Síðasti leikur 13. umferðar í Pepsi Max deild kvenna var leikur Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks. Lauk honum með 4-0 sigri gestanna úr Kópavogi.
Þróttur R. byrjaði leikinn af krafti en eftir að Breiðablik komst 1-0 datt trúinn úr Þrótturunum sem endaði með að Blikarnir gengu á lagið og skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleik og unnu leikinn 4-0.
„Ég var ánægður með hvernig við svöruðum tapinu gegn Selfossi, það hafði getað komið mark miklu fyrr í leikinn þar sem Þróttur fengu mörg mjög góð færi til að skora ásamt okkur líka, en eftir að við komust yfir vorum við mjög góðar og gáfum nánast enginn færi á okkur í seinni hálfleik,” sagði Steini Halldórs sem hrósaði Þrótti fyrir sóknarleik sinn.
Sóknarleikur Þróttar var mjög góður þær þorðu að ráðast á vörn Blika sem gekk mjög vel sérstaklega fyrsta hálftíma leiksins.
„Fyrsta markið okkar dróg svoldið tennurnar úr þeim og hjálpaði það mikið til að komast yfir þá vorum við yfirvegaðari í okkar aðgerðum og var seinni hálfleikurinn okkar mjög góður,” sagði Steini Halldórs.
„Ég er alltaf mjög ánægður með að vinna því um það snýst þetta, spilamennskan okkar var góð á köflum og verðum við að halda áfram því það er stutt á milli leikja.”
Steini er spenntur fyrir komandi verkefnum sem eru mörg á næstu dögum hann ætlar að undirbúa liðið vel og passa upp á leikjaálagið en hann var jákvæður á næstu leiki því honum líkt og leikmönnunum finnst talsvert skemmtilegra að spila en að æfa.