Kristófer þarf að treysta á hraðar hendur nefndarmanna Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2020 15:00 Kristófer Acox var kynntur sem nýr leikmaður Vals á dögunum en er ekki kominn með félagaskipti frá KR. vísir/skjáskot Kristófer Acox þarf að treysta á að aga- og úrskurðanefnd KKÍ hafi hraðar hendur í vikunni, og úrskurði honum í vil, svo hann geti leikið með Val gegn Stjörnunni á föstudagskvöld. Vistaskipti Kristófers frá KR til Vals hafa ekki gengið þrautalaust fyrir sig eins og Vísir hefur fjallað ítarlega um. Landsliðsmaðurinn telur körfuknattleiksdeild KR skulda sér milljónir króna vegna vangoldinna launa en því er stjórn deildarinnar síður en svo sammála. KR-ingar neituðu að skrifa undir félagaskipti Kristófers til Vals og nú er spurning hvort hann fær þau í gegn áður en Valur mætir Stjörnunni í stórleik í 1. umferð Dominos-deildarinnar á föstudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur KR frest þar til á morgun til að skila inn gögnum til aga- og úrskurðanefndar vegna málsins. Nefndin ætti því að hafa fengið öll gögn í hendurnar annað kvöld eða á miðvikudag, og þarf að vinna úr þeim áður en hún tekur ákvörðun í málinu. Ekki mun því enn vera ljóst hvenær nefndin fundar. Samningi Kristófers við KR var ekki skilað inn til KKÍ og á þeim forsendum virðist því útlit fyrir að nefndin heimili félagaskipti hans, líkt og í tilviki Kristins Marinóssonar sem fór frá Haukum til ÍR árið 2016. Spurningin er þó hvenær. Dominos-deild karla Valur KR Tengdar fréttir Sakar Kristófer um að leyna meiðslum Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, segir Kristófer Acox hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Þessu hafnar Kristófer alfarið og gögn sýna að þáverandi þjálfari KR vissi að hann væri meiddur. 25. september 2020 15:45 Kristófer segir KR skulda sér milljónir Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. 25. september 2020 08:00 KR neitaði að skrifa undir félagaskipti Kristófers Félagaskipti Kristófers Acox frá KR í Val eru komin inn á borð aga- og úrskurðanefndar KKÍ. 24. september 2020 12:31 Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Kristófer Acox þarf að treysta á að aga- og úrskurðanefnd KKÍ hafi hraðar hendur í vikunni, og úrskurði honum í vil, svo hann geti leikið með Val gegn Stjörnunni á föstudagskvöld. Vistaskipti Kristófers frá KR til Vals hafa ekki gengið þrautalaust fyrir sig eins og Vísir hefur fjallað ítarlega um. Landsliðsmaðurinn telur körfuknattleiksdeild KR skulda sér milljónir króna vegna vangoldinna launa en því er stjórn deildarinnar síður en svo sammála. KR-ingar neituðu að skrifa undir félagaskipti Kristófers til Vals og nú er spurning hvort hann fær þau í gegn áður en Valur mætir Stjörnunni í stórleik í 1. umferð Dominos-deildarinnar á föstudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur KR frest þar til á morgun til að skila inn gögnum til aga- og úrskurðanefndar vegna málsins. Nefndin ætti því að hafa fengið öll gögn í hendurnar annað kvöld eða á miðvikudag, og þarf að vinna úr þeim áður en hún tekur ákvörðun í málinu. Ekki mun því enn vera ljóst hvenær nefndin fundar. Samningi Kristófers við KR var ekki skilað inn til KKÍ og á þeim forsendum virðist því útlit fyrir að nefndin heimili félagaskipti hans, líkt og í tilviki Kristins Marinóssonar sem fór frá Haukum til ÍR árið 2016. Spurningin er þó hvenær.
Dominos-deild karla Valur KR Tengdar fréttir Sakar Kristófer um að leyna meiðslum Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, segir Kristófer Acox hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Þessu hafnar Kristófer alfarið og gögn sýna að þáverandi þjálfari KR vissi að hann væri meiddur. 25. september 2020 15:45 Kristófer segir KR skulda sér milljónir Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. 25. september 2020 08:00 KR neitaði að skrifa undir félagaskipti Kristófers Félagaskipti Kristófers Acox frá KR í Val eru komin inn á borð aga- og úrskurðanefndar KKÍ. 24. september 2020 12:31 Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Sakar Kristófer um að leyna meiðslum Páll Kolbeinsson, gjaldkeri körfuknattleiksdeildar KR, segir Kristófer Acox hafa leynt meiðslum þegar hann skrifaði undir samning við félagið í fyrrasumar. Þessu hafnar Kristófer alfarið og gögn sýna að þáverandi þjálfari KR vissi að hann væri meiddur. 25. september 2020 15:45
Kristófer segir KR skulda sér milljónir Kristófer Acox kveðst eiga inni háa upphæð hjá körfuknattleiksdeild KR vegna vangreiddra launa. Hann hefur leitað til lögfræðings til að freista þess að fá upphæðina greidda. 25. september 2020 08:00
KR neitaði að skrifa undir félagaskipti Kristófers Félagaskipti Kristófers Acox frá KR í Val eru komin inn á borð aga- og úrskurðanefndar KKÍ. 24. september 2020 12:31
Kristófer genginn í raðir Vals Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val. 11. september 2020 13:54