Opna gjaldeyrismarkað fyrir allt að 40 milljarða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. september 2020 17:29 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Seðlabanki Íslands hefur tekið ákvörðun um að hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði frá og með mánudeginum 14. september næstkomandi. Markmiðið er að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og auka verðmyndun. Aukið og stöðugt framboð gjaldeyris ætti að öðru óbreyttu að leiða til aukins stöðugleika á markaðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Þar segir að innlendur gjaldeyrismarkaður hafi ekki farið varhluta af áhrifum kórónuveirufaraldursins. Mjög hafi dregið úr veltu og verðmyndun hafi verið óskilvirk. Það sé mat bankans að um tímabundna erfiðleika sé að ræða og því megi gera ráð fyrir að markaðurinn færist í eðlilegra horf þegar draga tekur úr áhrifum faraldursins. „Seðlabankinn er reiðubúinn að selja allt að 240 milljónum evra (40 ma.kr.) í reglulegum viðskiptum við viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði til ársloka 2020. Fyrirkomulag viðskiptanna verður hliðstætt því sem áður hefur verið beitt í reglulegum gjaldeyriskaupum bankans. Frá og með mánudeginum 14. september og til mánaðarloka mun Seðlabankinn selja viðskiptavökum 3 milljónir evra hvern viðskiptadag. Viðskiptin munu fara fram fljótlega eftir opnun markaðarins og eigi síðar en kl. 10 árdegis. Bankinn mun í lok hvers mánaðar tilkynna um fjárhæð og ætlaða viðskiptadaga fyrir sölu gjaldeyris í mánuðinum sem í hönd fer og mun fjárhæðin taka mið af aðstæðum á markaði. Miðað verður að því að umfang gjaldeyrissölunnar sé í samræmi við eðlilega virkni markaðarins. Seðlabankinn áskilur sér því fullan sveigjanleika til að aðlaga fjárhæð, tíðni og framkvæmd sölunnar til að tryggja skilvirkni aðgerðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Eins segir að reglubundin gjaldeyrissala hafi ekki áhrif á yfirlýsta stefnu bankans um að grípa inn í á gjaldeyrismarkaði til að draga úr sveiflum eftir því sem tilefni er talið til. „Gjaldeyrisforði bankans nam 973 ma.kr. í lok ágúst 2020. Þar af nam hrein gjaldeyriseign 730 ma.kr. Fjárhæðin sem bankinn er reiðubúinn að selja það sem eftir lifir ársins er nú um 4% af gjaldeyrisforðanum og um 5½% af hreinni gjaldeyriseign bankans.“ Seðlabankinn Tengdar fréttir Opnast líklega fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í útlöndum í næstu viku Lífeyrissjóðirnir hafa í tvígang gert samkomulag við Seðlabankann til þriggja mánaða í senn um að fjárfesta ekki í útlöndum til að verja krónuna í kórónufaraldrinum. Það samkomulag rennur út á fimmtudag í næstu viku. 9. september 2020 12:08 Lífeyrissjóðir sagðir ætla að hefja gjaldeyriskaup á ný Samkomulag Seðlabanka Íslands við lífeyrissjóðina um að þeir gerðu hlé á gjaldeyriskaupum verður ekki framlengt þegar það rennur út í næstu viku. 9. september 2020 07:26 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur tekið ákvörðun um að hefja reglulega sölu gjaldeyris á innlendum gjaldeyrismarkaði frá og með mánudeginum 14. september næstkomandi. Markmiðið er að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og auka verðmyndun. Aukið og stöðugt framboð gjaldeyris ætti að öðru óbreyttu að leiða til aukins stöðugleika á markaðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Þar segir að innlendur gjaldeyrismarkaður hafi ekki farið varhluta af áhrifum kórónuveirufaraldursins. Mjög hafi dregið úr veltu og verðmyndun hafi verið óskilvirk. Það sé mat bankans að um tímabundna erfiðleika sé að ræða og því megi gera ráð fyrir að markaðurinn færist í eðlilegra horf þegar draga tekur úr áhrifum faraldursins. „Seðlabankinn er reiðubúinn að selja allt að 240 milljónum evra (40 ma.kr.) í reglulegum viðskiptum við viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði til ársloka 2020. Fyrirkomulag viðskiptanna verður hliðstætt því sem áður hefur verið beitt í reglulegum gjaldeyriskaupum bankans. Frá og með mánudeginum 14. september og til mánaðarloka mun Seðlabankinn selja viðskiptavökum 3 milljónir evra hvern viðskiptadag. Viðskiptin munu fara fram fljótlega eftir opnun markaðarins og eigi síðar en kl. 10 árdegis. Bankinn mun í lok hvers mánaðar tilkynna um fjárhæð og ætlaða viðskiptadaga fyrir sölu gjaldeyris í mánuðinum sem í hönd fer og mun fjárhæðin taka mið af aðstæðum á markaði. Miðað verður að því að umfang gjaldeyrissölunnar sé í samræmi við eðlilega virkni markaðarins. Seðlabankinn áskilur sér því fullan sveigjanleika til að aðlaga fjárhæð, tíðni og framkvæmd sölunnar til að tryggja skilvirkni aðgerðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Eins segir að reglubundin gjaldeyrissala hafi ekki áhrif á yfirlýsta stefnu bankans um að grípa inn í á gjaldeyrismarkaði til að draga úr sveiflum eftir því sem tilefni er talið til. „Gjaldeyrisforði bankans nam 973 ma.kr. í lok ágúst 2020. Þar af nam hrein gjaldeyriseign 730 ma.kr. Fjárhæðin sem bankinn er reiðubúinn að selja það sem eftir lifir ársins er nú um 4% af gjaldeyrisforðanum og um 5½% af hreinni gjaldeyriseign bankans.“
Seðlabankinn Tengdar fréttir Opnast líklega fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í útlöndum í næstu viku Lífeyrissjóðirnir hafa í tvígang gert samkomulag við Seðlabankann til þriggja mánaða í senn um að fjárfesta ekki í útlöndum til að verja krónuna í kórónufaraldrinum. Það samkomulag rennur út á fimmtudag í næstu viku. 9. september 2020 12:08 Lífeyrissjóðir sagðir ætla að hefja gjaldeyriskaup á ný Samkomulag Seðlabanka Íslands við lífeyrissjóðina um að þeir gerðu hlé á gjaldeyriskaupum verður ekki framlengt þegar það rennur út í næstu viku. 9. september 2020 07:26 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Opnast líklega fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í útlöndum í næstu viku Lífeyrissjóðirnir hafa í tvígang gert samkomulag við Seðlabankann til þriggja mánaða í senn um að fjárfesta ekki í útlöndum til að verja krónuna í kórónufaraldrinum. Það samkomulag rennur út á fimmtudag í næstu viku. 9. september 2020 12:08
Lífeyrissjóðir sagðir ætla að hefja gjaldeyriskaup á ný Samkomulag Seðlabanka Íslands við lífeyrissjóðina um að þeir gerðu hlé á gjaldeyriskaupum verður ekki framlengt þegar það rennur út í næstu viku. 9. september 2020 07:26