Bentu Valencia á fótboltahæfileika Martins Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2020 08:00 Martin Hermannsson fór til Valencia frá Berlín í sumar. mynd/@valenciabasket Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefði eflaust getað náð langt í fótbolta hefði hann farið þá braut en í staðinn leikur hann í bestu landsdeild Evrópu í körfubolta. Martin gekk í raðir Valencia í sumar eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistari og bikarmeistari með Alba Berlín. Hann lék einnig með þýska liðinu í EuroLeague og verður þar á ferðinni með Valencia í vetur. Á Twitter-síðu EuroLeague, sterkustu Evrópukeppninni í körfubolta, birtist klippa í gær þar sem sjá mátti Martin sýna fótboltatilþrif með körfuboltann. Var knattspyrnuliði Valencia þar bent á að ef þörf krefði í vetur þyrfti ekki að sækja vatnið yfir lækinn, þar sem Martin væri jafnvígur á körfu- og fótbolta. .@hermannsson15 can do it ALL @valenciacf_en if you guys need an emergency loan during the season, you don t have to look very far #EUROLEAGUEUNITED pic.twitter.com/VRS0rr1WAo— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) September 11, 2020 Martin hefur reyndar áður sýnt fótboltalega tilburði með körfuboltann, þegar hann skallaði boltann eftirminnilega í leik gegn Portúgal í undankeppni EM í fyrra. Martin Hermannsson @hermannsson15 with the trick play of the night on the @FIBA @EuroBasket stage! #TangramSports #TangramPlayers #FollowYourDreamsWithUs pic.twitter.com/TGg7HawhcJ— Tangram Sports (@TangramSports) February 21, 2019 Valencia mætir Baskonia 20. september í fyrsta leik sínum í spænsku deildinni á komandi leiktíð. Áætlað er að fyrsti leikur liðsins í EuroLeague verði gegn franska liðinu ASVEL, sem er í eigu Tony Parker, þann 1. október. Spænski körfuboltinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefði eflaust getað náð langt í fótbolta hefði hann farið þá braut en í staðinn leikur hann í bestu landsdeild Evrópu í körfubolta. Martin gekk í raðir Valencia í sumar eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistari og bikarmeistari með Alba Berlín. Hann lék einnig með þýska liðinu í EuroLeague og verður þar á ferðinni með Valencia í vetur. Á Twitter-síðu EuroLeague, sterkustu Evrópukeppninni í körfubolta, birtist klippa í gær þar sem sjá mátti Martin sýna fótboltatilþrif með körfuboltann. Var knattspyrnuliði Valencia þar bent á að ef þörf krefði í vetur þyrfti ekki að sækja vatnið yfir lækinn, þar sem Martin væri jafnvígur á körfu- og fótbolta. .@hermannsson15 can do it ALL @valenciacf_en if you guys need an emergency loan during the season, you don t have to look very far #EUROLEAGUEUNITED pic.twitter.com/VRS0rr1WAo— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) September 11, 2020 Martin hefur reyndar áður sýnt fótboltalega tilburði með körfuboltann, þegar hann skallaði boltann eftirminnilega í leik gegn Portúgal í undankeppni EM í fyrra. Martin Hermannsson @hermannsson15 with the trick play of the night on the @FIBA @EuroBasket stage! #TangramSports #TangramPlayers #FollowYourDreamsWithUs pic.twitter.com/TGg7HawhcJ— Tangram Sports (@TangramSports) February 21, 2019 Valencia mætir Baskonia 20. september í fyrsta leik sínum í spænsku deildinni á komandi leiktíð. Áætlað er að fyrsti leikur liðsins í EuroLeague verði gegn franska liðinu ASVEL, sem er í eigu Tony Parker, þann 1. október.
Spænski körfuboltinn Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira