Rómantísk þjóðkirkja Skúli S. Ólafsson skrifar 18. september 2020 10:30 Nú fara breyttir tímar í hönd í trúmálum. Innan tíðar verður lagt fram frumvarp á Alþingi að nýjum lögum um þjóðkirkjuna sem fær þá fulla stjórn yfir eigin málum sínum. Kirkjuþing er æðsta stjórn kirkjunnar og þess bíða stór verkefni við að búa þetta fjölmenna og litríka samfélag undir nýja tíma. Þetta fyrirkomulag sem við köllum þjóðkirkju er þó fremur nýtt af nálinni, a.m.k. á mælikvarða kirkjusögunnar. Hugtakið verður til snemma á 19. öld í hugmyndastraumum sem gjarnan eru kenndir við rómantík. Já, rétt er að vara við smellubeitu áður en lengra er haldið: þjóðkirkjan er rómantísk í sögulegu ljósi. Valdið kemur að neðan Hugmyndin um þjóðkirkju varð til í upphafi 19. aldar og dregur dám af tíðarandanum: rómantíska skeiðinu, þar sem tilfinningar fengu aukinn gaum og valdið átti að koma frá fólkinu/þjóðinni. Áratugina á undan hafði kristindómurinn mátt þola harða ágjöf. Upplýsingarmenn gagnrýndu trúarkenningar og því til viðbótar höfðu herir Napóleons farið um álfuna svo margar kirkjur stóðu eftir grátt leiknar og tekjulitlar. Hugsuðir fundu sér efnivið í manni og náttúru fremur en í sögum Biblíunnar. Sú skipan kirkjumála sem áður hafði verið við lýði, riðaði til falls og tími var kominn til að skoða málin upp á nýtt. Sá sem lagði mest til þeirra mála var þýski guðfræðingurinn Friedrich Schleiermacher (1768-1834) og er hann talinn vera faðir hugmyndarinnar um þjóðkirkju. Megininntak hennar er að þjóðin/fólkið eigi að stjórna kirkjunni með lýðræðislegum hætti. Hann taldi að kirkjur ættu ekki að vera vettvangur trúboðs heldur ættu þær að mæta þörfum fólks fyrir að tilheyra samfélagi og að búa við frelsi til athafna og ákvarðana. Það er því trúarþörf sem kallar fram kirkjuna, því er ekki öfugt farið. Schleiermacher taldi rætur margra vandamála innan kirkjunnar mætti rekja til náinna tengsla hennar við ríkisvaldið. Stjórn kirkjunnar ætti fremur heima í höndum sjálfstætt starfandi kirkjuþings þar sem leikmenn væru í meirihluta. Slíkt þing gæti leitt kirkjuna áfram á grundvelli samtals og almennrar þátttöku. Valdið í kirkjunni átti því ekki að koma að ofan, heldur að neðan, frá grasrótinni. Frelsi og frumkvæði Þetta þóttu mikil tíðindi. Þegar trúfrelsi komst síðan á í vestrænum samfélögum, með stjórnarskrám, fengu kenningar Schleiermachers á ný aukið vægi. Þær urðu nokkurs konar stefnumótun fyrir þjóðkirkjur sem fetuðu sig inn í nýtt lýðræðisumhverfi. Sú íslenska leit ekki dagsins ljós fyrr en 1874. Hún hefði væntanlega orðið til í kjölfar þjóðfundarins 1851, en orðin: „vér mótmælum allir“ seinkuði henni um tæpan aldarfjórðung! Þjóðkirkjan á í þessum anda að taka mið af tilfinningum fólks og þær eru síkvikar. Trúarlíf fólks er að sama skapi breytilegt frá einum tíma til annars. Það er því ekki á skjön við tilgang hennar og eðli þótt hún stígi fram og geri eitthvað alveg nýtt, eitthvað sem engum hefði dottið í hug fáeinum árum fyrr. Það er þvert á móti í samræmi við þessar hugsjónir. Við þurfum bara að leyfa slíkum aðgerðum að fara í gegnum skilvirka flæðilínu lýðræðislegs samtals í því skyni að finna heppilegan vettvang og ákjósanlegt form. Þjóðkirkja er því ekki valdastofnun sem stjórnar að ofan, heldur lýðræðislegt félag sem starfar í anda þjónustu, umburðarlyndis og lætur sig varða tilfinningar fólks og líðan. Að baki þessu býr sú fullvissa að heimurinn eigi sér upphaf og tilgang í þeim Guði sem opinberar sig sem Jesús Kristur. Kirkjuþing, grasrótarhreyfing kirkjunnar, sem hefur völdin í hendi sér mun vonandi halda inn í nýja tíma með þessar hugsjónir að leiðarljósi. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Skúli S. Ólafsson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nú fara breyttir tímar í hönd í trúmálum. Innan tíðar verður lagt fram frumvarp á Alþingi að nýjum lögum um þjóðkirkjuna sem fær þá fulla stjórn yfir eigin málum sínum. Kirkjuþing er æðsta stjórn kirkjunnar og þess bíða stór verkefni við að búa þetta fjölmenna og litríka samfélag undir nýja tíma. Þetta fyrirkomulag sem við köllum þjóðkirkju er þó fremur nýtt af nálinni, a.m.k. á mælikvarða kirkjusögunnar. Hugtakið verður til snemma á 19. öld í hugmyndastraumum sem gjarnan eru kenndir við rómantík. Já, rétt er að vara við smellubeitu áður en lengra er haldið: þjóðkirkjan er rómantísk í sögulegu ljósi. Valdið kemur að neðan Hugmyndin um þjóðkirkju varð til í upphafi 19. aldar og dregur dám af tíðarandanum: rómantíska skeiðinu, þar sem tilfinningar fengu aukinn gaum og valdið átti að koma frá fólkinu/þjóðinni. Áratugina á undan hafði kristindómurinn mátt þola harða ágjöf. Upplýsingarmenn gagnrýndu trúarkenningar og því til viðbótar höfðu herir Napóleons farið um álfuna svo margar kirkjur stóðu eftir grátt leiknar og tekjulitlar. Hugsuðir fundu sér efnivið í manni og náttúru fremur en í sögum Biblíunnar. Sú skipan kirkjumála sem áður hafði verið við lýði, riðaði til falls og tími var kominn til að skoða málin upp á nýtt. Sá sem lagði mest til þeirra mála var þýski guðfræðingurinn Friedrich Schleiermacher (1768-1834) og er hann talinn vera faðir hugmyndarinnar um þjóðkirkju. Megininntak hennar er að þjóðin/fólkið eigi að stjórna kirkjunni með lýðræðislegum hætti. Hann taldi að kirkjur ættu ekki að vera vettvangur trúboðs heldur ættu þær að mæta þörfum fólks fyrir að tilheyra samfélagi og að búa við frelsi til athafna og ákvarðana. Það er því trúarþörf sem kallar fram kirkjuna, því er ekki öfugt farið. Schleiermacher taldi rætur margra vandamála innan kirkjunnar mætti rekja til náinna tengsla hennar við ríkisvaldið. Stjórn kirkjunnar ætti fremur heima í höndum sjálfstætt starfandi kirkjuþings þar sem leikmenn væru í meirihluta. Slíkt þing gæti leitt kirkjuna áfram á grundvelli samtals og almennrar þátttöku. Valdið í kirkjunni átti því ekki að koma að ofan, heldur að neðan, frá grasrótinni. Frelsi og frumkvæði Þetta þóttu mikil tíðindi. Þegar trúfrelsi komst síðan á í vestrænum samfélögum, með stjórnarskrám, fengu kenningar Schleiermachers á ný aukið vægi. Þær urðu nokkurs konar stefnumótun fyrir þjóðkirkjur sem fetuðu sig inn í nýtt lýðræðisumhverfi. Sú íslenska leit ekki dagsins ljós fyrr en 1874. Hún hefði væntanlega orðið til í kjölfar þjóðfundarins 1851, en orðin: „vér mótmælum allir“ seinkuði henni um tæpan aldarfjórðung! Þjóðkirkjan á í þessum anda að taka mið af tilfinningum fólks og þær eru síkvikar. Trúarlíf fólks er að sama skapi breytilegt frá einum tíma til annars. Það er því ekki á skjön við tilgang hennar og eðli þótt hún stígi fram og geri eitthvað alveg nýtt, eitthvað sem engum hefði dottið í hug fáeinum árum fyrr. Það er þvert á móti í samræmi við þessar hugsjónir. Við þurfum bara að leyfa slíkum aðgerðum að fara í gegnum skilvirka flæðilínu lýðræðislegs samtals í því skyni að finna heppilegan vettvang og ákjósanlegt form. Þjóðkirkja er því ekki valdastofnun sem stjórnar að ofan, heldur lýðræðislegt félag sem starfar í anda þjónustu, umburðarlyndis og lætur sig varða tilfinningar fólks og líðan. Að baki þessu býr sú fullvissa að heimurinn eigi sér upphaf og tilgang í þeim Guði sem opinberar sig sem Jesús Kristur. Kirkjuþing, grasrótarhreyfing kirkjunnar, sem hefur völdin í hendi sér mun vonandi halda inn í nýja tíma með þessar hugsjónir að leiðarljósi. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar