Körfubolti

Lakers lenti ekki í vandræðum í fyrsta leik undanúrslitanna

Ísak Hallmundarson skrifar
Anthony Davis og Nikola Jokic eigast við í leiknum í nótt.
Anthony Davis og Nikola Jokic eigast við í leiknum í nótt.

Los Angeles Lakers sigraði Denver Nuggets í fyrsta leik í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í NBA í nótt. Lakers vann deildarkeppni Vesturdeildarinnar en Nuggets lentu í þriðja sæti. Liðið sem ber sigur úr býtum í einvíginu kemst áfram í úrslitin um NBA-meistaratitilinn og mætir sigurliði Austurdeildarinnar.

Denver vann jafnan fyrsta leikhluta, 38-36, en staðan í hálfleik var 70-59 fyrir Lakers. Los Angeles liðið hafði 24 stiga forystu eftir þrjá leikhluta en Denver náði að rétta úr kútnum í lokaleikhlutanum og urðu lokatölur 126-114 Lakers í vil.

Anthony Davis var stigahæstur í liði Lakers með 37 stig, LeBron James var með 15 stig og gaf 12 stoðsendingar og Rajon Rondo var með níu stoðsendingar af bekknum fyrir Lakers.

Nikola Jokic og Jamal Murray voru stigahæstir í liði Denver, hvor um sig með 21 stig. 

Næsti leikur liðanna fer fram annað kvöld en í kvöld mætast Boston Celtics og Miami Heat í úrslitum Austurdeildarinnar, þar sem Miami leiðir einvígið 2-0.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×