Segir enga innistæðu fyrir launahækkunum Birgir Olgeirsson skrifar 8. september 2020 18:30 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. Tvær af forsendum lífskjarasamningsins hafa haldið, vextir hafa lækkað og kaupmáttur aukist. Dagsett loforð ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af verðtryggingunni hafa ekki staðist. Forsendunefnd samningsins, skipuð fulltrúum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, var skipuð til að meta hvort samningurinn haldi eða honum sagt upp. Framkvæmdastjóri SA segir allar áætlanagerðir hafa brostið vegna Covid-kreppunnar. „Það sem ég hef sagt er að forsendur allra, hvort sem það er Íslandi, Norðurlöndum, Evrópu, Bandaríkjunum eða Asíu, eru brostnar. Það er að segja, undirliggjandi forsendur fyrir áætlanagerð í öllum þessum hagkerfum hafa gjörbreyst út af Covid-kreppunni. Ég hef líka bent á að allir ábyrgir aðilar, sama hvort það er fjármálaráðuneytið eða Seðlabankinn, hafa brugðist við með afgerandi hætti. En það stendur enn upp á vinnumarkaðinn að bregðast við með afgerandi hætti og við sjáum hverju framvindur nú í september,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Lífskjarasamningurinn var undirritaður í apríl 2019. Síðan þá hafa tvennar launahækkanir komið til framkvæmda og sú þriðja væntanleg í janúar. „Það er augljóst að það er ekki innistæða á íslenskum vinnumarkaði eða í raun nokkur staðar annarstaðar fyrir launahækkunum um þessar mundir. En um það var samið og við sjáum hvernig við náum að vinna úr því.“ Halldór bendir á að kaupmátturinn muni rýrast í þessari kreppu. Fengi krónunnar gagnvart evru hafi gefið eftir um fimmtung frá því Covid-kreppan hófst. Frekari gengisveiking muni stuðla að því að kaupmáttur rýrist enn frekar. Varað hefur verið við því að með launahækkunum geti stýrivextir Seðlabankans hækkað og þar með afborganir af húsnæðislánum, sem muni aftur leiða til enn frekari rýrnun kaupmáttar. Að öllu þessu sögðu, ertu þú þá ekki búinn að ákveða þig, það verður ekki hægt að fara í þessar fyrirhuguðu launahækkanir? „Ég gef ekkert upp um það og hef sagt við þig og fleiri að við munum fyrst og fremst ræða þetta á þeim fundum sem við höfum boðað með ASÍ. Þar munum við komast að einhverri niðurstöðu og síðan munum við greina frá henni þegar hún liggur fyrir.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Baldur Forseti ASÍ segir ekki nýtt að hótanir liggi í loftinu frá atvinnurekendum þegar launahækkanir eru framundan. „Ég er ekki að fara inn í þessar viðræður á þessum nótum. Við skulum athuga að vinnumarkaðurinn og atvinnugreinar í landinu standa mjög misjafnlega. Svona altækar aðgerðir munu ekki skila okkur áfram. Við þurfum sértækar lausnir fyrir þá sem hafa misst vinnuna og sértækar lausnir sniðnar að þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Drífa Snædal forseti ASÍ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir enga innistæðu fyrir samningsbundnum launahækkunum um næstu áramót vegna Covid-kreppunnar. Aðilar vinnumarkaðarins hafa til loka mánaðarins til að meta hvort forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar. Tvær af forsendum lífskjarasamningsins hafa haldið, vextir hafa lækkað og kaupmáttur aukist. Dagsett loforð ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af verðtryggingunni hafa ekki staðist. Forsendunefnd samningsins, skipuð fulltrúum Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins, var skipuð til að meta hvort samningurinn haldi eða honum sagt upp. Framkvæmdastjóri SA segir allar áætlanagerðir hafa brostið vegna Covid-kreppunnar. „Það sem ég hef sagt er að forsendur allra, hvort sem það er Íslandi, Norðurlöndum, Evrópu, Bandaríkjunum eða Asíu, eru brostnar. Það er að segja, undirliggjandi forsendur fyrir áætlanagerð í öllum þessum hagkerfum hafa gjörbreyst út af Covid-kreppunni. Ég hef líka bent á að allir ábyrgir aðilar, sama hvort það er fjármálaráðuneytið eða Seðlabankinn, hafa brugðist við með afgerandi hætti. En það stendur enn upp á vinnumarkaðinn að bregðast við með afgerandi hætti og við sjáum hverju framvindur nú í september,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Lífskjarasamningurinn var undirritaður í apríl 2019. Síðan þá hafa tvennar launahækkanir komið til framkvæmda og sú þriðja væntanleg í janúar. „Það er augljóst að það er ekki innistæða á íslenskum vinnumarkaði eða í raun nokkur staðar annarstaðar fyrir launahækkunum um þessar mundir. En um það var samið og við sjáum hvernig við náum að vinna úr því.“ Halldór bendir á að kaupmátturinn muni rýrast í þessari kreppu. Fengi krónunnar gagnvart evru hafi gefið eftir um fimmtung frá því Covid-kreppan hófst. Frekari gengisveiking muni stuðla að því að kaupmáttur rýrist enn frekar. Varað hefur verið við því að með launahækkunum geti stýrivextir Seðlabankans hækkað og þar með afborganir af húsnæðislánum, sem muni aftur leiða til enn frekari rýrnun kaupmáttar. Að öllu þessu sögðu, ertu þú þá ekki búinn að ákveða þig, það verður ekki hægt að fara í þessar fyrirhuguðu launahækkanir? „Ég gef ekkert upp um það og hef sagt við þig og fleiri að við munum fyrst og fremst ræða þetta á þeim fundum sem við höfum boðað með ASÍ. Þar munum við komast að einhverri niðurstöðu og síðan munum við greina frá henni þegar hún liggur fyrir.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Baldur Forseti ASÍ segir ekki nýtt að hótanir liggi í loftinu frá atvinnurekendum þegar launahækkanir eru framundan. „Ég er ekki að fara inn í þessar viðræður á þessum nótum. Við skulum athuga að vinnumarkaðurinn og atvinnugreinar í landinu standa mjög misjafnlega. Svona altækar aðgerðir munu ekki skila okkur áfram. Við þurfum sértækar lausnir fyrir þá sem hafa misst vinnuna og sértækar lausnir sniðnar að þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Drífa Snædal forseti ASÍ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira