Ísland í fararbroddi á heimsvísu varðandi góðan árangur skimunar fyrir krabbameini í leghálsi Laufey Tryggvadóttir, Jóhanna Eyrún Torfadóttir og Helgi Birgisson skrifa 9. september 2020 07:00 Undanfarna daga hefur snörp umræða átt sér stað varðandi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. Í allri heilbrigðisþjónustu verða mannleg mistök. Það sker í hjartað þegar greint er frá slíkum mistökum og við finnum til sterkrar samkenndar með þeim sem mistökin bitna á og einnig þeim sem verða fyrir því að gera mistökin. En í kjölfarið af hinum sorglegu mistökum birtust nú í fjölmiðlum rangar staðhæfingar um skort á gæðaeftirliti í leitarstarfinu. Þær eru mjög á skjön við staðreyndir málsins, eins og sést best þegar Ísland er borið saman við önnur lönd varðandi árangur leghálskrabbameinsskimunar, sem mældur er í dánartíðni og nýgengi leghálskrabbameins þ.e. fjölda þeirra sem deyja og greinast á hverju ári. Íslandi er í hópi þeirra landa sem hafa lægsta dánartíðni í heiminum af völdum leghálskrabbameins, eða minna en 2 dauðsföll árlega á hverjar 100.000 konur, og deilum við þeim góða árangri með hinum Norðurlöndunum og Norður Ameríku (sjá mynd). Í Evrópu er dánartíðnin tæplega 4 af 100.000, í Eyjaálfu 4,8, Asíu og Rómönsku Ameríku 6-7 og í Afríku er hún um 20 af 100.000 (GLOBOCAN https://gco.iarc.fr/today/ og NORDCAN 2.0 https://nordcan.iarc.fr/ ). Myndin sýnir dánartíðni á Norðurlöndunum borin saman við heiminn (aldursstaðlaðar tölur af 100.000). Hjá Krabbameinsskránni hefur verið áætlað að starf Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands hafi forðað um 500 konum á Íslandi frá því að deyja af völdum leghálskrabbameins. Þetta er reiknað út frá samanburði á dánartölum áranna 1972-2018 við framreiknaðar dánartölur sömu ára, miðað við óbreytta tíðni áranna 1967-1971 og tekið tillit til breytinga í fjölda og aldri kvenna. Nýgengi á Íslandi er nú 8,6 tilfelli á hverjar 100.000 konur, aðeins lægra en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, meðan Finnland hefur lægsta nýgengið af Norðurlöndunum (NORDCAN 2.0 https://nordcan.iarc.fr/). Þegar leitin hófst, árið 1964, var nýgengið á Íslandi þrefalt hærra en nú og var þá í örum vexti vegna fjölgunar HPV smita, en HPV veirusýkingar valda leghálskrabbameini. Árangursrík skimun leiðir til langtíma lækkunar á nýgengi leghálskrabbameins, því þar eru forstigsbreytingar greindar og fjarlægðar áður en þær geta þróast yfir í krabbamein. Bólusetning gegn HPV veirum lækkar einnig nýgengið, en slík bólusetning hófst á Íslandi árið 2011. Árið 2018 setti Alþjóða Heilbrigðisstofnunin (WHO) sér það framtíðarmarkmið að útrýma leghálskrabbameini sem lýðheilsuvandamáli og er markmiðið að ná nýgenginu niður fyrir 4 tilfelli á hverjar 100.000 konur í öllum löndum á næstu áratugum. Þess misskilnings hefur gætt að Ísland sé ekki að standa sig, þar sem við höfum ekki náð þessu viðmiði. En í dag hefur ennþá ekkert land með virka og lýðgrundaða krabbameinsskráningu náð svo lágu nýgengi til lengri tíma þótt Finnland sé býsna nálægt því. Þetta gæti samt tekist á næstu áratugum með aukinni beitingu HPV mælinga og fyrir tilstilli bóluefna sem ná til margra HPV veirustofna. Ástralir byrjuðu snemma að bólusetja mun víðtækari hópa, bæði varðandi aldur og kyn, en flestar aðrar þjóðir og telja þeir mögulegt að geta orðið fyrstir þjóða til að ná nýgenginu varanlega niður í 4 af 100.000, og að það gæti jafnvel gerst fyrir árið 2035. Vitað er að nánast engar skimanir hafa 100% næmi, sem þýðir að nokkrar konur á hverju ári fá falskt neikvæð svör varðandi forstigsbreytingar og gildir þetta í öllum löndum. Næmið hefur aukist undanfarin ár á frumurannsóknarstofu Leitarstöðvarinnar eins og fram kemur í reglubundnu árlegu gæðaeftirliti. Má annars vegar rekja það til HPV mælinga sem gerðar eru á afbrigðilegum og ófullnægjandi leghálssýnum og hins vegar til þess að í byrjun árs 2019 var tekið í notkun tæki sem greinir afbrigðilegar frumur á rafrænan hátt, en það ár voru 70% leghálssýna skoðuð með tækinu. Hinn glæsilega árangur Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins má þakka óeigingjörnu hugsjónastarfi, ekki eingöngu félagsins sem stofnsetti leitina árið 1964, heldur einnig allra þeirra sem hafa unnið starfið í áranna rás, hvort heldur eru lífeindafræðingar, læknar, hjúkrunarfræðingar eða aðrir. Þar hefur alla tíð verið unnið af einurð og fagmennsku eins og árangurinn staðfestir. Þessu fólki ber að þakka sem og öllum konunum sem hafa mætt reglulega í skimun síðustu áratugina. Til að halda áfram þeim góða árangri sem Ísland hefur náð í lækkaðri tíðni krabbameina í leghálsi er mikilvægt að konur mæti í skimun á þriggja ára fresti frá 23 ára aldri. Laufey Tryggvadóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins og klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Jóhanna Eyrún Torfadóttir er næringar- og lýðheilsufræðingur hjá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins og aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands. Helgi Birgisson er yfirlæknir Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur snörp umræða átt sér stað varðandi starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, í kjölfar mannlegra mistaka við úrlestur úr niðurstöðum frumustroks í leghálskrabbameinsleit. Í allri heilbrigðisþjónustu verða mannleg mistök. Það sker í hjartað þegar greint er frá slíkum mistökum og við finnum til sterkrar samkenndar með þeim sem mistökin bitna á og einnig þeim sem verða fyrir því að gera mistökin. En í kjölfarið af hinum sorglegu mistökum birtust nú í fjölmiðlum rangar staðhæfingar um skort á gæðaeftirliti í leitarstarfinu. Þær eru mjög á skjön við staðreyndir málsins, eins og sést best þegar Ísland er borið saman við önnur lönd varðandi árangur leghálskrabbameinsskimunar, sem mældur er í dánartíðni og nýgengi leghálskrabbameins þ.e. fjölda þeirra sem deyja og greinast á hverju ári. Íslandi er í hópi þeirra landa sem hafa lægsta dánartíðni í heiminum af völdum leghálskrabbameins, eða minna en 2 dauðsföll árlega á hverjar 100.000 konur, og deilum við þeim góða árangri með hinum Norðurlöndunum og Norður Ameríku (sjá mynd). Í Evrópu er dánartíðnin tæplega 4 af 100.000, í Eyjaálfu 4,8, Asíu og Rómönsku Ameríku 6-7 og í Afríku er hún um 20 af 100.000 (GLOBOCAN https://gco.iarc.fr/today/ og NORDCAN 2.0 https://nordcan.iarc.fr/ ). Myndin sýnir dánartíðni á Norðurlöndunum borin saman við heiminn (aldursstaðlaðar tölur af 100.000). Hjá Krabbameinsskránni hefur verið áætlað að starf Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands hafi forðað um 500 konum á Íslandi frá því að deyja af völdum leghálskrabbameins. Þetta er reiknað út frá samanburði á dánartölum áranna 1972-2018 við framreiknaðar dánartölur sömu ára, miðað við óbreytta tíðni áranna 1967-1971 og tekið tillit til breytinga í fjölda og aldri kvenna. Nýgengi á Íslandi er nú 8,6 tilfelli á hverjar 100.000 konur, aðeins lægra en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, meðan Finnland hefur lægsta nýgengið af Norðurlöndunum (NORDCAN 2.0 https://nordcan.iarc.fr/). Þegar leitin hófst, árið 1964, var nýgengið á Íslandi þrefalt hærra en nú og var þá í örum vexti vegna fjölgunar HPV smita, en HPV veirusýkingar valda leghálskrabbameini. Árangursrík skimun leiðir til langtíma lækkunar á nýgengi leghálskrabbameins, því þar eru forstigsbreytingar greindar og fjarlægðar áður en þær geta þróast yfir í krabbamein. Bólusetning gegn HPV veirum lækkar einnig nýgengið, en slík bólusetning hófst á Íslandi árið 2011. Árið 2018 setti Alþjóða Heilbrigðisstofnunin (WHO) sér það framtíðarmarkmið að útrýma leghálskrabbameini sem lýðheilsuvandamáli og er markmiðið að ná nýgenginu niður fyrir 4 tilfelli á hverjar 100.000 konur í öllum löndum á næstu áratugum. Þess misskilnings hefur gætt að Ísland sé ekki að standa sig, þar sem við höfum ekki náð þessu viðmiði. En í dag hefur ennþá ekkert land með virka og lýðgrundaða krabbameinsskráningu náð svo lágu nýgengi til lengri tíma þótt Finnland sé býsna nálægt því. Þetta gæti samt tekist á næstu áratugum með aukinni beitingu HPV mælinga og fyrir tilstilli bóluefna sem ná til margra HPV veirustofna. Ástralir byrjuðu snemma að bólusetja mun víðtækari hópa, bæði varðandi aldur og kyn, en flestar aðrar þjóðir og telja þeir mögulegt að geta orðið fyrstir þjóða til að ná nýgenginu varanlega niður í 4 af 100.000, og að það gæti jafnvel gerst fyrir árið 2035. Vitað er að nánast engar skimanir hafa 100% næmi, sem þýðir að nokkrar konur á hverju ári fá falskt neikvæð svör varðandi forstigsbreytingar og gildir þetta í öllum löndum. Næmið hefur aukist undanfarin ár á frumurannsóknarstofu Leitarstöðvarinnar eins og fram kemur í reglubundnu árlegu gæðaeftirliti. Má annars vegar rekja það til HPV mælinga sem gerðar eru á afbrigðilegum og ófullnægjandi leghálssýnum og hins vegar til þess að í byrjun árs 2019 var tekið í notkun tæki sem greinir afbrigðilegar frumur á rafrænan hátt, en það ár voru 70% leghálssýna skoðuð með tækinu. Hinn glæsilega árangur Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins má þakka óeigingjörnu hugsjónastarfi, ekki eingöngu félagsins sem stofnsetti leitina árið 1964, heldur einnig allra þeirra sem hafa unnið starfið í áranna rás, hvort heldur eru lífeindafræðingar, læknar, hjúkrunarfræðingar eða aðrir. Þar hefur alla tíð verið unnið af einurð og fagmennsku eins og árangurinn staðfestir. Þessu fólki ber að þakka sem og öllum konunum sem hafa mætt reglulega í skimun síðustu áratugina. Til að halda áfram þeim góða árangri sem Ísland hefur náð í lækkaðri tíðni krabbameina í leghálsi er mikilvægt að konur mæti í skimun á þriggja ára fresti frá 23 ára aldri. Laufey Tryggvadóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins og klínískur prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands. Jóhanna Eyrún Torfadóttir er næringar- og lýðheilsufræðingur hjá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins og aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands. Helgi Birgisson er yfirlæknir Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar