Tvíefld Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Edda Sigurðardóttir skrifa 23. september 2020 21:21 Tvíkynhneigt fólk er stærsti einstaki hópur hinsegin fólks á heimsvísu. Þessi staðreynd kemur fólki jafnan á óvart, enda ekki í neinu samhengi við hlut tvíkynhneigðra í opinberri umræðu um hinsegin málefni. En hún er líka ótrúlega skemmtileg og hughreystandi. Það er nefnilega oftast stórskemmtilegt að vera tvíkynhneigð, þó við séum gjarnan hálf ósýnileg. Saga tvíkynhneigðra innan hinsegin samfélagsins er löng en t.a.m. var Brenda Howard, sem var ein af lykilpersónum við skipulagningu fyrstu Pride göngunnar, tvíkynhneigð. Þrátt fyrir það gleymumst við, eða erum strokuð út, meðvitað og ómeðvitað. Jafnvel þegar rætt er um réttarbætur okkur til handa þykir oft óþarfi að taka okkur sérstaklega fram. Í ósýnileikanum þrífast fordómar. Tvíkynhneigt fólk býr enn við þann furðulega veruleika að samfélagið skilgreinir kynhneigð okkar fyrir okkur, yfirleitt byggt á því með hverjum við erum í sambandi hverju sinni. Margt tvíkynhneigt fólk upplifir skömm af því að vilja skilgreina sig og tala um kynhneigð sína. Mörg okkar eru þess vegna enn í felum og hafa ekki komið út gagnvart vinum, fjölskyldu eða maka. Viðhorfið sem fólk mætir gjarnan þegar það stígur loks fram er skeytingar- og skilningsleysi, jafnvel ásakanir um athyglissýki. „Til hvers þarftu að eiginlega að tala um að þú sért tvíkynhneigð?“ Við þurfum að tala um tvíkynhneigð vegna þess að okkar kynhneigð er jafn órjúfanlegur hluti sjálfsmyndar okkar og hún er meðal gagnkynhneigðra og samkynhneigðra. Hún breytist ekki eftir sambandsstöðu, hún gerir okkur ekki verri maka en aðra og hún er ekki „bara tímabil“. Við þurfum að tala um tvíkynhneigð vegna þess að það er ömurlegt og óásættanlegt að geta ekki verið fyllilega maður sjálfur í sínu daglega lífi. Geðheilsa tvíkynhneigðra er almennt verri en hjá bæði gagn- og samkynhneigðum og á Íslandi hefur m.a. verið sýnt fram á að tvíkynhneigðar stúlkur eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Í erlendum rannsóknum kemur aftur og aftur fram að tvíkynhneigt fólk upplifir meira þunglyndi, kvíða og sjálfsvígshugsanir og verður frekar fyrir kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi. Ekkert af þessu er samt vegna þess að það sé svo skelfilegt að vera tvíkynhneigð, þvert á móti! Helstu ástæður þessarar vanlíðanar eru taldar vera skortur á sýnileika tvíkynhneigðra og fordómar, bæði af hálfu meirihlutasamfélagsins og hinsegin samfélagsins. Þessu þurfum við að taka alvarlega. Í dag er alþjóðlegur sýnileikadagur tvíkynhneigðar. Það er nefnilega full ástæða til þess að auka, en líka fagna sýnileika tvíkynhneigðra, núna og alltaf. Munum eftir tvíkynhneigð, berum virðingu fyrir henni og sýnum stuðning þegar fólk kemur út eða talar um kynhneigð sína. Tvíkynhneigð er falleg og ætti alls ekki að vera ósýnileg. Eftir áralanga veru í skugganum komum við tvíefld og stolt fram. Til hamingju með daginn. Edda Sigurðardóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir Höfundar eru alþjóðafulltrúi og formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Tvíkynhneigt fólk er stærsti einstaki hópur hinsegin fólks á heimsvísu. Þessi staðreynd kemur fólki jafnan á óvart, enda ekki í neinu samhengi við hlut tvíkynhneigðra í opinberri umræðu um hinsegin málefni. En hún er líka ótrúlega skemmtileg og hughreystandi. Það er nefnilega oftast stórskemmtilegt að vera tvíkynhneigð, þó við séum gjarnan hálf ósýnileg. Saga tvíkynhneigðra innan hinsegin samfélagsins er löng en t.a.m. var Brenda Howard, sem var ein af lykilpersónum við skipulagningu fyrstu Pride göngunnar, tvíkynhneigð. Þrátt fyrir það gleymumst við, eða erum strokuð út, meðvitað og ómeðvitað. Jafnvel þegar rætt er um réttarbætur okkur til handa þykir oft óþarfi að taka okkur sérstaklega fram. Í ósýnileikanum þrífast fordómar. Tvíkynhneigt fólk býr enn við þann furðulega veruleika að samfélagið skilgreinir kynhneigð okkar fyrir okkur, yfirleitt byggt á því með hverjum við erum í sambandi hverju sinni. Margt tvíkynhneigt fólk upplifir skömm af því að vilja skilgreina sig og tala um kynhneigð sína. Mörg okkar eru þess vegna enn í felum og hafa ekki komið út gagnvart vinum, fjölskyldu eða maka. Viðhorfið sem fólk mætir gjarnan þegar það stígur loks fram er skeytingar- og skilningsleysi, jafnvel ásakanir um athyglissýki. „Til hvers þarftu að eiginlega að tala um að þú sért tvíkynhneigð?“ Við þurfum að tala um tvíkynhneigð vegna þess að okkar kynhneigð er jafn órjúfanlegur hluti sjálfsmyndar okkar og hún er meðal gagnkynhneigðra og samkynhneigðra. Hún breytist ekki eftir sambandsstöðu, hún gerir okkur ekki verri maka en aðra og hún er ekki „bara tímabil“. Við þurfum að tala um tvíkynhneigð vegna þess að það er ömurlegt og óásættanlegt að geta ekki verið fyllilega maður sjálfur í sínu daglega lífi. Geðheilsa tvíkynhneigðra er almennt verri en hjá bæði gagn- og samkynhneigðum og á Íslandi hefur m.a. verið sýnt fram á að tvíkynhneigðar stúlkur eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Í erlendum rannsóknum kemur aftur og aftur fram að tvíkynhneigt fólk upplifir meira þunglyndi, kvíða og sjálfsvígshugsanir og verður frekar fyrir kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi. Ekkert af þessu er samt vegna þess að það sé svo skelfilegt að vera tvíkynhneigð, þvert á móti! Helstu ástæður þessarar vanlíðanar eru taldar vera skortur á sýnileika tvíkynhneigðra og fordómar, bæði af hálfu meirihlutasamfélagsins og hinsegin samfélagsins. Þessu þurfum við að taka alvarlega. Í dag er alþjóðlegur sýnileikadagur tvíkynhneigðar. Það er nefnilega full ástæða til þess að auka, en líka fagna sýnileika tvíkynhneigðra, núna og alltaf. Munum eftir tvíkynhneigð, berum virðingu fyrir henni og sýnum stuðning þegar fólk kemur út eða talar um kynhneigð sína. Tvíkynhneigð er falleg og ætti alls ekki að vera ósýnileg. Eftir áralanga veru í skugganum komum við tvíefld og stolt fram. Til hamingju með daginn. Edda Sigurðardóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir Höfundar eru alþjóðafulltrúi og formaður Samtakanna ‘78.
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar