Nýi CrossFit stjórinn gaf tóninnn fyrir heimsleikana með því að gera fyrstu æfinguna sjálfur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 11:45 Eric Roza á ekki bara CrossFit því hann elskar líka að stunda CrossFit. Skjámynd/Youtube Eric Roza tók við stjórninni í CrossFit samtökunum eftir stormasamt sumar og í dag hefjast fyrstu heimsleikarnir í stjórnartíð hans. Roza ákvað að gefa tóninn með sérstökum hætti en hann hefur þegar breytt algjörlega andrúmsloftinu í CrossFit heiminum eftir mikið óveður í stjórnartíð Greg Glassman. Það er heldur betur óvanalegt að sjá yfirmann sinnar íþróttar svitna á gólfinu. Það er enginn að fara að sjá forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, Alþjóða sundsambandsins eða Alþjóða körfuboltasambandsins reyna sig mikið í sínum íþróttagreinum á opinberum vettvangi. Margir þeirra áttu vissulega sinn ferill í íþróttinni en skórnir eru fyrir löngu komnir upp á hillu. Ef að fyrrnefndir forsetar reyna sig við sína íþrótt þá gera þeir það örugglega á bak við luktar dyr og alls ekki þegar það er verið að taka þá upp. Eric Roza Demonstrates Friendly Fran, The First Event From 2020 CrossFit Games https://t.co/on6DFicfE5 #bodybuilding #fitness— Fitness Volt (@fitness_volt) September 17, 2020 Eric Roza er ekki hins vegar enginn venjulegur yfirmaður eða eigandi. Nýi CrossFit stjórinn er sjálfur mikill áhugamaður um sína íþrótt og stundar hana af kappi. Jú eigandi og yfirmaður CrossFit samtakanna er líka í þrusu formi og svo góðu formi að hann gaf færi á sér og tók sjálfan sig upp við að gera fyrstu æfinguna sem keppt verið í á heimsleikunum í ár. Fyrsta grein heimsleikanna í ár verður æfing sem ber vinalega nafnið Friendly Fran en hún er samt ekki svo vinaleg heldur reynir hún vel á. Þetta er lyftingagrein þar sem karlarnir lyfta 52 kílóum og konurnar lyfti 39 kílói 21 sinni (thrusters) og fylgja því síðan eftir með því að hífa sig upp á slá 21 sinni (chest-to-bar pull-ups). Það eru síðan þrjár umferðir af þessu. Eric Roza setti inn myndband af sér á CrossFit síðuna þar sem sjá má hann gera þessa æfingu. Roza kláraði hana á 8 mínútum og 43 sekúndum. Það verður fróðlegt að sjá það í dag hvort allir 60 keppendurnir á heimsleikunum takist að slá honum við. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem var sett saman af Eric Roza að klára Friendly Fran æfinguna. watch on YouTube CrossFit Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sjá meira
Eric Roza tók við stjórninni í CrossFit samtökunum eftir stormasamt sumar og í dag hefjast fyrstu heimsleikarnir í stjórnartíð hans. Roza ákvað að gefa tóninn með sérstökum hætti en hann hefur þegar breytt algjörlega andrúmsloftinu í CrossFit heiminum eftir mikið óveður í stjórnartíð Greg Glassman. Það er heldur betur óvanalegt að sjá yfirmann sinnar íþróttar svitna á gólfinu. Það er enginn að fara að sjá forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, Alþjóða sundsambandsins eða Alþjóða körfuboltasambandsins reyna sig mikið í sínum íþróttagreinum á opinberum vettvangi. Margir þeirra áttu vissulega sinn ferill í íþróttinni en skórnir eru fyrir löngu komnir upp á hillu. Ef að fyrrnefndir forsetar reyna sig við sína íþrótt þá gera þeir það örugglega á bak við luktar dyr og alls ekki þegar það er verið að taka þá upp. Eric Roza Demonstrates Friendly Fran, The First Event From 2020 CrossFit Games https://t.co/on6DFicfE5 #bodybuilding #fitness— Fitness Volt (@fitness_volt) September 17, 2020 Eric Roza er ekki hins vegar enginn venjulegur yfirmaður eða eigandi. Nýi CrossFit stjórinn er sjálfur mikill áhugamaður um sína íþrótt og stundar hana af kappi. Jú eigandi og yfirmaður CrossFit samtakanna er líka í þrusu formi og svo góðu formi að hann gaf færi á sér og tók sjálfan sig upp við að gera fyrstu æfinguna sem keppt verið í á heimsleikunum í ár. Fyrsta grein heimsleikanna í ár verður æfing sem ber vinalega nafnið Friendly Fran en hún er samt ekki svo vinaleg heldur reynir hún vel á. Þetta er lyftingagrein þar sem karlarnir lyfta 52 kílóum og konurnar lyfti 39 kílói 21 sinni (thrusters) og fylgja því síðan eftir með því að hífa sig upp á slá 21 sinni (chest-to-bar pull-ups). Það eru síðan þrjár umferðir af þessu. Eric Roza setti inn myndband af sér á CrossFit síðuna þar sem sjá má hann gera þessa æfingu. Roza kláraði hana á 8 mínútum og 43 sekúndum. Það verður fróðlegt að sjá það í dag hvort allir 60 keppendurnir á heimsleikunum takist að slá honum við. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem var sett saman af Eric Roza að klára Friendly Fran æfinguna. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Fleiri fréttir Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sjá meira