Samsæriskenningar flæða yfir neyðarlínu í gróðureldunum Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2020 15:55 Maður heldur á Q-merki á fundi stuðningsmanna Trump forseta árið 2018. Fylgjendur samsæriskenningarnar hafa orðið sífellt meira áberandi í stuðningsliði forsetans sem hefur itrekað vikið sér undan að fordæma hana. AP/Matt Rourke Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. Yfirvöld biðla til fólks að treysta aðeins upplýsingum sem hafa verið staðfestar af opinberum aðilum. Fullyrðingarnar eiga rætur sínar að rekja til framandlegrar samsæriskenningar um Donald Trump forseta. Gróðureldarnir sem valda nú mannskaða og eyðileggingu í Oregon, Kaliforníu og Washington eru sögulega slæmir. Það hefur ekki hjálpað yfirvöldum í glímunni við þá að yfir neyðarstarfsmenn rignir hringingum frá fólki sem aðhyllist svonefnda QAnon-samsæriskenningu um að róttækir vinstrimenn hafi verið handteknir fyrir að kveikja eldana. QAnon er fjarstæðukennd samsæriskenning um að Trump forseti heyi leynilegt stríð gegn blóðþyrstum hring satanískra barnaníðinga sem helstu pólitísku keppinautar hans eiga að vera bendlaðir við. Óþekktur netverji sem gengur undir notendanafninu „Q“ deilir reglulega torræðum skilaboðum sem fylgjendur keppast við að túlka. Alríkislögreglan FBI telur hryðjuverkahættu stafa af fylgjendum samsæriskenningarinnar. Lögreglustjórinn í Douglas-sýslu í Oregon varaði við því í Facebook-færslu í gær að orðrómar dreifðu líka úr sér eins og eldur í sinu. Starfsmenn embættisins hefðu ekki undan að svara spurningum um ósannan orðróm um að sex svonefndir andfasistar hefðu verið handteknir fyrir að kveikja eldana. Svipuð tilkynning kom frá lögreglustjóranum í Jackson-sýslu í sama ríki, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Stjórnlausir gróðureldar í Oregon lögðu meðal annars bæinn Talent svo gott sem í rúst í vikunni.AP/Kevin Jantzer Orðrómar um bæði hægri- og vinstriöfgahópa Uppruni samsæriskenningarinnar um að andfasistar hafi kveikt eldana virðist vera tíst frá fyrrverandi frambjóðanda til öldungadeildarþingsætis í forvali Repúblikanaflokksins. Hann hélt því ranglega fram að sex brennuvargar væru í haldi lögreglu í Douglas-sýslu. „Q“ deildi tísti frambjóðandans á spjallborði samsæriskenningasinnanna skömmu áður en allar símalínur byrjuðu að glóa hjá yfirvöldum í Oregon. AP-fréttastofan segir að fölskum orðrómum hafi einnig verið dreift um að Stoltu strákarnir, hópur hægriöfgasinna, hafi kveikt eldana. Lögreglan í Medford í Oregon hafnaði fréttum af því að hún hefði handtekið vinstri- eða hægriöfgamenn vegna elda sem rústuðu bæjunum Phoenix og Talent. Hópar af vinstri og hægri jaðrinum hafa tekist á í kringum mótmæli gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi í Portland í Oregon undanfarið. Hópur stuðningsmanna Trump forseta ók í gegnum mótmælin á pallbílum í síðasta mánuði. Einn liðsmanna hægriöfgahóps var skotinn til bana en lögregluyfirvöld skutu meintan morðingja hans, stuðningsmann andfasista, til bana viku síðar. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Starfsmenn neyðarlínu í Oregon í Bandaríkjunum hafa ekki undan að svara símtölum frá fólki með samsæriskenningar um að svonefndir andfasistar hafi kveikt gríðarlega gróðurelda sem þar geisa. Yfirvöld biðla til fólks að treysta aðeins upplýsingum sem hafa verið staðfestar af opinberum aðilum. Fullyrðingarnar eiga rætur sínar að rekja til framandlegrar samsæriskenningar um Donald Trump forseta. Gróðureldarnir sem valda nú mannskaða og eyðileggingu í Oregon, Kaliforníu og Washington eru sögulega slæmir. Það hefur ekki hjálpað yfirvöldum í glímunni við þá að yfir neyðarstarfsmenn rignir hringingum frá fólki sem aðhyllist svonefnda QAnon-samsæriskenningu um að róttækir vinstrimenn hafi verið handteknir fyrir að kveikja eldana. QAnon er fjarstæðukennd samsæriskenning um að Trump forseti heyi leynilegt stríð gegn blóðþyrstum hring satanískra barnaníðinga sem helstu pólitísku keppinautar hans eiga að vera bendlaðir við. Óþekktur netverji sem gengur undir notendanafninu „Q“ deilir reglulega torræðum skilaboðum sem fylgjendur keppast við að túlka. Alríkislögreglan FBI telur hryðjuverkahættu stafa af fylgjendum samsæriskenningarinnar. Lögreglustjórinn í Douglas-sýslu í Oregon varaði við því í Facebook-færslu í gær að orðrómar dreifðu líka úr sér eins og eldur í sinu. Starfsmenn embættisins hefðu ekki undan að svara spurningum um ósannan orðróm um að sex svonefndir andfasistar hefðu verið handteknir fyrir að kveikja eldana. Svipuð tilkynning kom frá lögreglustjóranum í Jackson-sýslu í sama ríki, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Stjórnlausir gróðureldar í Oregon lögðu meðal annars bæinn Talent svo gott sem í rúst í vikunni.AP/Kevin Jantzer Orðrómar um bæði hægri- og vinstriöfgahópa Uppruni samsæriskenningarinnar um að andfasistar hafi kveikt eldana virðist vera tíst frá fyrrverandi frambjóðanda til öldungadeildarþingsætis í forvali Repúblikanaflokksins. Hann hélt því ranglega fram að sex brennuvargar væru í haldi lögreglu í Douglas-sýslu. „Q“ deildi tísti frambjóðandans á spjallborði samsæriskenningasinnanna skömmu áður en allar símalínur byrjuðu að glóa hjá yfirvöldum í Oregon. AP-fréttastofan segir að fölskum orðrómum hafi einnig verið dreift um að Stoltu strákarnir, hópur hægriöfgasinna, hafi kveikt eldana. Lögreglan í Medford í Oregon hafnaði fréttum af því að hún hefði handtekið vinstri- eða hægriöfgamenn vegna elda sem rústuðu bæjunum Phoenix og Talent. Hópar af vinstri og hægri jaðrinum hafa tekist á í kringum mótmæli gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi í Portland í Oregon undanfarið. Hópur stuðningsmanna Trump forseta ók í gegnum mótmælin á pallbílum í síðasta mánuði. Einn liðsmanna hægriöfgahóps var skotinn til bana en lögregluyfirvöld skutu meintan morðingja hans, stuðningsmann andfasista, til bana viku síðar.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59
Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17