Daglegt líf í Bandaríkjunum verði fyrst „eðlilegt“ um mitt næsta ár Sylvía Hall skrifar 12. september 2020 23:00 Anthony Fauci er einn fremsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Anthony Fauci, yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist ekki búast við því að daglegt líf í Bandaríkjunum verði líkt og það var fyrir kórónuveirufaraldurinn fyrr en um mitt næsta ár. Hann segir tölfræði varðandi stöðuna í Bandaríkjunum uggvænlega. Fauci sagði í samtali við MSNBC að hann væri vongóður um að bóluefni myndi líta dagsins ljós undir lok þessa árs eða í byrjun næsta. Þá væri þó aðeins hálfur sigur unninn, enda þyrfti að dreifa bóluefninu um heiminn og sjá til þess að stór hluti fólks yrði bólusett fyrir kórónuveirunni sem veldur Covid-19. „Ef við erum að tala um að komast aftur í þann hversdagsleika sem var fyrir Covid, þá verður það ekki fyrr en það er eitthvað liðið á 2021 eða undir lok ársins 2021,“ sagði Fauci. Bandaríkjamenn virðast enn eiga erfitt með að hefta útbreiðslu veirunnar og greinast nú að meðaltali um 40 þúsund ný tilfelli á dag og dauðsföll eru um eitt þúsund. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fyrr í vikunni að hann væri vongóður um að Bandaríkin væru farin að sjá fyrir endann á faraldrinum, en Fauci er ekki á sama máli. „Ég verð að vera ósammála því […] Ef þú horfir á tölfræðina, hún er uggvænleg.“ Mörg ríki hafa boðað tilslakanir á samkomutakmörkunum og tilkynnti Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, að veitingastaðir myndu opna aftur þann 30. september næstkomandi. Þeim væri heimilt að nýta 25 prósent sæta staðarins og stefnan væri sett á að leyfa 50 prósent nýtingu í nóvember. Fauci segist hafa áhyggjur af þessu í ljósi þess að sýkingarhætta sé mun meiri þegar fólk er komið saman í einu rými. „Ég hef áhyggjur af því þegar ég sé samkomur innandyra, og það verður meira freistandi þegar við förum inn í haustið og veturinn.“ Hvergi hafa fleiri greinst með kórónuveiruna en í Bandaríkjunum, eða um það bil 6,5 milljónir einstaklingar. Hátt í 200 þúsund hafa látist af völdum veirunnar þar í landi. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Dætur sóttvarnasérfræðings hafa orðið fyrir áreiti Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir. 6. ágúst 2020 19:21 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Anthony Fauci, yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist ekki búast við því að daglegt líf í Bandaríkjunum verði líkt og það var fyrir kórónuveirufaraldurinn fyrr en um mitt næsta ár. Hann segir tölfræði varðandi stöðuna í Bandaríkjunum uggvænlega. Fauci sagði í samtali við MSNBC að hann væri vongóður um að bóluefni myndi líta dagsins ljós undir lok þessa árs eða í byrjun næsta. Þá væri þó aðeins hálfur sigur unninn, enda þyrfti að dreifa bóluefninu um heiminn og sjá til þess að stór hluti fólks yrði bólusett fyrir kórónuveirunni sem veldur Covid-19. „Ef við erum að tala um að komast aftur í þann hversdagsleika sem var fyrir Covid, þá verður það ekki fyrr en það er eitthvað liðið á 2021 eða undir lok ársins 2021,“ sagði Fauci. Bandaríkjamenn virðast enn eiga erfitt með að hefta útbreiðslu veirunnar og greinast nú að meðaltali um 40 þúsund ný tilfelli á dag og dauðsföll eru um eitt þúsund. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fyrr í vikunni að hann væri vongóður um að Bandaríkin væru farin að sjá fyrir endann á faraldrinum, en Fauci er ekki á sama máli. „Ég verð að vera ósammála því […] Ef þú horfir á tölfræðina, hún er uggvænleg.“ Mörg ríki hafa boðað tilslakanir á samkomutakmörkunum og tilkynnti Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, að veitingastaðir myndu opna aftur þann 30. september næstkomandi. Þeim væri heimilt að nýta 25 prósent sæta staðarins og stefnan væri sett á að leyfa 50 prósent nýtingu í nóvember. Fauci segist hafa áhyggjur af þessu í ljósi þess að sýkingarhætta sé mun meiri þegar fólk er komið saman í einu rými. „Ég hef áhyggjur af því þegar ég sé samkomur innandyra, og það verður meira freistandi þegar við förum inn í haustið og veturinn.“ Hvergi hafa fleiri greinst með kórónuveiruna en í Bandaríkjunum, eða um það bil 6,5 milljónir einstaklingar. Hátt í 200 þúsund hafa látist af völdum veirunnar þar í landi.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21 Dætur sóttvarnasérfræðings hafa orðið fyrir áreiti Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir. 6. ágúst 2020 19:21 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51
Nýr ráðgjafi Trump vill fara „sænsku leiðina“ og ná hjarðónæmi Einn af helstu heilbrigðissráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur ýtt á að að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. 31. ágúst 2020 22:21
Dætur sóttvarnasérfræðings hafa orðið fyrir áreiti Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, segir að dætur hans hafi orðið fyrir áreitni gagnrýnenda hans. Hann segist hafa þurft að ráða sé öryggisverði til að gæta fjölskyldunnar eftir að honum bárust líflátshótanir. 6. ágúst 2020 19:21
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“