Burt með tóbak og veip - og verjum lungun gegn árás Covid-19 Tómas Guðbjartsson skrifar 15. mars 2020 17:20 Enn er margt á huldu um hvaða einstaklingar það eru sem þróa með sér alvarlega lungnasýkingu af völdum Covid-19 veirunnar. Við vitum þó að þeir sem veikjast lífshættulega af þessari veiru fá bráðan lungnaskaða sem kallast ARDS (acute respiratory distress syndrome) og þurfa meðferð í öndunarvél á gjörgæslu. Bæði veip og reykingar valda auknu áreiti á slímhúðir í öndunarvegi og lungu og veikja varnir þeirra þannig að næmi fyrir sýkingum eykst. Þar að auki er vel staðfest að veip, sérstaklega þegar það er notað með kannabisolíu, getur skaðað lungun lífshættulega og valdið einmitt ARDS. Einnig sýna rannsóknir ótvírætt að þeir sem fá hefðbundna influensu og reykja fá frekar alvarlegar lungnasýkingar. Þótt enn skorti ítarlegri rannsóknir þá eru að greinast víða um heim ARDS-tilfelli í ungu fólki af völdum Covid-19 þar sem grunur liggur á að veip komi við sögu, því aðrir áhættuþættir virðast ekki vera til staðar. Þetta er mikilvægt í ljósi þess að allt að þriðjungur íslenskra grunnskóla- og framhaldsskólanema veipa að staðaldri. Þeir sem veipa eða reykja ættu því klárlega að nota tækifærið nú og hætta strax. Í staðinn má nota nikótíntyggjó, púst eða plástra við nikótínfráhvarfi. Einnig eru til lyf gegn lyfseðli sem eingöngu er ætlað til að hætta reykingum og eru ekki geðlyf. Með lungnaverndandi aðgerðum sem þessum er áreiti á lungun minnkað og þau fá aukið svigrúm til að takast á við veiru sem kýs að hreiðra um sig í lungum. Lungun eru nefnilega gerð til að taka við hreinu lofti og eiga nóg með Covid-19 vírusinn svo ekki sé verið að íþyngja þeim með óþarfa mengun af völdum veips og tóbaks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Rafrettur Áfengi og tóbak Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Enn er margt á huldu um hvaða einstaklingar það eru sem þróa með sér alvarlega lungnasýkingu af völdum Covid-19 veirunnar. Við vitum þó að þeir sem veikjast lífshættulega af þessari veiru fá bráðan lungnaskaða sem kallast ARDS (acute respiratory distress syndrome) og þurfa meðferð í öndunarvél á gjörgæslu. Bæði veip og reykingar valda auknu áreiti á slímhúðir í öndunarvegi og lungu og veikja varnir þeirra þannig að næmi fyrir sýkingum eykst. Þar að auki er vel staðfest að veip, sérstaklega þegar það er notað með kannabisolíu, getur skaðað lungun lífshættulega og valdið einmitt ARDS. Einnig sýna rannsóknir ótvírætt að þeir sem fá hefðbundna influensu og reykja fá frekar alvarlegar lungnasýkingar. Þótt enn skorti ítarlegri rannsóknir þá eru að greinast víða um heim ARDS-tilfelli í ungu fólki af völdum Covid-19 þar sem grunur liggur á að veip komi við sögu, því aðrir áhættuþættir virðast ekki vera til staðar. Þetta er mikilvægt í ljósi þess að allt að þriðjungur íslenskra grunnskóla- og framhaldsskólanema veipa að staðaldri. Þeir sem veipa eða reykja ættu því klárlega að nota tækifærið nú og hætta strax. Í staðinn má nota nikótíntyggjó, púst eða plástra við nikótínfráhvarfi. Einnig eru til lyf gegn lyfseðli sem eingöngu er ætlað til að hætta reykingum og eru ekki geðlyf. Með lungnaverndandi aðgerðum sem þessum er áreiti á lungun minnkað og þau fá aukið svigrúm til að takast á við veiru sem kýs að hreiðra um sig í lungum. Lungun eru nefnilega gerð til að taka við hreinu lofti og eiga nóg með Covid-19 vírusinn svo ekki sé verið að íþyngja þeim með óþarfa mengun af völdum veips og tóbaks.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar