Fyrrverandi ráðgjafi Pence segir Trump standa á sama um mannslíf Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2020 16:20 Pence varaforseti hefur leitt aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirunnar. Hann svaraði spurningum fréttamanna um gagnrýni Troye, fyrrverandi ráðgjafa hans, í gær. AP/Andrew Harnik Háttsettur ráðgjafi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna sem sat í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins en sagði af sér í síðasta mánuði hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda demókrata. Hann segir að viðbrögð ríkisstjórnarinnar við faraldrinum sýni að Donald Trump forseta „standi algerlega á sama um mannslíf“. Olivia Troye, sem var þjóðaröryggis-, hryðjuverka- og kórónuveiruráðgjafi Pence, lét af störfum í ágúst. Hún segist hafa verið repúblikani alla sína tíð en reynsla hennar í Hvíta húsinu hafi sannfært hana um að greiða Biden atkvæði sitt í forsetakosningunum 3. nóvember. „Orðræða forsetans og árásir hans á fólk innan ríkisstjórnarinnar sem er að reyna að vinna vinnuna sína auk þess sem hann dreifir fölskum frásögnum og röngum upplýsingum um veiruna hefur gert áframhaldandi viðbrögðin að klúðri,“ segir Troye í viðtali við Washington Post. Um 200.000 manns hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum, fleiri en í nokkru öðru ríki. Viðbrögð alríkisstjórnar Trump við honum hafa verið harðlega gagnrýnd. Trump hefur vísvitandi og gegn betri vitund gert lítið úr alvarleika faraldursins og ríkisstjórn hans vanrækt að búa til áætlun um skimun og smitrakningu. Alríkisstjórnin kaus einnig að láta einstök ríki sjá um að bregðast við veirunni sem leiddi til þess að þau þurftu að keppa sín á milli um nauðsynlegan búnað, þar á meðal öndunarvélar og hlífðarbúnað. Sleppur við að taka í höndina á „viðbjóðslegu“ fólki Troye fer hörðum orðum um forsetann og viðbrögð stjórnarinnar við faraldrinum. Ráðgjafar Pence hafi fyrirlitið vísindamenn sem ráðlögðu ríkisstjórninni og vildu þess í stað draga upp mun bjartsýnni mynd af stöðunni en efni stóðu til. Trump sjálfur hafi svo ítrekað grafið undan ráðleggingum yfirvalda opinberlega, þar á meðal um grímunotkun og félagsforðun. Sjálf segist Troye myndu taka bóluefni gegn veirunni sem væri samþykkt fyrir kosningar með miklum fyrirvara. „Ég myndi ekki ráðleggja neinum sem mér er annt um að taka bóluefni sem kæmi fyrir kosningarnar. Ég myndi hlusta á sérfræðingana […] og ég myndi bíða til að fullvissa mig um að bóluefnið væri öruggt en ekki leikmunur sem tengdist kosningunum,“ segir Troye sem tók ríkan þátt í starfi aðgerðahópsins sem Pence stýrði. Trump var sjálfur sjaldnast viðstaddur fundi aðgerðahópsins. Á einum þeim fáu fundum sem hann mætti á varði hann 45 mínútum í að ræða um hversu illa tilteknir sjónvarpsmenn á Fox News-sjónvarpsstöðinni kæmu fram við hann. Í myndbandi sem Troye kemur fram í fyrir hóp repúblikana sem vinnur gegn endurkjöri Trump fullyrðir hún að Trump hafi séð björtu hliðarnar á faraldrinum á einum fundanna í Hvíta húsinu. Sóttvarnareglur þýddu að hann þyrfti ekki að taka í höndina á „þessu viðbjóðslega fólki“. Þar hafi forsetinn átt við sína eigin stuðningsmenn en sýklahræðsla hans er víðfræg. „Sannleikurinn er að honum er sama um alla nema sjálfan sig,“ segir Troye í myndbandinu. In this new ad @OliviaTroye reveals that during a COVID task force meeting, President Trump said "Maybe this COVID thing is a good thing. I don't have to shake hands with these disgusting people." WOW. pic.twitter.com/1W1tQgZCWv— Republican Voters Against Trump (@RVAT2020) September 17, 2020 Afskrifa Troye sem óánægðan fyrrverandi starfsmann Trump og Pence afskrifuðu gagnrýnina og Troye sem „óánæðan fyrrverandi starfsmann“. Hvíta húsið fullyrti í yfirlýsingu að Troye hafi hætt því hún hafi ekki verið starfi sínu vaxin. „Ég hef ekki hugmynd um hver hún er. Ég hef aldrei hitt hana, eftir því sem ég veit best. Kannski var hún í herbergi. Ég hef enga hugmynd um hver hún er. Hún þekkir mig ekki,“ sagði Trump við fréttamenn í gær. Pence, sem Troye tók sérstaklega fram að hún vildi ekki gagnrýna, sagðist ekki hafa lesið ummæli henni nákvæmlega. „En mér virðist þetta vera enn einn óánægði fyrrverandi starfsmaðurinn sem hefur ákveðið að blanda sér í pólitík á kosningaári,“ sagði Pence. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47 Telja Trump ógn við þjóðaröryggi: Kallaði Merkel kanslara „heimska“ í símtali Símtöl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við erlenda þjóðarleiðtoga ollu fyrrverandi ráðherrum og ráðgjöfum hans áhyggjum af því að forsetinn væri sjálfur ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 30. júní 2020 15:11 Bush á meðal repúblikana sem ætla ekki að kjósa Trump Nokkrir áhrifamenn í Repúblikanaflokknum ætla annað hvort ekki að kjósa Donald Trump í forsetakosningunum í haust eða jafnvel greiða Joe Biden, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt. George W. Bush, fyrrverandi forseti, er á meðal þeirra sem ætlar ekki að styðja Trump til endurkjörs. 7. júní 2020 12:13 Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Háttsettur ráðgjafi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna sem sat í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins en sagði af sér í síðasta mánuði hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden, frambjóðanda demókrata. Hann segir að viðbrögð ríkisstjórnarinnar við faraldrinum sýni að Donald Trump forseta „standi algerlega á sama um mannslíf“. Olivia Troye, sem var þjóðaröryggis-, hryðjuverka- og kórónuveiruráðgjafi Pence, lét af störfum í ágúst. Hún segist hafa verið repúblikani alla sína tíð en reynsla hennar í Hvíta húsinu hafi sannfært hana um að greiða Biden atkvæði sitt í forsetakosningunum 3. nóvember. „Orðræða forsetans og árásir hans á fólk innan ríkisstjórnarinnar sem er að reyna að vinna vinnuna sína auk þess sem hann dreifir fölskum frásögnum og röngum upplýsingum um veiruna hefur gert áframhaldandi viðbrögðin að klúðri,“ segir Troye í viðtali við Washington Post. Um 200.000 manns hafa látið lífið í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum, fleiri en í nokkru öðru ríki. Viðbrögð alríkisstjórnar Trump við honum hafa verið harðlega gagnrýnd. Trump hefur vísvitandi og gegn betri vitund gert lítið úr alvarleika faraldursins og ríkisstjórn hans vanrækt að búa til áætlun um skimun og smitrakningu. Alríkisstjórnin kaus einnig að láta einstök ríki sjá um að bregðast við veirunni sem leiddi til þess að þau þurftu að keppa sín á milli um nauðsynlegan búnað, þar á meðal öndunarvélar og hlífðarbúnað. Sleppur við að taka í höndina á „viðbjóðslegu“ fólki Troye fer hörðum orðum um forsetann og viðbrögð stjórnarinnar við faraldrinum. Ráðgjafar Pence hafi fyrirlitið vísindamenn sem ráðlögðu ríkisstjórninni og vildu þess í stað draga upp mun bjartsýnni mynd af stöðunni en efni stóðu til. Trump sjálfur hafi svo ítrekað grafið undan ráðleggingum yfirvalda opinberlega, þar á meðal um grímunotkun og félagsforðun. Sjálf segist Troye myndu taka bóluefni gegn veirunni sem væri samþykkt fyrir kosningar með miklum fyrirvara. „Ég myndi ekki ráðleggja neinum sem mér er annt um að taka bóluefni sem kæmi fyrir kosningarnar. Ég myndi hlusta á sérfræðingana […] og ég myndi bíða til að fullvissa mig um að bóluefnið væri öruggt en ekki leikmunur sem tengdist kosningunum,“ segir Troye sem tók ríkan þátt í starfi aðgerðahópsins sem Pence stýrði. Trump var sjálfur sjaldnast viðstaddur fundi aðgerðahópsins. Á einum þeim fáu fundum sem hann mætti á varði hann 45 mínútum í að ræða um hversu illa tilteknir sjónvarpsmenn á Fox News-sjónvarpsstöðinni kæmu fram við hann. Í myndbandi sem Troye kemur fram í fyrir hóp repúblikana sem vinnur gegn endurkjöri Trump fullyrðir hún að Trump hafi séð björtu hliðarnar á faraldrinum á einum fundanna í Hvíta húsinu. Sóttvarnareglur þýddu að hann þyrfti ekki að taka í höndina á „þessu viðbjóðslega fólki“. Þar hafi forsetinn átt við sína eigin stuðningsmenn en sýklahræðsla hans er víðfræg. „Sannleikurinn er að honum er sama um alla nema sjálfan sig,“ segir Troye í myndbandinu. In this new ad @OliviaTroye reveals that during a COVID task force meeting, President Trump said "Maybe this COVID thing is a good thing. I don't have to shake hands with these disgusting people." WOW. pic.twitter.com/1W1tQgZCWv— Republican Voters Against Trump (@RVAT2020) September 17, 2020 Afskrifa Troye sem óánægðan fyrrverandi starfsmann Trump og Pence afskrifuðu gagnrýnina og Troye sem „óánæðan fyrrverandi starfsmann“. Hvíta húsið fullyrti í yfirlýsingu að Troye hafi hætt því hún hafi ekki verið starfi sínu vaxin. „Ég hef ekki hugmynd um hver hún er. Ég hef aldrei hitt hana, eftir því sem ég veit best. Kannski var hún í herbergi. Ég hef enga hugmynd um hver hún er. Hún þekkir mig ekki,“ sagði Trump við fréttamenn í gær. Pence, sem Troye tók sérstaklega fram að hún vildi ekki gagnrýna, sagðist ekki hafa lesið ummæli henni nákvæmlega. „En mér virðist þetta vera enn einn óánægði fyrrverandi starfsmaðurinn sem hefur ákveðið að blanda sér í pólitík á kosningaári,“ sagði Pence.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47 Telja Trump ógn við þjóðaröryggi: Kallaði Merkel kanslara „heimska“ í símtali Símtöl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við erlenda þjóðarleiðtoga ollu fyrrverandi ráðherrum og ráðgjöfum hans áhyggjum af því að forsetinn væri sjálfur ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 30. júní 2020 15:11 Bush á meðal repúblikana sem ætla ekki að kjósa Trump Nokkrir áhrifamenn í Repúblikanaflokknum ætla annað hvort ekki að kjósa Donald Trump í forsetakosningunum í haust eða jafnvel greiða Joe Biden, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt. George W. Bush, fyrrverandi forseti, er á meðal þeirra sem ætlar ekki að styðja Trump til endurkjörs. 7. júní 2020 12:13 Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47
Telja Trump ógn við þjóðaröryggi: Kallaði Merkel kanslara „heimska“ í símtali Símtöl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við erlenda þjóðarleiðtoga ollu fyrrverandi ráðherrum og ráðgjöfum hans áhyggjum af því að forsetinn væri sjálfur ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 30. júní 2020 15:11
Bush á meðal repúblikana sem ætla ekki að kjósa Trump Nokkrir áhrifamenn í Repúblikanaflokknum ætla annað hvort ekki að kjósa Donald Trump í forsetakosningunum í haust eða jafnvel greiða Joe Biden, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt. George W. Bush, fyrrverandi forseti, er á meðal þeirra sem ætlar ekki að styðja Trump til endurkjörs. 7. júní 2020 12:13
Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38