Nokkrar staðreyndir um kjötinnflutning Ólafur Stephensen skrifar 22. september 2020 11:01 Fjölmiðlar hafa flutt okkur fréttir af því undanfarna daga að þungt hljóð sé í bændum vegna lækkunar afurðastöðva á verði sem þær greiða þeim fyrir kjöt. Bæði afurðastöðvar og bændur nefna tollfrjálsan innflutning á kjöti sem afgerandi orsakaþátt í slæmri stöðu innlendra kjötframleiðenda. Sumir taka býsna djúpt í árinni; einn viðmælandi fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis úr hópi bænda talaði um „stjórnlausan innflutning“ og annar sagði að það væri ómögulegt að keppa við innflutning og bara hægt að leggja niður öll störf á Íslandi (ekki bara í landbúnaði) ef það ætti að leyfa hann, því „það er alls staðar hægt að finna eitthvað ódýrara í heiminum.“ Eina tollverndaða atvinnugreinin Skoðum aðeins staðreyndir málsins. Sú fyrsta er að landbúnaðurinn er frá því árið 2017 eina atvinnugreinin sem nýtur tollverndar á Íslandi (að því gefnu að við skilgreinum svína- og kjúkllingarækt líka sem landbúnað, en meirihluti framleiðslunnar fer fram á verksmiðjubúum sem eiga kannski meira skylt við iðnaðarstarfsemi). Allar aðrar innlendar framleiðslugreinar búa við það að innflutningur á afurðum þeirra er óheftur og tollfrjáls. Þessar atvinnugreinar hafa lagað sig að erlendri samkeppni og kvarta ekki undan henni, enda er samkeppnin öllum holl. Ótal atvinnugreinar á Íslandi skapa verðmæti og störf án tollverndar. Meira að segja hluti landbúnaðarins, garðyrkjan, hefur blómstrað eftir að tollar voru felldir niður af nokkrum grænmetistegundum árið 2002. Garðyrkjubændur brugðust við með vöruþróun og snjallri markaðssetningu og hafa síðan stóraukið framleiðslu sína af viðkomandi vörum. Það bendir sterklega til þess að það sé vel hægt að keppa við innflutning. Tollkvótar eru lágt hlutfall sölu Staðreynd númer tvö er að tollfrjáls innflutningur er aðeins lítið brot af heildarsölu búvara á Íslandi. Tollkvótar samkvæmt tollasamningi Íslands og Evrópusambandsins eru yfirgnæfandi meirihluti tollfrjáls innflutnings. Þegar sá samningur verður kominn að fullu til framkvæmda verður heimilt að flytja inn til Íslands rúmlega 3.800 tonn af búvörum frá ESB-ríkjum án tolla. Þetta eru hinir svokölluðu tollkvótar. Svo er það reyndar líka staðreynd, sem minna er talað um, að á móti gefur ESB íslenzkum landbúnaði tollfrjálsa innflutningskvóta í aðildarríkjunum fyrir 8.800 tonn af búvörum, einkum lambakjöt og skyr. Af viðtölum við talsmenn landbúnaðarins mætti halda að hér flæddi ódýrt, innflutt kjöt yfir markaðinn og innlendur landbúnaður fengi ekki rönd við reist. Staðreyndin er sú að ESB-tollkvótar ársins fyrir nauta-, svína- og alifuglakjöt eru á bilinu 8-9% af heildarsölu á þessum kjöttegundum árið 2019. Ef við notum reikniaðferð Bændasamtakanna og umreiknum alla tollkvóta yfir í kjöt með beini (oftast eru fluttir inn beinlausir skrokkhlutar en þó ekki alltaf) er hlutfallið 13-15%. Það er nú allur „stjórnlausi innflutningurinn“. Hann veitir þó innlendu framleiðslunni eitthvert samkeppnisaðhald, sem er mikilvægt bæði fyrir neytendur og greinina sjálfa. Á allan annan innflutning leggjast háir tollar, sem gera hann að jafnaði miklu dýrari en innlent kjöt. Breytt útboðsaðferð virkar í báðar áttir Talsmenn bænda og afurðastöðva hafa kvartað undan breyttu fyrirkomulagi á útboði tollkvóta sem hafi valdið því að útboðsgjaldið, sem innflytjendur greiða fyrir innflutningsheimildirnar, hafi lækkað nú á seinni hluta ársins. Það er þó ekki einhlítt. Breytingin er mest varðandi nautakjötið; innflytjendur greiða 200 krónur fyrir að flytja inn kíló af nautakjöti seinni hluta árs í stað 331 krónu á fyrri helmingi ársins. Ef við horfum á svínakjötið lækkaði útboðsgjaldið hins vegar aðeins um sex krónur við breytta útboðsaðferð, úr 188 krónum í 182 og útboðsgjald fyrir kílóið af alifuglakjötið hækkaði, úr 262 krónum í 280 krónur. Staðreynd númer þrjú er því að breyting á útboðsaðferðinni virkar í báðar áttir. Bændur og afurðastöðvar flytja inn þriðjung kjötkvótans Röddin sem upplýsir um staðreynd númer fjögur hefur verið alveg þögul í grátkór undanfarinna daga. Hún er að bændur og afurðastöðvar eru sjálf umsvifamiklir innflytjendur á tollfrjálsu kjöti frá ESB. Í ár hafa bændur og afurðastöðvar í landbúnaði þannig tryggt sér tollkvóta fyrir tæplega 950 tonn af kjötvörum, eða 31% ESB-tollkvótans sem er í boði. Fyrirtæki í innlendum landbúnaði flytja inn tæplega 80% tollkvótans fyrir svínakjöt og tæplega 40% tollkvóta fyrir alifuglakjöt, sem framleitt er með hefðbundnum hætti. Þessi staðreynd helgast meðal annars af því að innlend framleiðsla hefur undanfarin ár ekki annað eftirspurn og afurðastöðvarnar sjá ekkert að því að taka innflutt kjöt inn í eigin vinnslu. Þessar staðreyndir sýna vel að hinn mjög svo takmarkaði innflutningur á kjötvörum er ekki hið stóra vandamál kjötframleiðslu á Íslandi. Það þarf að grafa dýpra til að leita orsakanna, sem er mögulega að leita í skipulagi og starfsháttum greinarinnar fremur en að hún hafi alþjóðlega samkeppni rétt eins og allar aðrar innlendar framleiðslugreinar. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Matvælaframleiðsla Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar hafa flutt okkur fréttir af því undanfarna daga að þungt hljóð sé í bændum vegna lækkunar afurðastöðva á verði sem þær greiða þeim fyrir kjöt. Bæði afurðastöðvar og bændur nefna tollfrjálsan innflutning á kjöti sem afgerandi orsakaþátt í slæmri stöðu innlendra kjötframleiðenda. Sumir taka býsna djúpt í árinni; einn viðmælandi fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis úr hópi bænda talaði um „stjórnlausan innflutning“ og annar sagði að það væri ómögulegt að keppa við innflutning og bara hægt að leggja niður öll störf á Íslandi (ekki bara í landbúnaði) ef það ætti að leyfa hann, því „það er alls staðar hægt að finna eitthvað ódýrara í heiminum.“ Eina tollverndaða atvinnugreinin Skoðum aðeins staðreyndir málsins. Sú fyrsta er að landbúnaðurinn er frá því árið 2017 eina atvinnugreinin sem nýtur tollverndar á Íslandi (að því gefnu að við skilgreinum svína- og kjúkllingarækt líka sem landbúnað, en meirihluti framleiðslunnar fer fram á verksmiðjubúum sem eiga kannski meira skylt við iðnaðarstarfsemi). Allar aðrar innlendar framleiðslugreinar búa við það að innflutningur á afurðum þeirra er óheftur og tollfrjáls. Þessar atvinnugreinar hafa lagað sig að erlendri samkeppni og kvarta ekki undan henni, enda er samkeppnin öllum holl. Ótal atvinnugreinar á Íslandi skapa verðmæti og störf án tollverndar. Meira að segja hluti landbúnaðarins, garðyrkjan, hefur blómstrað eftir að tollar voru felldir niður af nokkrum grænmetistegundum árið 2002. Garðyrkjubændur brugðust við með vöruþróun og snjallri markaðssetningu og hafa síðan stóraukið framleiðslu sína af viðkomandi vörum. Það bendir sterklega til þess að það sé vel hægt að keppa við innflutning. Tollkvótar eru lágt hlutfall sölu Staðreynd númer tvö er að tollfrjáls innflutningur er aðeins lítið brot af heildarsölu búvara á Íslandi. Tollkvótar samkvæmt tollasamningi Íslands og Evrópusambandsins eru yfirgnæfandi meirihluti tollfrjáls innflutnings. Þegar sá samningur verður kominn að fullu til framkvæmda verður heimilt að flytja inn til Íslands rúmlega 3.800 tonn af búvörum frá ESB-ríkjum án tolla. Þetta eru hinir svokölluðu tollkvótar. Svo er það reyndar líka staðreynd, sem minna er talað um, að á móti gefur ESB íslenzkum landbúnaði tollfrjálsa innflutningskvóta í aðildarríkjunum fyrir 8.800 tonn af búvörum, einkum lambakjöt og skyr. Af viðtölum við talsmenn landbúnaðarins mætti halda að hér flæddi ódýrt, innflutt kjöt yfir markaðinn og innlendur landbúnaður fengi ekki rönd við reist. Staðreyndin er sú að ESB-tollkvótar ársins fyrir nauta-, svína- og alifuglakjöt eru á bilinu 8-9% af heildarsölu á þessum kjöttegundum árið 2019. Ef við notum reikniaðferð Bændasamtakanna og umreiknum alla tollkvóta yfir í kjöt með beini (oftast eru fluttir inn beinlausir skrokkhlutar en þó ekki alltaf) er hlutfallið 13-15%. Það er nú allur „stjórnlausi innflutningurinn“. Hann veitir þó innlendu framleiðslunni eitthvert samkeppnisaðhald, sem er mikilvægt bæði fyrir neytendur og greinina sjálfa. Á allan annan innflutning leggjast háir tollar, sem gera hann að jafnaði miklu dýrari en innlent kjöt. Breytt útboðsaðferð virkar í báðar áttir Talsmenn bænda og afurðastöðva hafa kvartað undan breyttu fyrirkomulagi á útboði tollkvóta sem hafi valdið því að útboðsgjaldið, sem innflytjendur greiða fyrir innflutningsheimildirnar, hafi lækkað nú á seinni hluta ársins. Það er þó ekki einhlítt. Breytingin er mest varðandi nautakjötið; innflytjendur greiða 200 krónur fyrir að flytja inn kíló af nautakjöti seinni hluta árs í stað 331 krónu á fyrri helmingi ársins. Ef við horfum á svínakjötið lækkaði útboðsgjaldið hins vegar aðeins um sex krónur við breytta útboðsaðferð, úr 188 krónum í 182 og útboðsgjald fyrir kílóið af alifuglakjötið hækkaði, úr 262 krónum í 280 krónur. Staðreynd númer þrjú er því að breyting á útboðsaðferðinni virkar í báðar áttir. Bændur og afurðastöðvar flytja inn þriðjung kjötkvótans Röddin sem upplýsir um staðreynd númer fjögur hefur verið alveg þögul í grátkór undanfarinna daga. Hún er að bændur og afurðastöðvar eru sjálf umsvifamiklir innflytjendur á tollfrjálsu kjöti frá ESB. Í ár hafa bændur og afurðastöðvar í landbúnaði þannig tryggt sér tollkvóta fyrir tæplega 950 tonn af kjötvörum, eða 31% ESB-tollkvótans sem er í boði. Fyrirtæki í innlendum landbúnaði flytja inn tæplega 80% tollkvótans fyrir svínakjöt og tæplega 40% tollkvóta fyrir alifuglakjöt, sem framleitt er með hefðbundnum hætti. Þessi staðreynd helgast meðal annars af því að innlend framleiðsla hefur undanfarin ár ekki annað eftirspurn og afurðastöðvarnar sjá ekkert að því að taka innflutt kjöt inn í eigin vinnslu. Þessar staðreyndir sýna vel að hinn mjög svo takmarkaði innflutningur á kjötvörum er ekki hið stóra vandamál kjötframleiðslu á Íslandi. Það þarf að grafa dýpra til að leita orsakanna, sem er mögulega að leita í skipulagi og starfsháttum greinarinnar fremur en að hún hafi alþjóðlega samkeppni rétt eins og allar aðrar innlendar framleiðslugreinar. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun