Körfubolti

Tryggvi skilaði flottum tölum í tapi gegn risanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tryggvi í leiknum í kvöld.
Tryggvi í leiknum í kvöld. vísir/getty

Íslenski körfuboltalandsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason átti ágætis leik er Zaragoza tapaði fyrir Real Madrid, 102-83.

Real Madrid er ekkert lamb að leika sér við í spænska körfuboltanum en þeir hafa unnið deildina fimm af síðustu sjö árum.

Þeir byrjuðu líka mun betur og voru 26-13 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Þeir leiddu svo 47-41 í leikhlé eftir ágætis endurkomu Zaragoza.

Aftur juku Madrídingar forystuna í þriðja leikhlutanum og unnu þeir að lokum nokkuð þægilegan sigur. Lokatölur 102-83.

Tryggvi spilaði í tæpar sextán mínútur í kvöld. Hann gerði ellefu stig og tók einnig átta fráköst.

Madrídingar eru með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina en Zaragoza er enn án stiga eftir fyrstu tvo leikina eftir tap gegn Tenerife í 1. umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×