Sænskur landsliðsmaður í Stjörnuna: Leit alltaf upp til Hlyns og þekki Ægi Sindri Sverrisson skrifar 11. september 2020 18:50 Alexander Lindqvist segir skemmtilegt fyrir strákana sína að prófa að búa á Íslandi. mynd/stöð 2 Sænski landsliðsmaðurinn Alexander Lindqvist er fluttur til Íslands með fjölskyldu sinni og mun spila með deildarmeisturum Stjörnunnar á komandi körfuboltaleiktíð. „Ég talaði við nokkur sænsk félög en á síðustu stundu hringdi Stjarnan. Mér fannst þetta hljóma eins og skemmtileg reynsla, og að það yrði gaman að spila með leikmönnum sem ég mætti í Svíþjóð,“ sagði Alexander við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Alexander er 29 ára gamall framherji sem ætti að styrkja lið Stjörnunnar umtalsvert mikið. Hann hefur leikið hefur stærstan hluta ferilsins með toppliðum í sænsku úrvalsdeildinni, lengst af með Södertälje, en einnig í Grikklandi og Belgíu og síðasta vetur lék hann í næstefstu deild Spánar. Í Svíþóð hefur Alexander meðal annars leikið gegn Hlyni Bæringssyni og Ægi Þór Steinarssyni, nýjum samherjum sínum hjá Stjörnunni, sem og fleiri Íslendingum. „Hlynur var alltaf frábær í sænsku deildinni og einn af þeim sem að ég leit alltaf upp til. Það verður því mjög gaman að spila með honum. Við Ægir spiluðum raunar saman þegar við vorum yngri, í búðum í Frakklandi, svo ég þekki hann aðeins. Það verður gaman að spila með honum því hann spilar hratt og með mikilli orku,“ segir Alexander, sem á annars eftir að kynnast Dominos-deildinni betur: „Ég veit ekki margt, ef ég á að vera hreinskilinn. Ég veit að bestu liðin eiga að vera svipuð og í sænsku deildinni, en þau sem eru neðar eru kannski eitthvað lakari, en ég kom bara til að njóta þess að spila í besta liðinu og markmiðið okkar er að vinna. Við stefnum á titilinn,“ sagði Alexander. Strákarnir geta lært smá íslensku Alexander og fjölskylda hans hafa verið í sóttkví síðustu fimm daga eftir komuna til landsins en eru að koma sér vel fyrir: „Já, þetta verður skemmtileg reynsla fyrir þau líka. Strákarnir geta lært smá íslensku í leikskólanum,“ sagði Alexander, og sagði kórónuveirufaraldurinn ekki hafa neitt um það að segja að hann kæmi til Íslands: „Nei, í raun ekki. Ég ætlaði mér alltaf að spila, hvar sem það yrði í Evrópu. Ísland hefur tekist á við þetta með sínum hætti, sem ég hef trú á enda fáum við að spila fyrir framan áhorfendur.“ Stjarnan sækir vel skipað lið Vals heim í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar en tímabilið á að hefjast 1. október. Klippa: Sportpakkinn - Stjarnan fær sænskan landsliðsmann Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Sjá meira
Sænski landsliðsmaðurinn Alexander Lindqvist er fluttur til Íslands með fjölskyldu sinni og mun spila með deildarmeisturum Stjörnunnar á komandi körfuboltaleiktíð. „Ég talaði við nokkur sænsk félög en á síðustu stundu hringdi Stjarnan. Mér fannst þetta hljóma eins og skemmtileg reynsla, og að það yrði gaman að spila með leikmönnum sem ég mætti í Svíþjóð,“ sagði Alexander við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið má sjá hér að neðan. Alexander er 29 ára gamall framherji sem ætti að styrkja lið Stjörnunnar umtalsvert mikið. Hann hefur leikið hefur stærstan hluta ferilsins með toppliðum í sænsku úrvalsdeildinni, lengst af með Södertälje, en einnig í Grikklandi og Belgíu og síðasta vetur lék hann í næstefstu deild Spánar. Í Svíþóð hefur Alexander meðal annars leikið gegn Hlyni Bæringssyni og Ægi Þór Steinarssyni, nýjum samherjum sínum hjá Stjörnunni, sem og fleiri Íslendingum. „Hlynur var alltaf frábær í sænsku deildinni og einn af þeim sem að ég leit alltaf upp til. Það verður því mjög gaman að spila með honum. Við Ægir spiluðum raunar saman þegar við vorum yngri, í búðum í Frakklandi, svo ég þekki hann aðeins. Það verður gaman að spila með honum því hann spilar hratt og með mikilli orku,“ segir Alexander, sem á annars eftir að kynnast Dominos-deildinni betur: „Ég veit ekki margt, ef ég á að vera hreinskilinn. Ég veit að bestu liðin eiga að vera svipuð og í sænsku deildinni, en þau sem eru neðar eru kannski eitthvað lakari, en ég kom bara til að njóta þess að spila í besta liðinu og markmiðið okkar er að vinna. Við stefnum á titilinn,“ sagði Alexander. Strákarnir geta lært smá íslensku Alexander og fjölskylda hans hafa verið í sóttkví síðustu fimm daga eftir komuna til landsins en eru að koma sér vel fyrir: „Já, þetta verður skemmtileg reynsla fyrir þau líka. Strákarnir geta lært smá íslensku í leikskólanum,“ sagði Alexander, og sagði kórónuveirufaraldurinn ekki hafa neitt um það að segja að hann kæmi til Íslands: „Nei, í raun ekki. Ég ætlaði mér alltaf að spila, hvar sem það yrði í Evrópu. Ísland hefur tekist á við þetta með sínum hætti, sem ég hef trú á enda fáum við að spila fyrir framan áhorfendur.“ Stjarnan sækir vel skipað lið Vals heim í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar en tímabilið á að hefjast 1. október. Klippa: Sportpakkinn - Stjarnan fær sænskan landsliðsmann
Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga