Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2020 08:42 Rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að illa farin stafnhurðin hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. EPA Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat á síðu skrokks ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. Heimildarþættirnir Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir, eru frumsýndir á Dplay í dag þar sem harmleikurinn er til umfjöllunar. Þáttagerðarmennirnir hafa notast við köfunarvélmenni sem myndaði skrokk skipsins á hafsbotni. Á myndunum, sem hafa verið birtar á vef Aftonbladet, má sjá gatið á síðunni sem hefur áður snúið niður og ekki verið sýnilegt. Skrokkurinn hefur hins vegar með árunum verið á hreyfingu og því hefur stjórnborðssíða skrokksins nú orðið sýnilegri. Í frétt blaðsins segir að gatið, sem er fjórir metrar á hæð og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, sé að finna á stjórnborðssíðu skipsins og hafi verið bæði yfir og undir sjávarhæð á síðu ferjunnar. Utanaðkomandi kraftur Þeir sérfræðingar sem þáttagerðarmennirnir ræða við útiloka að sprenging hafi valdið umræddu gati, og segja að þess í stað bendi flest til að það sé utanaðkomandi kraftur sem hafi valdið gatinu. Þáttagerðarmennirnir segja uppgötvunina styðja við bakið á þeirri kenningu að skýringuna á því að skipið hafi sokkið sé ekki einungis að finna í að stafnhurð ferjunnar hafi losnað líkt og niðurstaða rannsóknarnefndar sænskra, finnskra og eistneskra yfirvalda sagði til um. Umrætt gat kunni einnig að skýra að ferjan hafi sokkið svo fljótt og raun bar vitni. Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust.GEtty Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust. Hafa ekki sætt sig við niðurstöðu nefndarinnar Í frétt Aftonbladet segir að einhverjir þeirra sem komust lífs af úr slysinu hafi aldrei getað sætt sig við niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar – það er að illa farin stafnhurðin hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Segja þeir skýringuna ekki koma heim og saman við upplifun eftirlifenda. Eistnesk stjórnvöld hafa nú krafist að ráðist verði í nýja rannsókn. Heimildargerðarmennirnir hafa verið ákærðir fyrir röskun á grafhelgi vegna upptaka sinna. Svíþjóð Finnland Eistland Estonia-slysið Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat á síðu skrokks ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. Heimildarþættirnir Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir, eru frumsýndir á Dplay í dag þar sem harmleikurinn er til umfjöllunar. Þáttagerðarmennirnir hafa notast við köfunarvélmenni sem myndaði skrokk skipsins á hafsbotni. Á myndunum, sem hafa verið birtar á vef Aftonbladet, má sjá gatið á síðunni sem hefur áður snúið niður og ekki verið sýnilegt. Skrokkurinn hefur hins vegar með árunum verið á hreyfingu og því hefur stjórnborðssíða skrokksins nú orðið sýnilegri. Í frétt blaðsins segir að gatið, sem er fjórir metrar á hæð og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, sé að finna á stjórnborðssíðu skipsins og hafi verið bæði yfir og undir sjávarhæð á síðu ferjunnar. Utanaðkomandi kraftur Þeir sérfræðingar sem þáttagerðarmennirnir ræða við útiloka að sprenging hafi valdið umræddu gati, og segja að þess í stað bendi flest til að það sé utanaðkomandi kraftur sem hafi valdið gatinu. Þáttagerðarmennirnir segja uppgötvunina styðja við bakið á þeirri kenningu að skýringuna á því að skipið hafi sokkið sé ekki einungis að finna í að stafnhurð ferjunnar hafi losnað líkt og niðurstaða rannsóknarnefndar sænskra, finnskra og eistneskra yfirvalda sagði til um. Umrætt gat kunni einnig að skýra að ferjan hafi sokkið svo fljótt og raun bar vitni. Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust.GEtty Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust. Hafa ekki sætt sig við niðurstöðu nefndarinnar Í frétt Aftonbladet segir að einhverjir þeirra sem komust lífs af úr slysinu hafi aldrei getað sætt sig við niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar – það er að illa farin stafnhurðin hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Segja þeir skýringuna ekki koma heim og saman við upplifun eftirlifenda. Eistnesk stjórnvöld hafa nú krafist að ráðist verði í nýja rannsókn. Heimildargerðarmennirnir hafa verið ákærðir fyrir röskun á grafhelgi vegna upptaka sinna.
Svíþjóð Finnland Eistland Estonia-slysið Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira