Óskar Hrafn: Varnarleikur okkur á síðasta þriðjung var óboðlegur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2020 22:15 Óskar Hrafn var eðlilega ósáttur með að vera dottinn út úr Mjólkurbikarnum. Vísir/Bára Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var mjög ósáttur með varnarleik sinna manna í 4-2 tapi liðsins gegn KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Var þetta fjórða tap Blika gegn KR í röð. „Ég held að það sé alveg ljóst að varnarleikur okkur á síðasta þriðjung var óboðlegur. Á móti liði eins og KR þá færðu það í andlitið,“ sagði Óskar Hrafn um það sem hefði farið úrskeiðis hjá Blikum í kvöld. „Mér fannst við – eins kjánalega og það hljómar – með góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik. Það vantaði aðeins upp á síðasta þriðjung og við markið þeirra en mér fannst við með fína stjórn á leiknum og það var ekki fyrr en þetta var orðið ´ping pong´ í síðari hálfleik sem var þörf á að skipta. Skiptingarnar sem slíkar löguðu ekki varnarleikinn. Þær löguðu ekki einstaklings varnarleikinn og gegn svona liðum er hann mikilvægur. Ef þú dekkar ekki í hornum þá refsar KR þér. Ef þú ert lélegur einn á móti einum þá refsar KR þér. Það var svona það sem fór með leikinn í kvöld fannst mér,“ sagði Óskar um leik kvöldsins. „Ég efast um það. Við höfum engan tíma til að dvelja sérstaklega við þennan leik eða hvort KR hafi tak á okkur. Við spilum við FH á sunnudaginn og svo kemur KR hingað aftur á sunnudeginum eftir það. Þurfum að mæta í þann leik vopnaðir því sem við gerðum vel og laga það sem fór miður sem var varnarleikurinn. Þá held ég að við séum í ágætis málum,“ sagði Óskar að lokum aðspurður út í hvort fjórir sigrar KR í röð á Blikum væri farið að setjast í mannskapinn. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Breiðablik Tengdar fréttir Rúnar: Spiluðum einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld. 10. september 2020 21:45 Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var mjög ósáttur með varnarleik sinna manna í 4-2 tapi liðsins gegn KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Var þetta fjórða tap Blika gegn KR í röð. „Ég held að það sé alveg ljóst að varnarleikur okkur á síðasta þriðjung var óboðlegur. Á móti liði eins og KR þá færðu það í andlitið,“ sagði Óskar Hrafn um það sem hefði farið úrskeiðis hjá Blikum í kvöld. „Mér fannst við – eins kjánalega og það hljómar – með góða stjórn á leiknum í fyrri hálfleik. Það vantaði aðeins upp á síðasta þriðjung og við markið þeirra en mér fannst við með fína stjórn á leiknum og það var ekki fyrr en þetta var orðið ´ping pong´ í síðari hálfleik sem var þörf á að skipta. Skiptingarnar sem slíkar löguðu ekki varnarleikinn. Þær löguðu ekki einstaklings varnarleikinn og gegn svona liðum er hann mikilvægur. Ef þú dekkar ekki í hornum þá refsar KR þér. Ef þú ert lélegur einn á móti einum þá refsar KR þér. Það var svona það sem fór með leikinn í kvöld fannst mér,“ sagði Óskar um leik kvöldsins. „Ég efast um það. Við höfum engan tíma til að dvelja sérstaklega við þennan leik eða hvort KR hafi tak á okkur. Við spilum við FH á sunnudaginn og svo kemur KR hingað aftur á sunnudeginum eftir það. Þurfum að mæta í þann leik vopnaðir því sem við gerðum vel og laga það sem fór miður sem var varnarleikurinn. Þá held ég að við séum í ágætis málum,“ sagði Óskar að lokum aðspurður út í hvort fjórir sigrar KR í röð á Blikum væri farið að setjast í mannskapinn.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Breiðablik Tengdar fréttir Rúnar: Spiluðum einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld. 10. september 2020 21:45 Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira
Rúnar: Spiluðum einfaldan fótbolta til að vinna þennan leik Rúnar Kristinsson var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna eftir 4-2 sigur á Breiðablik í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Rúnar talaði um einfaldan fótbolta og hrósaði Ægi Jarli Jónassyni í hástert en hann skoraði tvö marka KR í kvöld. 10. september 2020 21:45
Umfjöllun: Breiðablik - KR 2-4 | KR í undanúrslitin eftir góðan sigur í Kópavogi Ægir Jarl Jónasson nýtti tækifærið svo sannarlega er KR vann Breiðablik 4-2 í Kópavogi er liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Var þetta fyrsti leikur Ægis í byrjunarliði KR í sumar. 10. september 2020 21:30