Hamrén: Hefðum þurft að vera þéttari og samheldnari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2020 21:03 Erik Hamrén var nokkuð súr eftir leik. MYND/STÖÐ 2 SPORT Erik Hamrén – landsliðsþjálfari Íslands – var eðlilega nokkuð súr eftir 5-1 tap gegn Belgíu ytra þó svo að Belgar séu á toppi heimslistans. „Við byrjuðum mjög vel. Hólmbert fékk gott færi þegar hann skallar yfir en þeir eru mjög góðir og við áttum í vandræðum með þá. Sérstaklega þegar við lentum í einn á einn stöðu út á velli, þeir eru mjög góðir í þeim stöðum. Þegar við höfum ekki orku í að komast í tveir á einn stöðu varnarlega þá erum við í vandræðum,“ sagði Hamrén um leik kvöldsins í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson. Hamrén vildi ekki gagnrýna leikmenn sína um og of eftir 5-1 Íslands gegn Belgíu ytra. Án margra lykilmanna var róðurinn alltaf þungur en íslenska liðið byrjaði af krafti. Hamrén var sáttur með það en svo missti íslenska liðið orku og kraft þegar leið á leikinn. Fyrstu tvö mörk Belga voru nokkuð svekkjandi en í bæði skiptin kom aðstoðardómarinn mikið við sögu. Hann dæmdi fyrsta markið þar sem sást illa hvort boltinn væri inni eður ei í sjónvarpsútsendingu. Í öðru markinu var eins og Michy Batshuayi væri mögulega rangstæður. „Ég hef ekki séð það aftur. Ég treysti aðstoðardómaranum fullkomlega til að taka rétta ákvörðun,“ sagði Hamrén. „Ég fékk mikið af svörum í kvöld. Sum þeirra jákvæð og önnur neikvæð. Það er líka ástæðan fyrir að við gerðum breytingar, við vildum sjá ákveðna leikmenn spila og eins og ég sagði þá fengum við svör,“ sagði Hamrén einnig um leik kvöldsins og breytingarnar á íslenska liðinu. „Leikurinn er alltaf 90 mínútur og við æfum til að spila í 90 mínútur. Við verðum samt að horfast í augu við það að þeir eru betri en við. Þeir eru efstir á heimslistanum, við þurftum því að hlaupa mikið og höfðum ekki orku eða kraft til að verjast fyrir hvorn annan allan leikinn.“ „Við hefðum þurftum að vera þéttari og samheldnari líkt og gegn Englandi. Munurinn er að Belgar hreyfa boltann mun hraðar og það verður miklu erfiðara að verja svæðið fyrir framan markið,“ sagði Hamrén um síðari hálfleikinn í dag. Að lokum var Hamrén spurður út í stöðu liðsins fyrir umspilsleikinn gegn Rúmeníu: „Við höfum átt góð augnablik og önnur ekki jafn góð. Við erum að spila við tvö af toppliðunum í heiminum. Það er samt aldrei gott að tapa stórt, það er ljóst. Það er ekki gott fyrir hjartað né sjálfstraustið en Belgar voru einfaldlega betri en við, það verður að viðurkennast. Við tökum samt þessa hluti með okkur inn í október en það er mikilvægasti leikurinn, umspilið.“ Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Belgía - Ísland 5-1 | Efsta lið heimslistans alltof stór biti fyrir Íslendinga Góð byrjun Íslands dugði skammt gegn ógnarsterku liði Belga í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 20:45 Andri Fannar: Er búinn að standa mig vel á æfingum og fékk traustið Andri Fannar Baldursson lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld er hann fékk tækifæri á útivelli gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 20:57 Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira
Erik Hamrén – landsliðsþjálfari Íslands – var eðlilega nokkuð súr eftir 5-1 tap gegn Belgíu ytra þó svo að Belgar séu á toppi heimslistans. „Við byrjuðum mjög vel. Hólmbert fékk gott færi þegar hann skallar yfir en þeir eru mjög góðir og við áttum í vandræðum með þá. Sérstaklega þegar við lentum í einn á einn stöðu út á velli, þeir eru mjög góðir í þeim stöðum. Þegar við höfum ekki orku í að komast í tveir á einn stöðu varnarlega þá erum við í vandræðum,“ sagði Hamrén um leik kvöldsins í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson. Hamrén vildi ekki gagnrýna leikmenn sína um og of eftir 5-1 Íslands gegn Belgíu ytra. Án margra lykilmanna var róðurinn alltaf þungur en íslenska liðið byrjaði af krafti. Hamrén var sáttur með það en svo missti íslenska liðið orku og kraft þegar leið á leikinn. Fyrstu tvö mörk Belga voru nokkuð svekkjandi en í bæði skiptin kom aðstoðardómarinn mikið við sögu. Hann dæmdi fyrsta markið þar sem sást illa hvort boltinn væri inni eður ei í sjónvarpsútsendingu. Í öðru markinu var eins og Michy Batshuayi væri mögulega rangstæður. „Ég hef ekki séð það aftur. Ég treysti aðstoðardómaranum fullkomlega til að taka rétta ákvörðun,“ sagði Hamrén. „Ég fékk mikið af svörum í kvöld. Sum þeirra jákvæð og önnur neikvæð. Það er líka ástæðan fyrir að við gerðum breytingar, við vildum sjá ákveðna leikmenn spila og eins og ég sagði þá fengum við svör,“ sagði Hamrén einnig um leik kvöldsins og breytingarnar á íslenska liðinu. „Leikurinn er alltaf 90 mínútur og við æfum til að spila í 90 mínútur. Við verðum samt að horfast í augu við það að þeir eru betri en við. Þeir eru efstir á heimslistanum, við þurftum því að hlaupa mikið og höfðum ekki orku eða kraft til að verjast fyrir hvorn annan allan leikinn.“ „Við hefðum þurftum að vera þéttari og samheldnari líkt og gegn Englandi. Munurinn er að Belgar hreyfa boltann mun hraðar og það verður miklu erfiðara að verja svæðið fyrir framan markið,“ sagði Hamrén um síðari hálfleikinn í dag. Að lokum var Hamrén spurður út í stöðu liðsins fyrir umspilsleikinn gegn Rúmeníu: „Við höfum átt góð augnablik og önnur ekki jafn góð. Við erum að spila við tvö af toppliðunum í heiminum. Það er samt aldrei gott að tapa stórt, það er ljóst. Það er ekki gott fyrir hjartað né sjálfstraustið en Belgar voru einfaldlega betri en við, það verður að viðurkennast. Við tökum samt þessa hluti með okkur inn í október en það er mikilvægasti leikurinn, umspilið.“
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Belgía - Ísland 5-1 | Efsta lið heimslistans alltof stór biti fyrir Íslendinga Góð byrjun Íslands dugði skammt gegn ógnarsterku liði Belga í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 20:45 Andri Fannar: Er búinn að standa mig vel á æfingum og fékk traustið Andri Fannar Baldursson lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld er hann fékk tækifæri á útivelli gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 20:57 Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Sjá meira
Umfjöllun: Belgía - Ísland 5-1 | Efsta lið heimslistans alltof stór biti fyrir Íslendinga Góð byrjun Íslands dugði skammt gegn ógnarsterku liði Belga í Þjóðadeildinni í kvöld. 8. september 2020 20:45
Andri Fannar: Er búinn að standa mig vel á æfingum og fékk traustið Andri Fannar Baldursson lék sinn fyrsta A-landsleik í kvöld er hann fékk tækifæri á útivelli gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 8. september 2020 20:57
Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53