Missti leikmann í sóttkví korteri fyrir leik Atli Freyr Arason skrifar 26. september 2020 19:23 Sterkur sigur Þórs/KA vísir/bára Andri Hjörvar, þjálfari Þór/KA var vissulega mjög ánægður með liðið sitt í dag eftir 1-2 sigur á FH í fallbaráttuslag í Pepsi-Max deild kvenna. „Æðislega ánægður og stoltur af stelpunum sem gáfu allt í þetta. Ekki fallegur fótbolti en þær gerðu það sem þær þurftu að gera og það skilaði okkur þessum þremur stigum. Við erum allar alveg rosalega ánægðar akkúrat núna,“ sagði Andri í viðtali við Stöð2Sport í leikslok. Uppskriftin af sigrinum í dag var að Andra mati ekkert svo flókinn. „Berjast, berjast og hlaupa. Hafa þetta einfalt og hafa boltann eins mikið á þeirra vallarhelming og við gátum. Við þurftum ekkert að einbeita okkur að einhverju fancy spili og einhverju þannig heldur bara fara strax í einfaldleikann, njóta þess að vera á vellinum og hlaupa fyrir hvora aðra,“ sagði Andri Hjörvar. Þór/KA mætti til leiks í dag með einungis 4 varamenn á bekknum og vakti það furðu hjá einhverjum. Aðspurður að því hvers vegna hópurinn hjá Þór/KA var svona þunnskipaður í dag sagði Andri: „Það eru fjölskyldu tengdar aðstæður sem komu upp hjá einum leikmanni sem þurfti að hverfa frá. Svo fengum við þær fregnir fyrir leik að ein okkar þurfti að fara í sóttkví og svo bara koll af kolli. Það er ýmislegt búið að dynja á okkur og við erum búnar að halda bara áfram í gegnum súrt og sætt síðustu vikur. Þetta er búið að vera svolítið eins og upp og niður rússíbani hvað það varðar. Það eru örugglega fleiri lið sem hafa lent í slíku, til dæmis KR-ingar. Þetta er bara staðan í dag og við verðum bara að gjöra svo vel að klára þetta mót með þeim leikmönnum sem við höfum, bara að berjast meira og hlaupa meira.“ Allt KR liðið hefur þrisvar sinnum þurft að fara í sóttkví í sumar vegna covid smita innan liðsins. Ef þessi leikmaður í sóttkví greinist smituð af veirunni, þarf þá ekki allt Þór/KA liðið að fara líka í sóttkví? „Já ég held það, ég veit svo sem ekki alveg forsöguna en mér var bara sagt það að hún væri ekki að fara að spila. Þetta er eitthvað sem er tengt henni og við vildum ekki taka neinar áhættu. Það getur vel verið að hún þurfi ekki einu sinni að vera lengi í sóttkví. Ég fékk bara SMS korter í leik að hún myndi ekki spila í dag,“ sagði Andri Hjörvar um stöðuna sem upp er kominn. Þór/KA var ekki eina liðið sem missti leikmann í sóttkví rétt fyrir leik í dag því lykilmaður í Olís-deildarliði KA, Áki Egilsnes, þurfti einnig frá að hverfa vegna sóttkvíar rétt fyrir leik KA og Gróttu. Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA FH Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Þór/KA 1-2 | Norðankonur unnu lífsnauðsynlegan sigur í Krikanum Þór/KA vann langþráðan sigur í Pepsi-Max deild kvenna í Kaplakrika í dag. 26. september 2020 19:00 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Andri Hjörvar, þjálfari Þór/KA var vissulega mjög ánægður með liðið sitt í dag eftir 1-2 sigur á FH í fallbaráttuslag í Pepsi-Max deild kvenna. „Æðislega ánægður og stoltur af stelpunum sem gáfu allt í þetta. Ekki fallegur fótbolti en þær gerðu það sem þær þurftu að gera og það skilaði okkur þessum þremur stigum. Við erum allar alveg rosalega ánægðar akkúrat núna,“ sagði Andri í viðtali við Stöð2Sport í leikslok. Uppskriftin af sigrinum í dag var að Andra mati ekkert svo flókinn. „Berjast, berjast og hlaupa. Hafa þetta einfalt og hafa boltann eins mikið á þeirra vallarhelming og við gátum. Við þurftum ekkert að einbeita okkur að einhverju fancy spili og einhverju þannig heldur bara fara strax í einfaldleikann, njóta þess að vera á vellinum og hlaupa fyrir hvora aðra,“ sagði Andri Hjörvar. Þór/KA mætti til leiks í dag með einungis 4 varamenn á bekknum og vakti það furðu hjá einhverjum. Aðspurður að því hvers vegna hópurinn hjá Þór/KA var svona þunnskipaður í dag sagði Andri: „Það eru fjölskyldu tengdar aðstæður sem komu upp hjá einum leikmanni sem þurfti að hverfa frá. Svo fengum við þær fregnir fyrir leik að ein okkar þurfti að fara í sóttkví og svo bara koll af kolli. Það er ýmislegt búið að dynja á okkur og við erum búnar að halda bara áfram í gegnum súrt og sætt síðustu vikur. Þetta er búið að vera svolítið eins og upp og niður rússíbani hvað það varðar. Það eru örugglega fleiri lið sem hafa lent í slíku, til dæmis KR-ingar. Þetta er bara staðan í dag og við verðum bara að gjöra svo vel að klára þetta mót með þeim leikmönnum sem við höfum, bara að berjast meira og hlaupa meira.“ Allt KR liðið hefur þrisvar sinnum þurft að fara í sóttkví í sumar vegna covid smita innan liðsins. Ef þessi leikmaður í sóttkví greinist smituð af veirunni, þarf þá ekki allt Þór/KA liðið að fara líka í sóttkví? „Já ég held það, ég veit svo sem ekki alveg forsöguna en mér var bara sagt það að hún væri ekki að fara að spila. Þetta er eitthvað sem er tengt henni og við vildum ekki taka neinar áhættu. Það getur vel verið að hún þurfi ekki einu sinni að vera lengi í sóttkví. Ég fékk bara SMS korter í leik að hún myndi ekki spila í dag,“ sagði Andri Hjörvar um stöðuna sem upp er kominn. Þór/KA var ekki eina liðið sem missti leikmann í sóttkví rétt fyrir leik í dag því lykilmaður í Olís-deildarliði KA, Áki Egilsnes, þurfti einnig frá að hverfa vegna sóttkvíar rétt fyrir leik KA og Gróttu.
Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA FH Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Þór/KA 1-2 | Norðankonur unnu lífsnauðsynlegan sigur í Krikanum Þór/KA vann langþráðan sigur í Pepsi-Max deild kvenna í Kaplakrika í dag. 26. september 2020 19:00 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Þór/KA 1-2 | Norðankonur unnu lífsnauðsynlegan sigur í Krikanum Þór/KA vann langþráðan sigur í Pepsi-Max deild kvenna í Kaplakrika í dag. 26. september 2020 19:00