Körfuboltaofvitinn í Denver Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2020 13:01 Nikola Jokic skýtur yfir Ivica Zubac. getty/Michael Reaves Það er vel við hæfi að Disney World í Orlando sé sögusvið ævintýris Denver Nuggets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Denver tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í fyrsta sinn í ellefu ár eftir sigur á Los Angeles Clippers, 89-104, í oddaleik aðfaranótt þriðjudags. Denver vann einvígið, 4-3, þrátt fyrir að hafa lent 3-1 undir. Það sama gerðist í einvíginu gegn Utah Jazz í 1. umferð úrslitakeppninnar. Fyrir tímabilið í ár höfðu aðeins ellefu lið í sögu NBA komist áfram eftir að hafa lent 3-1 undir og ekkert í sömu úrslitakeppninni. Afrek Denver er því stórt og mikið. Aðalleikarinn í Utah-einvíginu var Jamal Murray sem skoraði tvisvar sinnum 50 stig og var með 31,2 stig að meðaltali í leik. Í Clippers-einvíginu var serbneski miðherjinn Nikola Jokic hins vegar aðalkarlinn og fór á kostum. Í oddaleiknum bauð hann upp á sextán stig, 22 fráköst og þrettán stoðsendingar. Hann var kominn með þrefalda tvennu í 3. leikhluta. Í einvíginu var Jokic með 24,4 stig, 13,4 fráköst og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Skotnýtingin var líka til fyrirmyndar; 52 prósent utan af velli, 39,5 prósent í þriggja stiga skotum og 81,5 prósent í vítaskotum. Nikola Jokic í einvíginu gegn LA Clippers Leikur 1: 15 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar Leikur 2: 26 stig, 18 fráköst, 4 stoðsendingar Leikur 3: 32 stig, 12 fráköst, 8 stoðsendingar Leikur 4: 26 stig, 11 fráköst, 6 stoðsendingar Leikur 5: 22 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar Leikur 6: 34 stig, 14 fráköst, 7 stoðsendingar Leikur 7: 16 stig, 22 fráköst, 13 stoðsendingar Jokic er ekki mikill fyrir íþróttamann að sjá; hann hleypur ekki hratt, hoppar ekki hátt og virðist ekki vera í neitt sérstaklega góðu formi. En hann hefur ótrúlega tilfininngu fyrir leiknum og líkt og Haley Joel Osment í The Sixth Sense sér hann hluti sem aðrir sjá ekki. Jokic er nefnilega frábær sendingamaður og skilar stoðsendingatölfræði sem flestir leikstjórnendur væru stoltir af. Jeff van Gundy, sem lýsti oddaleiknum á ESPN ásamt Mike Breen og Mark Jackson, gekk svo langt að kalla Jokic besta stóra sendingamann allra tíma. Í fyrri hálfleik var hann reyndar enn á því að það væri Bill Walton en í þeim seinni var hann kominn á aðra skoðun. watch on YouTube Jokic er stundum kallaður Joker en hann á fátt sameiginlegt með ófétinu úr Batman nema nafnið. Á meðan Jókerinn þríft á stjórnleysi og djöfulgangi er Jokic ímynd hinnar ísköldu yfirvegunar. Hann er gríðarlega þolinmóður og velur nánast alltaf besta kostinn í hverri stöðu. Og öfugt við Jókerinn sýnir hann nánast engar tilfinningar og stekkur varla bros. Jokic er aðeins að leika í sinni annarri úrslitakeppni á ferlinum og tölfræðin þar er mögnuð; 25,3 stig, 11,9 fráköst og 7,2 stoðsendingar. Í deildakeppninni á ferlinum er hann með 17,0 stig, 9,6 fráköst og 5,5 stoðsendingar. Serbinn er því betri þegar mest á reynir. Denver valdi Jokic með 41. valrétti í nýliðavalinu 2014 og Serbinn kom til liðsins ári seinna. Hann var í þriðja sæti í valinu á nýliða ársins í NBA 2016 og var valinn í fyrsta úrvalslið nýliða. Sama ár vann Jokic til silfurverðlauna með serbneska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó. Síðan hefur Jokic bara orðið betri og betri. Á síðasta tímabili komst Denver í undanúrslit Vesturdeildarinnar og Jokic var valinn til að spila í Stjörnuleiknum og í fyrsta úrvalslið NBA-deildarinnar. Í úrslitakeppninni í fyrra skilaði Jokic 25,1 stigi, 13,0 fráköstum og 8,4 stoðsendingum að meðaltali í leik og sýndi hvers hann er megnugur. Nú er Denver-liðið orðið betra, þéttara og virðist ekki kunna að gefast upp. Í úrslitakeppninni hefur Denver leikið sex leiki þar sem tímabilið er undir og unnið þá alla. Í nótt hefjast úrslit Vesturdeildarinnar þar sem Denver glímir við hitt liðið í Los Angeles, LeBron James og félaga í Lakers. Vondu fréttirnar fyrir Denver er að Jokic hefur ekki átt neitt sérstaka leiki gegn Lakers í vetur. Í fjórum leikjum gegn Lakers var hann með 16,3 stig, 5,8 fráköst og 5,8 stoðsendingar að meðaltali. En Denver hefur áður storkað körfuboltalögmálunum í búbblunni í Orlandi og ef það er eitthvað sem síðustu vikur hafa kennt okkur er það að ævintýrin gerast í Disney World. NBA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Það er vel við hæfi að Disney World í Orlando sé sögusvið ævintýris Denver Nuggets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Denver tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar í fyrsta sinn í ellefu ár eftir sigur á Los Angeles Clippers, 89-104, í oddaleik aðfaranótt þriðjudags. Denver vann einvígið, 4-3, þrátt fyrir að hafa lent 3-1 undir. Það sama gerðist í einvíginu gegn Utah Jazz í 1. umferð úrslitakeppninnar. Fyrir tímabilið í ár höfðu aðeins ellefu lið í sögu NBA komist áfram eftir að hafa lent 3-1 undir og ekkert í sömu úrslitakeppninni. Afrek Denver er því stórt og mikið. Aðalleikarinn í Utah-einvíginu var Jamal Murray sem skoraði tvisvar sinnum 50 stig og var með 31,2 stig að meðaltali í leik. Í Clippers-einvíginu var serbneski miðherjinn Nikola Jokic hins vegar aðalkarlinn og fór á kostum. Í oddaleiknum bauð hann upp á sextán stig, 22 fráköst og þrettán stoðsendingar. Hann var kominn með þrefalda tvennu í 3. leikhluta. Í einvíginu var Jokic með 24,4 stig, 13,4 fráköst og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Skotnýtingin var líka til fyrirmyndar; 52 prósent utan af velli, 39,5 prósent í þriggja stiga skotum og 81,5 prósent í vítaskotum. Nikola Jokic í einvíginu gegn LA Clippers Leikur 1: 15 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar Leikur 2: 26 stig, 18 fráköst, 4 stoðsendingar Leikur 3: 32 stig, 12 fráköst, 8 stoðsendingar Leikur 4: 26 stig, 11 fráköst, 6 stoðsendingar Leikur 5: 22 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar Leikur 6: 34 stig, 14 fráköst, 7 stoðsendingar Leikur 7: 16 stig, 22 fráköst, 13 stoðsendingar Jokic er ekki mikill fyrir íþróttamann að sjá; hann hleypur ekki hratt, hoppar ekki hátt og virðist ekki vera í neitt sérstaklega góðu formi. En hann hefur ótrúlega tilfininngu fyrir leiknum og líkt og Haley Joel Osment í The Sixth Sense sér hann hluti sem aðrir sjá ekki. Jokic er nefnilega frábær sendingamaður og skilar stoðsendingatölfræði sem flestir leikstjórnendur væru stoltir af. Jeff van Gundy, sem lýsti oddaleiknum á ESPN ásamt Mike Breen og Mark Jackson, gekk svo langt að kalla Jokic besta stóra sendingamann allra tíma. Í fyrri hálfleik var hann reyndar enn á því að það væri Bill Walton en í þeim seinni var hann kominn á aðra skoðun. watch on YouTube Jokic er stundum kallaður Joker en hann á fátt sameiginlegt með ófétinu úr Batman nema nafnið. Á meðan Jókerinn þríft á stjórnleysi og djöfulgangi er Jokic ímynd hinnar ísköldu yfirvegunar. Hann er gríðarlega þolinmóður og velur nánast alltaf besta kostinn í hverri stöðu. Og öfugt við Jókerinn sýnir hann nánast engar tilfinningar og stekkur varla bros. Jokic er aðeins að leika í sinni annarri úrslitakeppni á ferlinum og tölfræðin þar er mögnuð; 25,3 stig, 11,9 fráköst og 7,2 stoðsendingar. Í deildakeppninni á ferlinum er hann með 17,0 stig, 9,6 fráköst og 5,5 stoðsendingar. Serbinn er því betri þegar mest á reynir. Denver valdi Jokic með 41. valrétti í nýliðavalinu 2014 og Serbinn kom til liðsins ári seinna. Hann var í þriðja sæti í valinu á nýliða ársins í NBA 2016 og var valinn í fyrsta úrvalslið nýliða. Sama ár vann Jokic til silfurverðlauna með serbneska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó. Síðan hefur Jokic bara orðið betri og betri. Á síðasta tímabili komst Denver í undanúrslit Vesturdeildarinnar og Jokic var valinn til að spila í Stjörnuleiknum og í fyrsta úrvalslið NBA-deildarinnar. Í úrslitakeppninni í fyrra skilaði Jokic 25,1 stigi, 13,0 fráköstum og 8,4 stoðsendingum að meðaltali í leik og sýndi hvers hann er megnugur. Nú er Denver-liðið orðið betra, þéttara og virðist ekki kunna að gefast upp. Í úrslitakeppninni hefur Denver leikið sex leiki þar sem tímabilið er undir og unnið þá alla. Í nótt hefjast úrslit Vesturdeildarinnar þar sem Denver glímir við hitt liðið í Los Angeles, LeBron James og félaga í Lakers. Vondu fréttirnar fyrir Denver er að Jokic hefur ekki átt neitt sérstaka leiki gegn Lakers í vetur. Í fjórum leikjum gegn Lakers var hann með 16,3 stig, 5,8 fráköst og 5,8 stoðsendingar að meðaltali. En Denver hefur áður storkað körfuboltalögmálunum í búbblunni í Orlandi og ef það er eitthvað sem síðustu vikur hafa kennt okkur er það að ævintýrin gerast í Disney World.
Leikur 1: 15 stig, 3 fráköst, 3 stoðsendingar Leikur 2: 26 stig, 18 fráköst, 4 stoðsendingar Leikur 3: 32 stig, 12 fráköst, 8 stoðsendingar Leikur 4: 26 stig, 11 fráköst, 6 stoðsendingar Leikur 5: 22 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar Leikur 6: 34 stig, 14 fráköst, 7 stoðsendingar Leikur 7: 16 stig, 22 fráköst, 13 stoðsendingar
NBA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira