Innflutningur landbúnaðarvara – Hvað er í gangi? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 23. september 2020 17:00 Komið hefur í ljós að ósamræmi er milli talna um útflutning landbúnaðarvara frá ESB til landsins og tölum um innflutning í gögnum Hagstofu Íslands. Þessi munur kallar á skýringar og er í raun mjög alvarlegur ef satt reynist. Samkvæmt opinberum gögnum frá ESB virðast tölur um útflutning landbúnaðarvara frá ESB til Ísland hærri en kemur fram í innflutningsgögnum Hagstofunnar. Hér er um töluverðan mun að ræða sem telst jafnvel í hundruðum tonna í ákveðnum tollflokkum á þriggja ára tímabili. Til dæmis er misræmið á innflutningi á unnum kjötvörum 1.673 tonn. Hér eru að rísa heilu fjallgarðarnir á milli þess traust sem ætti að ríkja á milliríkjasamningum og eftirliti með þeim. Þetta misræmi á ekki að vera til staðar, í milliríkjasamningum um landbúnaðarvörur eru allar reglur skýrar hvað varðar innflutning á lægri eða engum tollum, hvað er því í gangi? Hér eru miklir hagsmunir í húfi, störf innanlands auk tapaðra tekna fyrir ríkissjóð. Það eru sameiginlegir hagsmunir bænda, neytenda og innflutningsaðila að það ríki heiðarleiki um viðskipti sem þegar hefur verið samið um. Rétt skal vera rétt það er óásættanlegt að hér sé verið að brjóta þær leikreglur sem eiga að ríkja og bæði lög og reglur eru skýr með það Herða þarf eftirlit Íslenskir bændur verða hér fyrir miklu tjóni og má það rekja til skorts á eftirliti með innflutningi. Slakt eftirlit veldur einnig tekjutapi fyrir ríkissjóð. Óvissan skapar tortryggni og því verður varla séð að ástæða sé til að slaka á frekari tollvernd á landbúnaðarvörum. Því eru allir að tapa og ekki síst neytendur. Tollfrjáls frjálshyggja Tollar á matvælum og umræða um þá er reglulega tekin upp. Valinkunnir talsmenn frjálshyggjunnar bera sig aumlega undan tollvernd á íslenskum landbúnaðarafurðum og má skilja að hér sé um séríslenska tegund um að ræða líkt og íslenska sauðkindin. Það þurfi bara að spýta í lófana og fara í markaðsátak og nýsköpun og þá sé fullkomnum markaðsheimi borgið. Það er staðreynd að síðan tollar voru lækkaðir eða felldir niður á innfluttu grænmeti þá hefur markaðshlutdeild íslensks grænmetis minnkað hér innanlands þrátt fyrir markaðsátak íslenskra grænmetisbænda. Ástæða tollverndar Tollar á landbúnaðarvörum þekkjast út um allan heim og þjóðir setja toll á til að vernda sína framleiðslu. Það er engum sama um hvort að innlend matvælaframleiðsla á sér stað eða ekki. Til að mynda er Evrópusambandið mikið tollabandalag þar sem innri markaðurinn er eitt svæði og lönd utan hans annað. Íslendingar hafa ákveðna tollfrjálsa innflutningskvóta inn á ESB-markaðinn fyrir skyr, lambakjöt, unninn lax og fleira. Tollar á vörur umfram kvótana eru settir af ESB til að verja eigin framleiðslu, hagkerfi og tryggja að bændur og úrvinnslugeirinn á þessu svæði hafi ákveðið öryggi fyrir sína framleiðslu. Ísland hefur svo samið um aðra kvóta á móti. Til viðbótar er almennt tollfrelsi á vörum hingað inn mun umfangsmeira en inn til Evrópusambandsins. Íslenskar landbúnaðarvörur eru í mörgum tilvikum að keppa við vörur sem njóta hárra styrkja í framleiðslulandinu og einnig tollverndar þeim megin. Það er rangtúlkun að halda því fram að tollvernd hérlendis sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri. Mikilvægi tollverndar fyrir íslenska framleiðslu Tollvernd er íslenskri framleiðslu mikilvæg og er stuðningur til að standast samkeppni við innflutningi frá löndum sem fá jafnvel mikinn stuðning í öðru formi við sína framleiðslu. Hún er til að jafna aðstöðuna. Tollar eru og verða til staðar á meðan við lifum ekki í hinum fullkomna heimi frjálsra viðskipta. Sá tími mun seint koma því að samkeppnishæfni þjóða og hlutfallslegir yfirburðir þeirra eru mjög ólík. Á Íslandi vinna þúsundir við matvælaframleiðslu. Fólk sem skilar sköttum og skyldum til þjóðarbúsins auk fyrirtækjanna sem eru innan þessa geira. Á komandi mánuðum þurfum við sem aldrei fyrr að verja störf og skapa ný störf og huga að nýsköpun í innlendri matvælaframleiðslu. Auka ætti því tollvernd á íslenskri framleiðslu og standa svo við hana fremur en að horfa upp á þessi vinnubrögð sem enginn græðir á. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Landbúnaður Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Komið hefur í ljós að ósamræmi er milli talna um útflutning landbúnaðarvara frá ESB til landsins og tölum um innflutning í gögnum Hagstofu Íslands. Þessi munur kallar á skýringar og er í raun mjög alvarlegur ef satt reynist. Samkvæmt opinberum gögnum frá ESB virðast tölur um útflutning landbúnaðarvara frá ESB til Ísland hærri en kemur fram í innflutningsgögnum Hagstofunnar. Hér er um töluverðan mun að ræða sem telst jafnvel í hundruðum tonna í ákveðnum tollflokkum á þriggja ára tímabili. Til dæmis er misræmið á innflutningi á unnum kjötvörum 1.673 tonn. Hér eru að rísa heilu fjallgarðarnir á milli þess traust sem ætti að ríkja á milliríkjasamningum og eftirliti með þeim. Þetta misræmi á ekki að vera til staðar, í milliríkjasamningum um landbúnaðarvörur eru allar reglur skýrar hvað varðar innflutning á lægri eða engum tollum, hvað er því í gangi? Hér eru miklir hagsmunir í húfi, störf innanlands auk tapaðra tekna fyrir ríkissjóð. Það eru sameiginlegir hagsmunir bænda, neytenda og innflutningsaðila að það ríki heiðarleiki um viðskipti sem þegar hefur verið samið um. Rétt skal vera rétt það er óásættanlegt að hér sé verið að brjóta þær leikreglur sem eiga að ríkja og bæði lög og reglur eru skýr með það Herða þarf eftirlit Íslenskir bændur verða hér fyrir miklu tjóni og má það rekja til skorts á eftirliti með innflutningi. Slakt eftirlit veldur einnig tekjutapi fyrir ríkissjóð. Óvissan skapar tortryggni og því verður varla séð að ástæða sé til að slaka á frekari tollvernd á landbúnaðarvörum. Því eru allir að tapa og ekki síst neytendur. Tollfrjáls frjálshyggja Tollar á matvælum og umræða um þá er reglulega tekin upp. Valinkunnir talsmenn frjálshyggjunnar bera sig aumlega undan tollvernd á íslenskum landbúnaðarafurðum og má skilja að hér sé um séríslenska tegund um að ræða líkt og íslenska sauðkindin. Það þurfi bara að spýta í lófana og fara í markaðsátak og nýsköpun og þá sé fullkomnum markaðsheimi borgið. Það er staðreynd að síðan tollar voru lækkaðir eða felldir niður á innfluttu grænmeti þá hefur markaðshlutdeild íslensks grænmetis minnkað hér innanlands þrátt fyrir markaðsátak íslenskra grænmetisbænda. Ástæða tollverndar Tollar á landbúnaðarvörum þekkjast út um allan heim og þjóðir setja toll á til að vernda sína framleiðslu. Það er engum sama um hvort að innlend matvælaframleiðsla á sér stað eða ekki. Til að mynda er Evrópusambandið mikið tollabandalag þar sem innri markaðurinn er eitt svæði og lönd utan hans annað. Íslendingar hafa ákveðna tollfrjálsa innflutningskvóta inn á ESB-markaðinn fyrir skyr, lambakjöt, unninn lax og fleira. Tollar á vörur umfram kvótana eru settir af ESB til að verja eigin framleiðslu, hagkerfi og tryggja að bændur og úrvinnslugeirinn á þessu svæði hafi ákveðið öryggi fyrir sína framleiðslu. Ísland hefur svo samið um aðra kvóta á móti. Til viðbótar er almennt tollfrelsi á vörum hingað inn mun umfangsmeira en inn til Evrópusambandsins. Íslenskar landbúnaðarvörur eru í mörgum tilvikum að keppa við vörur sem njóta hárra styrkja í framleiðslulandinu og einnig tollverndar þeim megin. Það er rangtúlkun að halda því fram að tollvernd hérlendis sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri. Mikilvægi tollverndar fyrir íslenska framleiðslu Tollvernd er íslenskri framleiðslu mikilvæg og er stuðningur til að standast samkeppni við innflutningi frá löndum sem fá jafnvel mikinn stuðning í öðru formi við sína framleiðslu. Hún er til að jafna aðstöðuna. Tollar eru og verða til staðar á meðan við lifum ekki í hinum fullkomna heimi frjálsra viðskipta. Sá tími mun seint koma því að samkeppnishæfni þjóða og hlutfallslegir yfirburðir þeirra eru mjög ólík. Á Íslandi vinna þúsundir við matvælaframleiðslu. Fólk sem skilar sköttum og skyldum til þjóðarbúsins auk fyrirtækjanna sem eru innan þessa geira. Á komandi mánuðum þurfum við sem aldrei fyrr að verja störf og skapa ný störf og huga að nýsköpun í innlendri matvælaframleiðslu. Auka ætti því tollvernd á íslenskri framleiðslu og standa svo við hana fremur en að horfa upp á þessi vinnubrögð sem enginn græðir á. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun