Heimsborgarar á Austurlandi Guðrún Schmidt skrifar 10. september 2020 13:00 Hvað þýðir að vera heimsborgari í nútíma samfélagi? Er það fólk sem hefur ferðast um heiminn, á vini í mörgum löndum, talar mörg tungumál og veit hvernig á að búa til sushi? Nei, heimsborgarar eru virkir þátttakendur í að „skapa betri heim,“ hafa hag umhverfis og íbúa heimabyggðar í huga án þess að missa sjónar á hag heimsbyggðarinnar. Á tímum hnattvæðingar og stórra áskorana eins og loftslagsmála og sjálfbærrar þróunar þurfum við öll að læra að vera heimsborgarar. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun veita okkur leiðsögn og kenna okkur þau gildi sem við þurfum að tileinka okkur til að geta talist heimsborgarar. Heimsmarkmiðin eru 17 og aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar með talið Ísland, hafa skuldbundið sig til að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna, til þess að taka virkan þátt í átaki þjóða heims um sjálfbæra þróun og til róttækra breytingar innan samfélaga. Vinna við framgang heimsmarkmiðanna þarf á þátttöku allra íbúa að halda. Það dugar ekki að nálgast sjálfbæra þróun eingöngu í krafti stjórnmála, heldur þarf breytingar í okkar eigin hugsunarháttum og lífsmynstri. Hér kemur sveitarstjórnarstigið sterkt inn. Við sem bjóðum okkur fram fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi höfum heimsmarkmiðin að leiðarljósi í okkar stefnu – að hugsa á heimsvísu og framkvæma heima fyrir. Fræðsla og vitundarvakning Eitt af mikilvægum hlutverkum sveitarfélaga er að auka meðvitund íbúa um heimsmarkmiðin, að tryggja þeim sess í kennslu á öllum skólastigum, en ekki síður til að fræða fullorðna. Við þurfum að temja okkur ákveðin hugsunarhátt og gildi sem byggja á heildstæðri sýn, siðferðislegum grunni, alþjóðlegri nálgun, virkri þátttöku íbúa og sérstaklega á réttlæti bæði innan og milli kynslóða. Hnattvæðingunni fylgir ábyrgð. Það er t.d. ekki í anda heimsmarkmiðanna að kaupa vörur sem framleiddar eru hinumegin á hnettinum, unnar með framleiðsluaðferðum sem valda hnignun vistkerfa, þar sem brotið er á mannréttindum og dýraverndunarsjónarmið ekki virt. Við þurfum alltaf að spurja okkur hvaða áhrif neysla okkar og hegðun hefur á umhverfið og mannfólkið bæði hérlendis og erlendis. Samsýn og samvinna Heimsmarkmiðin sýna okkur hvernig öll markmiðin eru tengd innbyrðis og vegna þessa verðum að tileinka okkur heildstæða sýn. Eitt málefni hefur áhrif á annað. Þannig hefur náttúru- og umhverfisvernd m.a. áhrif á heilsu og vellíðan (sjá grein eftir Pétur Heimisson), markmið um jafnrétti kynjanna og um aukinn jöfnuð hafa m.a. áhrif á markmið er varða fátækt, hungur, menntun, frið og réttlæti. Sérstaklega ber svo að nefna að ein stærsta áskorun mannkyns, loftslagsmálin, eru markmið sem fléttast inn í öll hin markmiðin. Til að leysa loftslagsmálin þarf að vinna að framgangi allra heimsmarkmiðanna samtímis. Heimsmarkmiðin eru ekki pólítísk, þau eiga að sameina okkur, hvort sem er milli landa eða innan hvers lands og stuðla þar með að auknum slagkrafti til að ná árangri. Framkvæmd heimsmarkmiða á sveitarstjórnarstigi Ný sveitarstjórn þarf að vinna í anda nútímans, taka tillit til heimsmarkmiðanna og hvetja til virkrar þátttöku íbúa. Nýtt sveitarfélag hefur ótal möguleika til að stuðla að framgangi heimsmarkmiða, t.d. í gegnum aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og matvælastefnu sem framboð VG ætlar að vinna að í samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila. Þá getur sveitarfélagið stutt við nýsköpun, menntun og fræðslu, matvælaframleiðslu á svæðinu og stuðlað að minni bílanotkun. Það á að draga úr úrgangi, leggja árherslu á plastlausan lífsstíl og sporna gegn matar- og fatasóun. Ný sveitarstjórn þarf að stuðla að nýtingu lífræns úrgangs til uppgræðslu, að aukinni endurheimt vistkerfa, líffræðilegum fjölbreytileika og verndun náttúru. Sveitarfélagið getur og á að bjóða flóttamenn velkomna og stuðlað að auknum jöfnuði og velferð allra íbúa. Nálægðin milli manna í svona litlu samfélagi úti á landi sem og landfræðileg stærð og fjölbreytileiki hins nýja sveitarfélags getur unnið með okkur, bæði við að ná upp stemningu og samheldni í samfélaginu og varðandi möguleika til aðgerða. Í huga og stefnu okkar í framboði VG er engin spurning um að við viljum svara kalli Sameinuðu þjóðanna og vinna markvisst eftir heimsmarkmiðunum okkur öllum til heilla. Verum öll heimsborgarar. Höfundur er náttúrufræðingur og sérfræðingur í menntun til sjálfbærni og skipar 12. sæti á framboðslista VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Djúpivogur Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hvað þýðir að vera heimsborgari í nútíma samfélagi? Er það fólk sem hefur ferðast um heiminn, á vini í mörgum löndum, talar mörg tungumál og veit hvernig á að búa til sushi? Nei, heimsborgarar eru virkir þátttakendur í að „skapa betri heim,“ hafa hag umhverfis og íbúa heimabyggðar í huga án þess að missa sjónar á hag heimsbyggðarinnar. Á tímum hnattvæðingar og stórra áskorana eins og loftslagsmála og sjálfbærrar þróunar þurfum við öll að læra að vera heimsborgarar. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun veita okkur leiðsögn og kenna okkur þau gildi sem við þurfum að tileinka okkur til að geta talist heimsborgarar. Heimsmarkmiðin eru 17 og aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, þar með talið Ísland, hafa skuldbundið sig til að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna, til þess að taka virkan þátt í átaki þjóða heims um sjálfbæra þróun og til róttækra breytingar innan samfélaga. Vinna við framgang heimsmarkmiðanna þarf á þátttöku allra íbúa að halda. Það dugar ekki að nálgast sjálfbæra þróun eingöngu í krafti stjórnmála, heldur þarf breytingar í okkar eigin hugsunarháttum og lífsmynstri. Hér kemur sveitarstjórnarstigið sterkt inn. Við sem bjóðum okkur fram fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi höfum heimsmarkmiðin að leiðarljósi í okkar stefnu – að hugsa á heimsvísu og framkvæma heima fyrir. Fræðsla og vitundarvakning Eitt af mikilvægum hlutverkum sveitarfélaga er að auka meðvitund íbúa um heimsmarkmiðin, að tryggja þeim sess í kennslu á öllum skólastigum, en ekki síður til að fræða fullorðna. Við þurfum að temja okkur ákveðin hugsunarhátt og gildi sem byggja á heildstæðri sýn, siðferðislegum grunni, alþjóðlegri nálgun, virkri þátttöku íbúa og sérstaklega á réttlæti bæði innan og milli kynslóða. Hnattvæðingunni fylgir ábyrgð. Það er t.d. ekki í anda heimsmarkmiðanna að kaupa vörur sem framleiddar eru hinumegin á hnettinum, unnar með framleiðsluaðferðum sem valda hnignun vistkerfa, þar sem brotið er á mannréttindum og dýraverndunarsjónarmið ekki virt. Við þurfum alltaf að spurja okkur hvaða áhrif neysla okkar og hegðun hefur á umhverfið og mannfólkið bæði hérlendis og erlendis. Samsýn og samvinna Heimsmarkmiðin sýna okkur hvernig öll markmiðin eru tengd innbyrðis og vegna þessa verðum að tileinka okkur heildstæða sýn. Eitt málefni hefur áhrif á annað. Þannig hefur náttúru- og umhverfisvernd m.a. áhrif á heilsu og vellíðan (sjá grein eftir Pétur Heimisson), markmið um jafnrétti kynjanna og um aukinn jöfnuð hafa m.a. áhrif á markmið er varða fátækt, hungur, menntun, frið og réttlæti. Sérstaklega ber svo að nefna að ein stærsta áskorun mannkyns, loftslagsmálin, eru markmið sem fléttast inn í öll hin markmiðin. Til að leysa loftslagsmálin þarf að vinna að framgangi allra heimsmarkmiðanna samtímis. Heimsmarkmiðin eru ekki pólítísk, þau eiga að sameina okkur, hvort sem er milli landa eða innan hvers lands og stuðla þar með að auknum slagkrafti til að ná árangri. Framkvæmd heimsmarkmiða á sveitarstjórnarstigi Ný sveitarstjórn þarf að vinna í anda nútímans, taka tillit til heimsmarkmiðanna og hvetja til virkrar þátttöku íbúa. Nýtt sveitarfélag hefur ótal möguleika til að stuðla að framgangi heimsmarkmiða, t.d. í gegnum aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og matvælastefnu sem framboð VG ætlar að vinna að í samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila. Þá getur sveitarfélagið stutt við nýsköpun, menntun og fræðslu, matvælaframleiðslu á svæðinu og stuðlað að minni bílanotkun. Það á að draga úr úrgangi, leggja árherslu á plastlausan lífsstíl og sporna gegn matar- og fatasóun. Ný sveitarstjórn þarf að stuðla að nýtingu lífræns úrgangs til uppgræðslu, að aukinni endurheimt vistkerfa, líffræðilegum fjölbreytileika og verndun náttúru. Sveitarfélagið getur og á að bjóða flóttamenn velkomna og stuðlað að auknum jöfnuði og velferð allra íbúa. Nálægðin milli manna í svona litlu samfélagi úti á landi sem og landfræðileg stærð og fjölbreytileiki hins nýja sveitarfélags getur unnið með okkur, bæði við að ná upp stemningu og samheldni í samfélaginu og varðandi möguleika til aðgerða. Í huga og stefnu okkar í framboði VG er engin spurning um að við viljum svara kalli Sameinuðu þjóðanna og vinna markvisst eftir heimsmarkmiðunum okkur öllum til heilla. Verum öll heimsborgarar. Höfundur er náttúrufræðingur og sérfræðingur í menntun til sjálfbærni og skipar 12. sæti á framboðslista VG í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun