Fyrrverandi kosningastjóri Trump hótaði að skaða sig Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2020 11:01 Brad Parscale, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump. AP/Eric Gay Brad Parscale, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, var lagður inn á sjúkrahús í gær eftir að hann hótaði því að skaða sjálfan sig. Eiginkona hans hringdi á lögregluna í gær og sagði að hann væri vopnaður nokkrum skotvopnum og hefði hótað því að skaða sig. Lögreglan segir hann hafa verið lagðan inn til geðrannsóknar. Parscale var lækkaður í tign innan framboðs Trump í júlí en hefur haldið áfram að stýra samfélagsmiðlavinnu framboðsins. Fregnir hafa borist af því að samband Parscale og Trump hafi farið versnandi á árinu. Parscale þótti verja of miklum tíma í Flórída en ekki í Virginíu þar sem höfuðstöðvar framboðsins eru. Þá veltu innanbúðarmenn vöngum yfir því að Parscale hefði makað eigin krók á framboðinu. Trump hafi þó misst traust á honum í sumar vegna misheppnaðar kosningafundar í Tulsa í Oklahoma. Parscale hafði byggt upp miklar væntingar sem stóðust alls ekki og neyddist Trump til að horfa á haf auðra sæta frá sviði sínu. „Brad Parscale er í fjölskyldu okkar og við elskum hann. Við erum tilbúin til að styðja hann og fjölskyldu hans hvernig sem við getum,“ sagði Tim Murtaugh, talsmaður framboðs Trump. Hann notaði tækifærið einnig til að skjóta á gagnrýnendur Trump og sakaði Demókrata og Repúblikana sem eru andsnúnir Trump um að hafa skaðað Parscale og fjölskyldu hans. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira
Brad Parscale, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, var lagður inn á sjúkrahús í gær eftir að hann hótaði því að skaða sjálfan sig. Eiginkona hans hringdi á lögregluna í gær og sagði að hann væri vopnaður nokkrum skotvopnum og hefði hótað því að skaða sig. Lögreglan segir hann hafa verið lagðan inn til geðrannsóknar. Parscale var lækkaður í tign innan framboðs Trump í júlí en hefur haldið áfram að stýra samfélagsmiðlavinnu framboðsins. Fregnir hafa borist af því að samband Parscale og Trump hafi farið versnandi á árinu. Parscale þótti verja of miklum tíma í Flórída en ekki í Virginíu þar sem höfuðstöðvar framboðsins eru. Þá veltu innanbúðarmenn vöngum yfir því að Parscale hefði makað eigin krók á framboðinu. Trump hafi þó misst traust á honum í sumar vegna misheppnaðar kosningafundar í Tulsa í Oklahoma. Parscale hafði byggt upp miklar væntingar sem stóðust alls ekki og neyddist Trump til að horfa á haf auðra sæta frá sviði sínu. „Brad Parscale er í fjölskyldu okkar og við elskum hann. Við erum tilbúin til að styðja hann og fjölskyldu hans hvernig sem við getum,“ sagði Tim Murtaugh, talsmaður framboðs Trump. Hann notaði tækifærið einnig til að skjóta á gagnrýnendur Trump og sakaði Demókrata og Repúblikana sem eru andsnúnir Trump um að hafa skaðað Parscale og fjölskyldu hans. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira