Fyrrverandi hermenn viðurkenna ódæði gegn Róhingjum Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2020 19:54 Hermenn og hópar vopnaðra manna brenndu fjölda þorpa til grunna og frömdu ýmis ódæði gegn Róhingjum í Mjanmar árið 2017. Vísir/AP Tveir hermenn, sem gerðust liðhlaupar frá her Mjanmar eða Búrma, hafa játað á myndbandsupptöku að yfirmenn þeirra hafi skipað þeim að fremja stríðsglæpi gegn Róhingjum. Þeir segja yfirmenn þeirra hafa gefið þeim þær skipanir að „skjóta alla sem þið sjáið og alla sem þið heyrið í“. Þetta er líklegast í fyrsta sinn sem hermenn ríkisins viðurkenna stríðsglæpi. Mennirnir hafa verið fluttir til Haag og færðir fyrir rannsakendur Alþjóðasakamáladómstólsins, sem hefur meinta stríðsglæpi yfirvalda í Mjanmar til rannsóknar. Í ágúst 2017 byrjuðu Róhingjar að streyma frá Mjanmar til Bangladess. Þau sögðust á flótta undan sókn hers Mjanmars og sögðu að heilu þorpin hefðu verið þurrkuð út. Fregnir bárust einnig af fjölmörgum ódæðum eins og fjöldanauðgunum og aftökum. Þúsundir eru sagðir hafa verið myrtir. Minnst 700 þúsund manns flúðu land og síðan þá hafa yfirvöld í Mjanmar verið sökuð um og kærð fyrir þjóðarmorð. Ríkisstjórn landsins þvertekur þó fyrir að brotið hafi verið á Róhingjum. Þó þeir búi í Rakhinehéraði í Mjanmar, og hafa gert lengi, eru þau í raun án ríkisfangs og yfirvöld ríkisins hafa lagt til að fólkið hafi brennt eigin þorp með því markmiði að fá athygli á heimsvísu. New York Times hefur tekið saman myndir frá 2017 sem sýna hvernig fjöldi þorpa voru brennd til grunna. Mannréttindasamtökin Fortify Rights segja hermennina tvo heita Myo Win Tun sem er 33 ára, og Zaw Naing Tun, sem er þrítugur. Þeir voru í sitt hvorri herdeildinni en gerðust liðhlaupar og enduðu í haldi Arakan-hersins. Það eru skæruliðasamtök Róhingja. Í frétt AP segir að frásagnir mannanna séu í takt við aðrar heimildir frá Mjanmar og Bangladess. Myo Win Tun sagði hann og hermennina í sinni herdeild hafa drepið og grafið 30 manns í árás á eitt þorp. Átta konur, sjö börn og fimmtán menn og eldra fólk. Þá stálu þeir einnig af heimilum fólksins. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem gefin var út í fyrra, sagði að yfirvöld í Mjanmar hefðu gert lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir ódæði í landinu og þau hefðu ekki verið rannsökuð. Talið er að enn haldi um 600 þúsund Róhingjar til í Mjanmar. Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Bangladess Tengdar fréttir Eitt prósent mannkyns stendur frammi fyrir nauðungarflutningum Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna biðlar til ríkja um allan heim að leggja sig betur fram við að finna heimili handa milljónum flóttafólks og vegalausra einstaklinga sem flýja átök, ofsóknir eða aðstæður sem ógna almannaöryggi. 17. júlí 2020 13:52 Bangladess lokar af flóttamannabúðir Róhingja vegna kórónuveirunnar Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. 9. apríl 2020 17:10 Grípi til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Róhingjum Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur fyrirskipað að yfirvöld í Mjanmar ráðist í allar nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Rohingjum, minnihlutahópi múslima, í landinu. 23. janúar 2020 13:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Tveir hermenn, sem gerðust liðhlaupar frá her Mjanmar eða Búrma, hafa játað á myndbandsupptöku að yfirmenn þeirra hafi skipað þeim að fremja stríðsglæpi gegn Róhingjum. Þeir segja yfirmenn þeirra hafa gefið þeim þær skipanir að „skjóta alla sem þið sjáið og alla sem þið heyrið í“. Þetta er líklegast í fyrsta sinn sem hermenn ríkisins viðurkenna stríðsglæpi. Mennirnir hafa verið fluttir til Haag og færðir fyrir rannsakendur Alþjóðasakamáladómstólsins, sem hefur meinta stríðsglæpi yfirvalda í Mjanmar til rannsóknar. Í ágúst 2017 byrjuðu Róhingjar að streyma frá Mjanmar til Bangladess. Þau sögðust á flótta undan sókn hers Mjanmars og sögðu að heilu þorpin hefðu verið þurrkuð út. Fregnir bárust einnig af fjölmörgum ódæðum eins og fjöldanauðgunum og aftökum. Þúsundir eru sagðir hafa verið myrtir. Minnst 700 þúsund manns flúðu land og síðan þá hafa yfirvöld í Mjanmar verið sökuð um og kærð fyrir þjóðarmorð. Ríkisstjórn landsins þvertekur þó fyrir að brotið hafi verið á Róhingjum. Þó þeir búi í Rakhinehéraði í Mjanmar, og hafa gert lengi, eru þau í raun án ríkisfangs og yfirvöld ríkisins hafa lagt til að fólkið hafi brennt eigin þorp með því markmiði að fá athygli á heimsvísu. New York Times hefur tekið saman myndir frá 2017 sem sýna hvernig fjöldi þorpa voru brennd til grunna. Mannréttindasamtökin Fortify Rights segja hermennina tvo heita Myo Win Tun sem er 33 ára, og Zaw Naing Tun, sem er þrítugur. Þeir voru í sitt hvorri herdeildinni en gerðust liðhlaupar og enduðu í haldi Arakan-hersins. Það eru skæruliðasamtök Róhingja. Í frétt AP segir að frásagnir mannanna séu í takt við aðrar heimildir frá Mjanmar og Bangladess. Myo Win Tun sagði hann og hermennina í sinni herdeild hafa drepið og grafið 30 manns í árás á eitt þorp. Átta konur, sjö börn og fimmtán menn og eldra fólk. Þá stálu þeir einnig af heimilum fólksins. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem gefin var út í fyrra, sagði að yfirvöld í Mjanmar hefðu gert lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir ódæði í landinu og þau hefðu ekki verið rannsökuð. Talið er að enn haldi um 600 þúsund Róhingjar til í Mjanmar.
Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Bangladess Tengdar fréttir Eitt prósent mannkyns stendur frammi fyrir nauðungarflutningum Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna biðlar til ríkja um allan heim að leggja sig betur fram við að finna heimili handa milljónum flóttafólks og vegalausra einstaklinga sem flýja átök, ofsóknir eða aðstæður sem ógna almannaöryggi. 17. júlí 2020 13:52 Bangladess lokar af flóttamannabúðir Róhingja vegna kórónuveirunnar Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. 9. apríl 2020 17:10 Grípi til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Róhingjum Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur fyrirskipað að yfirvöld í Mjanmar ráðist í allar nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Rohingjum, minnihlutahópi múslima, í landinu. 23. janúar 2020 13:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Eitt prósent mannkyns stendur frammi fyrir nauðungarflutningum Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna biðlar til ríkja um allan heim að leggja sig betur fram við að finna heimili handa milljónum flóttafólks og vegalausra einstaklinga sem flýja átök, ofsóknir eða aðstæður sem ógna almannaöryggi. 17. júlí 2020 13:52
Bangladess lokar af flóttamannabúðir Róhingja vegna kórónuveirunnar Yfirvöld í Bangladess hafa lokað af landssvæði í suðurhluta landsins þar sem flóttamannabúðir Róhingja eru staðsettar. Meira en milljón Róhingjamúslima sem flúið hafa Mjanmar búa þar og er þetta gert í von um að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. 9. apríl 2020 17:10
Grípi til nauðsynlegra aðgerða til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Róhingjum Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur fyrirskipað að yfirvöld í Mjanmar ráðist í allar nauðsynlegar aðgerðir til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Rohingjum, minnihlutahópi múslima, í landinu. 23. janúar 2020 13:02