Það vill enginn nýju stjórnarskrána Ingólfur Hermannsson skrifar 17. september 2020 11:00 Nú er í gangi mikil söfnun undirskrifta til að krefjast þess að Alþingi samþykki nýju stjórnarskrána. En hverjir vilja eiginlega þessa blessuðu nýju stjórnarskrá? Fræðasamfélagið á Íslandi þekkir þessi mál betur en nokkur annar og fyrir utan einhverja sérvitringa vill það ekki sjá hana. Vissulega er núverandi stjórnarskrá ekkert fullkomin, ekkert mannanna verk er það, og þess vegna getur hún stundum verið ruglandi og virkað í mótsögn við sjálfa sig. En lögfræðingar og stjórnsýslusérfræðingar kunna á hana og koma gjarnan í fjölmiðla til þess að útskýra þessar flækjur fyrir okkur. Sumir hafa jafnvel gert það að ævistarfi sínu að túlka flóknustu atriði hennar og þeim finnst lítið koma til þeirrar nýju. Enda var hún skrifuð af fólki sem margt var ekki lögfræðimenntað og undir miklum áhrifum af Þjóðfundinum. Þau sjá það ekki síst af orðalaginu sem er alls ekki nógu lagatæknilegt. Þau hafa engan áhuga á þessari áhugamannastjórnarskrá. Sumir ráðherrar vilja gjarna breyta stjórnarskránni, en það þýðir ekki að þeir vilji þessa sem kosið var um fyrir átta árum. Sú stjórnarskrá raskar valdajafnvæginu og styrkir þingið á kostnað ríkisstjórnar. Þeir gætu kannski hugsað sér einhverjar vel valdar greinar eftir að búið væri að pússa af þeim vankantana en það segir sig sjálft að aukið aðhald og upplýsingaskylda auðveldar þeim ekki verkin. Ég meina, hvaða starfsmaður kýs aukið aðhald? Enginn. Maður gæti haldið að þingmenn mundu vilja þessa nýju stjórnarskrá fyrst það styrkir þingið en í raun er þar harðasta andstaðan. Það finnast auðvitað þingmenn sem hafa nýju stjórnarskrána á stefnuskrá sinni og sumir styðja hana jafnvel í raun og veru, en heilt yfir þá eru þeir á móti henni. Í fyrsta lagi þá er enginn sem býður sig fram til þings til að verða þingmaður, enda er enginn fyrir kosningar að spá í hver verði formaður í velferðarnefndar þingsins. Keppnin snýst um að komast í ráðherrastóla og þegar maður nær ráðherrastól þá vill maður þá gömlu sem gefur hverjum ráðherra nánast konungsvald í sínum málaflokki. Þar fyrir utan er nýja stjórnarskráin beint tilræði við starfsöryggi fjölmargra þingmanna. Persónukjör veldur því að engin þingsæti verða lengur "örugg". Jafnt vægi atkvæða kallar á uppstokkun, því þótt margir landsbyggðarþingmenn hafi í raun búið í bænum í áratugi og geti auðveldlega fært sig um kjördæmi, þá fylgir því alltaf áhætta. Og svo, með brottfalli 5% reglunnar, munu stóru flokkarnir ekki lengur græða auka þingsæti heldur gætu litlir flokkar komist að, jafnvel með því að bjóða fram í aðeins einu eða tveimur kjördæmum. Að lokum þá vilja fyrirtækin ekkert hafa með nýju stjórnarskána að gera, að minnst kosti ekki stórfyrirtækin. Ekki nóg með að þessi kommúnistaskrá taki fram að starfsmenn hafi rétt til mannsæmandi vinnuskilyrða og sanngjarna launa heldur eru náttúruákvæðin líka heftandi fyrir atvinnulífið. Auðvitað er enginn á móti heilnæmu umhverfi, en eigum við ekki nóg af því? Sama með sjálfbærni við nýtingu auðlinda, hún hljómar vel á tyllidögum en ekki ef hún hamlar vexti öflugra fyrirtækja. Og talandi um auðlindirnar. Við vitum öll að fyrirtækin sem hafa séð um að veiða fiskinn fyrir okkur munu aldrei sætta sig við þessa nýju stjórnarskrá. Enda mundi enginn sætta sig við að fara að borga fyrir eitthvað sem hann hefur getað gengið að nánast frítt í áratugi. Það er þess vegna sem ég segi að það vill enginn þessa nýju stjórnarskrá, nema meirihluti kjósenda í lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Og kannski þú. En þá átt þú að fara á síðuna www.nystjornarskra.is og bæta nafni þínu á undirskriftalistann. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú er í gangi mikil söfnun undirskrifta til að krefjast þess að Alþingi samþykki nýju stjórnarskrána. En hverjir vilja eiginlega þessa blessuðu nýju stjórnarskrá? Fræðasamfélagið á Íslandi þekkir þessi mál betur en nokkur annar og fyrir utan einhverja sérvitringa vill það ekki sjá hana. Vissulega er núverandi stjórnarskrá ekkert fullkomin, ekkert mannanna verk er það, og þess vegna getur hún stundum verið ruglandi og virkað í mótsögn við sjálfa sig. En lögfræðingar og stjórnsýslusérfræðingar kunna á hana og koma gjarnan í fjölmiðla til þess að útskýra þessar flækjur fyrir okkur. Sumir hafa jafnvel gert það að ævistarfi sínu að túlka flóknustu atriði hennar og þeim finnst lítið koma til þeirrar nýju. Enda var hún skrifuð af fólki sem margt var ekki lögfræðimenntað og undir miklum áhrifum af Þjóðfundinum. Þau sjá það ekki síst af orðalaginu sem er alls ekki nógu lagatæknilegt. Þau hafa engan áhuga á þessari áhugamannastjórnarskrá. Sumir ráðherrar vilja gjarna breyta stjórnarskránni, en það þýðir ekki að þeir vilji þessa sem kosið var um fyrir átta árum. Sú stjórnarskrá raskar valdajafnvæginu og styrkir þingið á kostnað ríkisstjórnar. Þeir gætu kannski hugsað sér einhverjar vel valdar greinar eftir að búið væri að pússa af þeim vankantana en það segir sig sjálft að aukið aðhald og upplýsingaskylda auðveldar þeim ekki verkin. Ég meina, hvaða starfsmaður kýs aukið aðhald? Enginn. Maður gæti haldið að þingmenn mundu vilja þessa nýju stjórnarskrá fyrst það styrkir þingið en í raun er þar harðasta andstaðan. Það finnast auðvitað þingmenn sem hafa nýju stjórnarskrána á stefnuskrá sinni og sumir styðja hana jafnvel í raun og veru, en heilt yfir þá eru þeir á móti henni. Í fyrsta lagi þá er enginn sem býður sig fram til þings til að verða þingmaður, enda er enginn fyrir kosningar að spá í hver verði formaður í velferðarnefndar þingsins. Keppnin snýst um að komast í ráðherrastóla og þegar maður nær ráðherrastól þá vill maður þá gömlu sem gefur hverjum ráðherra nánast konungsvald í sínum málaflokki. Þar fyrir utan er nýja stjórnarskráin beint tilræði við starfsöryggi fjölmargra þingmanna. Persónukjör veldur því að engin þingsæti verða lengur "örugg". Jafnt vægi atkvæða kallar á uppstokkun, því þótt margir landsbyggðarþingmenn hafi í raun búið í bænum í áratugi og geti auðveldlega fært sig um kjördæmi, þá fylgir því alltaf áhætta. Og svo, með brottfalli 5% reglunnar, munu stóru flokkarnir ekki lengur græða auka þingsæti heldur gætu litlir flokkar komist að, jafnvel með því að bjóða fram í aðeins einu eða tveimur kjördæmum. Að lokum þá vilja fyrirtækin ekkert hafa með nýju stjórnarskána að gera, að minnst kosti ekki stórfyrirtækin. Ekki nóg með að þessi kommúnistaskrá taki fram að starfsmenn hafi rétt til mannsæmandi vinnuskilyrða og sanngjarna launa heldur eru náttúruákvæðin líka heftandi fyrir atvinnulífið. Auðvitað er enginn á móti heilnæmu umhverfi, en eigum við ekki nóg af því? Sama með sjálfbærni við nýtingu auðlinda, hún hljómar vel á tyllidögum en ekki ef hún hamlar vexti öflugra fyrirtækja. Og talandi um auðlindirnar. Við vitum öll að fyrirtækin sem hafa séð um að veiða fiskinn fyrir okkur munu aldrei sætta sig við þessa nýju stjórnarskrá. Enda mundi enginn sætta sig við að fara að borga fyrir eitthvað sem hann hefur getað gengið að nánast frítt í áratugi. Það er þess vegna sem ég segi að það vill enginn þessa nýju stjórnarskrá, nema meirihluti kjósenda í lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Og kannski þú. En þá átt þú að fara á síðuna www.nystjornarskra.is og bæta nafni þínu á undirskriftalistann. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun