Skattamál Trump þjóðaröryggismál að mati Pelosi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. september 2020 22:25 Nancy Pelosi og Donald Trump. Vísir/Getty Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu í Bandaríkjunum segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. New York Times birti í gær ítarlega umfjöllun um skattamál Trump þar sem kom meðal annars fram að forsetinn sé ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. Ofan á það bætist svo hundrað milljón dala fasteignaveð sem rennur út árið 2022. Demókratar á þingi hafa gripið boltann á lofti og sagt að um þjóðaröryggismál sé að ræða, ekki gangi að forseti Bandaríkjanna skuldi svo háar fjárhæðir. Undir þetta tekur Pelosi og segir að umfjöllun Times vekji upp spurningar hverjum Trump skuldi þessar fjárhæðir, hvort um sé að ræða ákveðin ríki og hvort að lánardrottnar hans eigi þá mögulega eitthvað inni hjá sitjandi forseta Bandaríkjanna. Þá spurði hún sérstaklega hvort að það gæti verið að Trump skuldaði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, eitthvað, hvort sem það væri fjárhagslegt eða persónulegt. Vert er að taka fram að ekkert í umfjöllun New York Times bendir til þess að Trump hafið þegið áður óþekktar fjárhæðir frá Rússlandi, þó að fram komi að hann hafi haft einhverjar tekjur erlendis frá. Umfjöllun New York Times fór í loftið rétt fyrir fyrstu kappræður Trump og Joe Biden, frambjóðanda demókrata, en þær fara fram aðfaranótt næstkomandi miðvikudags, að íslenskum tíma. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu í Bandaríkjunum segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. New York Times birti í gær ítarlega umfjöllun um skattamál Trump þar sem kom meðal annars fram að forsetinn sé ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. Ofan á það bætist svo hundrað milljón dala fasteignaveð sem rennur út árið 2022. Demókratar á þingi hafa gripið boltann á lofti og sagt að um þjóðaröryggismál sé að ræða, ekki gangi að forseti Bandaríkjanna skuldi svo háar fjárhæðir. Undir þetta tekur Pelosi og segir að umfjöllun Times vekji upp spurningar hverjum Trump skuldi þessar fjárhæðir, hvort um sé að ræða ákveðin ríki og hvort að lánardrottnar hans eigi þá mögulega eitthvað inni hjá sitjandi forseta Bandaríkjanna. Þá spurði hún sérstaklega hvort að það gæti verið að Trump skuldaði Vladimír Pútín, forseta Rússlands, eitthvað, hvort sem það væri fjárhagslegt eða persónulegt. Vert er að taka fram að ekkert í umfjöllun New York Times bendir til þess að Trump hafið þegið áður óþekktar fjárhæðir frá Rússlandi, þó að fram komi að hann hafi haft einhverjar tekjur erlendis frá. Umfjöllun New York Times fór í loftið rétt fyrir fyrstu kappræður Trump og Joe Biden, frambjóðanda demókrata, en þær fara fram aðfaranótt næstkomandi miðvikudags, að íslenskum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira