Fellibylurinn Sally nálgast suðurströnd Bandaríkjanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2020 20:33 Fellibylurinn Sally nálgast nú suðurströnd Bandaríkjanna óðfluga. Krossinn, sem sést á myndinni, er til minningar þeim sem létust vegna fellibyljarins Katrínu. Getty/Joe Raedle Fellibylurinn Sally nálgast nú suðurströnd Bandaríkjanna óðfluga. Talið er að óveðrið muni skella á nokkur ríkja suðurhluta Bandaríkjanna, þar á meðal Flórída, Mississippi og Alabama. Hitabeltisstormurinn Sally var skilgreind sem fellibylur síðdegis í dag, mánudag, og talið er að hann muni ríða yfir suðurströndina í fyrramálið. Sérfræðingar segja að fellibylnum muni fylgja miklar rigningar og miklir vindar, sem geta orðið allt að 135 km/klst. á einhverjum svæðum. Þá geti honum fylgt mannskætt brim sem geti brotist upp á land. Sérfræðingar hafa einnig sagt að fellibyljir hafi verið mjög tíðir í ár miðað við önnur ár. John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, varaði íbúa ríkisins við Sally á Twitter í dag og bað fólk um að vera varkárt. Louisiana varð illa úti eftir fellibylinn Láru sem reið yfir í síðasta mánuði og enn hefur ekki tekist að byggja upp það sem skemmdist þá. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í bæði Alabama og Mississippi, en Sally hefur verið flokkuð sem fyrsta stigs fellibylur. Sally er nú um 280 km suðaustur af Biloxi í Mississippi og nálgast á ógnarhraða, eða á um 10 kílómetra hraða á klukkustund. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna gaf út í dag að stefna Sally hafi breyst nokkuð og að fellibylurinn muni ekki ríða yfir Louisiana. Hann geti hins vegar valdið miklum öldugangi og flóðbylgjum sem geti leitt af sér mikil flóð í ríkinu. Íbúar í New Orleans sem ekki njóta verndar flóðvarnargarða hafa verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Þá eru enn um 80 þúsund heimili í Louisiana enn rafmagnslaus vegna eftirmála fellibyljarins Láru en aðeins þrjár vikur eru liðnar frá því hann reið yfir. Auk Sally eru fjórir hvirfilbylir í vesturhluta Atlantshafsins – Paulette, Rene, Teddy og Vicky. Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Búa sig undir annan fellibyl Bandaríkjamenn sem búa við Mexíkóflóa undirbúa sig nú fyrir enn einn fellibylinn sem talið er að muni ná landi á morgun. Sally er nú skilgreind sem óveður en hún er á Mexíkóflóa að safna krafti fyrir ferðina inn á land og er áætlað að Sally nái fellibylsstyrk í kvöld. 14. september 2020 12:47 Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Hundruð þúsunda án vatns og rafmagns Íbúar stórs svæðis í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum gætu verið án rafmagns og rennandi vatns í nokkrar vikur, eftir að fellibylurinn Lára reið yfir. 29. ágúst 2020 18:49 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Fellibylurinn Sally nálgast nú suðurströnd Bandaríkjanna óðfluga. Talið er að óveðrið muni skella á nokkur ríkja suðurhluta Bandaríkjanna, þar á meðal Flórída, Mississippi og Alabama. Hitabeltisstormurinn Sally var skilgreind sem fellibylur síðdegis í dag, mánudag, og talið er að hann muni ríða yfir suðurströndina í fyrramálið. Sérfræðingar segja að fellibylnum muni fylgja miklar rigningar og miklir vindar, sem geta orðið allt að 135 km/klst. á einhverjum svæðum. Þá geti honum fylgt mannskætt brim sem geti brotist upp á land. Sérfræðingar hafa einnig sagt að fellibyljir hafi verið mjög tíðir í ár miðað við önnur ár. John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, varaði íbúa ríkisins við Sally á Twitter í dag og bað fólk um að vera varkárt. Louisiana varð illa úti eftir fellibylinn Láru sem reið yfir í síðasta mánuði og enn hefur ekki tekist að byggja upp það sem skemmdist þá. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í bæði Alabama og Mississippi, en Sally hefur verið flokkuð sem fyrsta stigs fellibylur. Sally er nú um 280 km suðaustur af Biloxi í Mississippi og nálgast á ógnarhraða, eða á um 10 kílómetra hraða á klukkustund. Fellibyljastofnun Bandaríkjanna gaf út í dag að stefna Sally hafi breyst nokkuð og að fellibylurinn muni ekki ríða yfir Louisiana. Hann geti hins vegar valdið miklum öldugangi og flóðbylgjum sem geti leitt af sér mikil flóð í ríkinu. Íbúar í New Orleans sem ekki njóta verndar flóðvarnargarða hafa verið beðnir um að yfirgefa heimili sín. Þá eru enn um 80 þúsund heimili í Louisiana enn rafmagnslaus vegna eftirmála fellibyljarins Láru en aðeins þrjár vikur eru liðnar frá því hann reið yfir. Auk Sally eru fjórir hvirfilbylir í vesturhluta Atlantshafsins – Paulette, Rene, Teddy og Vicky.
Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Búa sig undir annan fellibyl Bandaríkjamenn sem búa við Mexíkóflóa undirbúa sig nú fyrir enn einn fellibylinn sem talið er að muni ná landi á morgun. Sally er nú skilgreind sem óveður en hún er á Mexíkóflóa að safna krafti fyrir ferðina inn á land og er áætlað að Sally nái fellibylsstyrk í kvöld. 14. september 2020 12:47 Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Hundruð þúsunda án vatns og rafmagns Íbúar stórs svæðis í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum gætu verið án rafmagns og rennandi vatns í nokkrar vikur, eftir að fellibylurinn Lára reið yfir. 29. ágúst 2020 18:49 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Búa sig undir annan fellibyl Bandaríkjamenn sem búa við Mexíkóflóa undirbúa sig nú fyrir enn einn fellibylinn sem talið er að muni ná landi á morgun. Sally er nú skilgreind sem óveður en hún er á Mexíkóflóa að safna krafti fyrir ferðina inn á land og er áætlað að Sally nái fellibylsstyrk í kvöld. 14. september 2020 12:47
Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00
Hundruð þúsunda án vatns og rafmagns Íbúar stórs svæðis í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum gætu verið án rafmagns og rennandi vatns í nokkrar vikur, eftir að fellibylurinn Lára reið yfir. 29. ágúst 2020 18:49