingarinnar byrjar þá er ljóst hvað kemur í framhaldinu, það á að skerða kjör vegna „ástandsins“. Atvinnurekendur láta ítrekað í veðri vaka að launafólk hafi verið ósnert af kreppunni. En staðreyndin er sú að stærsti skellurinn hefur einmitt verið launafólks með atvinnuleysi, minnkuðu starfshlutfalli og minnkaðri yfirvinnu. Sum landsvæði og sumar atvinnugreinar verða einstaklega illa úti. Í vor sögðum við að baráttan myndi snúast um að verja kjörin og koma í veg fyrir að molnaði undan velferðarkerfinu. Nú kveður við gamlan söng af hálfu atvinnurekenda og þeirra talsmanna í stjórnmálum: Það þarf að lækka skatta (sérstaklega á fjármagnseigendur), lækka tryggingagjald atvinnurekenda og alls ekki hækka atvinnuleysisbætur. Engin þessara tillagna skilar sér beint og örugglega í fleiri störfum eða bættum hag almennings. Það sem vekur enn meiri ugg er að þau sem svona tala virðast ekkert hafa lært af síðasta hruni. Þær þjóðir sem holuðu kerfin að innan, minnkuðu skattgreiðslur og hertu að almenningi fóru verr út úr kreppunni – og hafa farið verr út úr heimsfaraldrinum – en aðrir. Ábyrgð hreyfingarinnar og launafólks felst í því að að berjast gegn því að kreppan leiði af sér fátæktargildrur, vanlíðan og félagsleg vandamál og verði þannig dýpri en hún þarf að vera. Það er gert með því að verja og styrkja þau kerfi sem eiga að grípa fólk, huga sérstaklega að jaðarhópum í okkar samfélagi, taka ákvarðanir út frá jöfnuði og sanngirni og eftir skýrri framtíðarsýn og halda til haga þeim sannindum að við þurfum að hafa þolinmæði til að skulda þessa kreppu. Niðurskurður og aðhald er um það bil versta hugmyndin í þeirri stöðu sem við erum í akkúrat núna. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun