„Ég skil ekki hvernig þú lifðir þetta af“ Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 3. október 2020 09:05 Jóhanna Ásmundsdóttir við gangbrautina þar sem ekið var á hana. Hún kallar ljósin sem sést glitta í á myndinni ljósin sín. Þau voru sett upp eftir slysið. Vísir/Tryggvi „Ég sagði strax að mamma hefði vakað yfir mér og kippt í mig. Ef bíllinn hefði hitt mig eins og hundinn þá væri ég ekki hér,“ segir Jóhanna Ásmundsdóttir, kennari á Akureyri. Jóhanna er ein þeirra sem orðið hefur fyrir bíl á Hörgárbraut á Akureyri undanfarin ár. Í hennar tilfelli var hún á gangi yfir gangbraut með hund sinn um fimmleytið í nóvember árið 2017. Ökumaður bíls sem ók of hratt bremsaði ekki fyrr en í sex metra fjarlægð. Má telja ótrúlegt að Jóhanna hafi lifað af. „Ég bjarga bara lífi mínu með því að stökkva. Það vill svo til að ég er til þess að gera í góðu formi,“ segir Jóhanna sem var sextug þegar slysið varð. Hundurinn hennar Ljómi, Golden retriever á fjórða ári, slapp ekki. Hundurinn kastaðist 21 metra „Hundurinn minn flaug yfir 20 metra,“ segir Jóhanna og eru það engar ýkjur. Í skaðabótadómi sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra í vikunni kemur fram að hundurinn hafi fundist 21 metra frá árekstrinum. Jóhanna þurfti að sækja mál gegn ökumanni bílsins og tryggingafélaginu hans, Verði, til að fá greiddar skaðabætur á grundvelli stórfellds gáleysis ökumannsins. Áður hafði Vörður viðurkennt bótaskyldu og greitt almennar bætur. Ljómi og Jóhanna voru afskaplega góðir félagar. Hans er sárt saknað.Úr einkasafni Dómurinn er afdráttarlaus Jóhönnu í hag nema að því leyti að hann fellst ekki á varanlegar andlegar afleiðingar. Engin læknisfræðileg gögn hafi legið fyrir sem styddu það. „Þeir vildu ekki meta andlegu áhrifin en að missa hundinn sinn er meira en að segja það. Það er það sem mér finnst erfiðast í þessu, hvernig það gerist.“ Traustur vinur Hundurinn Ljómi var þriggja og hálfs árs, Golden retriever, stór og hraustur. Góður vinur eins og hundaeigendur tengja vafalítið margir við. „Við búum tvö saman og maðurinn minn vinnur mikið. Þetta var minn helsti félagi,“ segir Jóhanna. Þau Ljómi hafi farið út að ganga tvisvar á dag eða kíkt í hundagerði. Það hafi munað miklu þegar hans naut ekki lengur við. Ljómi og Jóhanna á góðri stundu.Úr einkasafni Þótt þrjú ár verði bráðum liðin frá slysinu segist Jóhanna hafa komist við þegar hún las í gegnum dóminn á dögunum. Þar kemur fram að Jóhanna hafi gengið með hundinn sinn í bandi yfir gangbrautina. Gangan yfir akreinarnar tvær í norðurátt hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Svo hafi hún litið eftir umferð til suðurs og ekki séð nein bílljós. Ljómi brást ekki við Í atvikalýsingu í dómi héraðsdóms segir: Því hafi hún gengið út á akbrautina og hundurinn farið á undan eins og hans vandi hafi verið. Eftir að hún hafi komið út á fyrri akrein akbrautarinnarhafi hún veitt athygli bílljósum sem nálguðust en hún hafi talið að hún hefði nægan tíma til að komast alveg yfir og einnig að bílstjóri bifreiðarinnar myndi hægja ferðina ef þyrfti. Þegar hún hafi verið kominn um það bil að línu sem aðgreinir akreinar hafi hún séð að bifreiðin var komin of nálægt og að hennar mati sýnt að ökumaður hefði ekki tekið eftir henni. Hún kvaðst þá hafi tekið undir sig stökk eða tekið tvö stór skref og þannig farið fram fyrir hundinn sem ekki hafi brugðist við. Þessi tilraun nægði ekki og hún og hundurinn urðu fyrir bifreiðinni. Jóhanna segir að hundur geti ekki lesið úr aðstæðum eins og fólk. „Þegar ég stekk áfram er hann bara að rölta áfram. Hann skilur ekkert af hverju ég stekk, og hefur engan tíma til að hugsa það,“ segir Jóhanna. Lögreglan hafi orðað það þannig Jóhanna hefði hreinsað bílinn að stóru leyti, það hefði sést á bílnum sem hefði verið óhreinn. Þeir hefðu séð hvar hún rúllaði. „Ég sagði strax að mamma hefði vakað yfir mér og kippt í mig. Ef bíllinn hefði hitt mig eins og hundinn þá væri ég ekki hér.“ Teinn í beini frá hné niður í hæl Jóhanna var í fimm daga á sjúkrahúsi og gekkst undir aðgerð vegna fótbrots. „Ég er með tein frá hné og niður í hæl - svo er ég með skrúfu bæði ofan og neðan. Teinninn er bara settur inn í beinið, í staðinn fyrir merginn,“ segir Jóhanna. Varanlegur miski Jóhönnu var metinn 8 stig og varanleg örorka 10%. „Ég get alveg hreyft mig og er orðin býsna góð,“ segir Jóhanna. Hún fái þó stundum verki í hnéð og á dagskránni sé að fara að fjarlægja nagla úr hnénu á næstunni. Að neðan er rætt við Jóhönnu við gönguljós sem sett voru upp eftir slysið. Gönguljósin hennar eins og hún kynnir þau fyrir nemendum sínum á Akureyri. Klippa: Svo förum við yfir ljósin mín Tíð slys Það er ekki ofsögum sagt að sá kafli Hörgárbrautar sem liggur frá hringtorginu við Bónus verslun Bónus við Undirhlíð og niður að brúnni yfir Glerá hafi reynst hættulegur undanfarin ár. Vegarkaflinn er hluti af Þjóðvegi 1 í gegnum Akureyri og eru tvær akreinar í hvora átt. Jóhanna segir að engin gangbrautarljós hafi verið við gangbrautina í nóvember 2017 þegar slysið var. „Nú er búið að setja ljós. Það er alltaf verið að bæta aðeins við öryggið,“ segir Jóhanna. Enda hefur ekkert lát verið á slysum. Jóhanna, sem starfar sem kennari við Síðuskóla fer stundum með nemendur sína að ljósunum, sem hún kallar „ljósin mín“. Svona skilti hafa meðal annars verið sett upp í grennd við gangbrautir á Hörgárbraut, til að vara ökumenn við.Vísir/Tryggvi Páll Karlmaður slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann árið 2016 og árið 2017 var ekið á Jóhönnu. Árið 2018 slasaðist fimm ára drengur sem varð fyrir bíl á sama stað. Í febrúar á þessu ári var svo ekið á sjö ára stúlku, á annarri gangbraut, nokkur hundruð metrum fyrir ofan gangbrautina þar sem ekið var á Jóhönnu. Nýjar myndavélar Jóhanna segir vissulega margt betra en áður á þessum vegarkafla. Henni hafi borist til eyrna að til standi að setja upp skilti sem sýni hraða þeirra bíla sem ekið er á götunni. Hámarkshraði er 50 kílómetrar í götunni, sem er hluti af þjóðvegi 1. Íbúar í aðliggjandi hverfum hafa lengi kallað eftir því að gerð verði undirgöng fyrir gangandi vegfarendur þar sem Jóhanna lenti í slysinu. Slík göng eru ekki á dagskrá á næstunni en Akureyrarbær, í samvinnu við lögregluna og Vegagerðina vinna nú að að því. Þannig hefur verið ákveðið að bæta merkingar, setja upp skilti/broskarl sem sýnir raunhraða ökutækja og koma upp rauðljósa- og hraðamyndavél við gangbrautina við Stórholt. Myndavélarnar eru útbúnar radartækni til hraðamælinga og verða þær beintengdar ljósunum. Um er að ræða nýja tegund af myndavélum sem ekki hafa verið teknar í notkun hér á landi áður. Hugsar til móður sinnar heitinnar „Það hafa verið mörg slys og það er verið að vinna í þessu en tekur svolítið langan tíma,“ segir Jóhanna. Hún segir ljóst að hún hafi verið ótrúlega heppin að sleppa lifandi. „Það er kannski stóra málið þegar upp er staðið. Maðurinn minn sagði það líka í hvert skipti sem við keyrðum í gegn, „ég skil ekki hvernig þú lifðir þetta af“,“ segir Jóhanna. Þar sem hún kastaðist af bílnum er ljósastaur sem hún hafi verið mjög heppin að lenda ekki á. Það er spurning af hverju? Það eru mjög mörg ef og af hverju. Ég held ég hafi verið mjög heppin. En það má líka líta þannig á að einhver hafi viljað bjarga mér segir Jóhanna og hugsar til móður sinnar heitinnar. Samgönguslys Akureyri Dómsmál Umferðaröryggi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Ég sagði strax að mamma hefði vakað yfir mér og kippt í mig. Ef bíllinn hefði hitt mig eins og hundinn þá væri ég ekki hér,“ segir Jóhanna Ásmundsdóttir, kennari á Akureyri. Jóhanna er ein þeirra sem orðið hefur fyrir bíl á Hörgárbraut á Akureyri undanfarin ár. Í hennar tilfelli var hún á gangi yfir gangbraut með hund sinn um fimmleytið í nóvember árið 2017. Ökumaður bíls sem ók of hratt bremsaði ekki fyrr en í sex metra fjarlægð. Má telja ótrúlegt að Jóhanna hafi lifað af. „Ég bjarga bara lífi mínu með því að stökkva. Það vill svo til að ég er til þess að gera í góðu formi,“ segir Jóhanna sem var sextug þegar slysið varð. Hundurinn hennar Ljómi, Golden retriever á fjórða ári, slapp ekki. Hundurinn kastaðist 21 metra „Hundurinn minn flaug yfir 20 metra,“ segir Jóhanna og eru það engar ýkjur. Í skaðabótadómi sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra í vikunni kemur fram að hundurinn hafi fundist 21 metra frá árekstrinum. Jóhanna þurfti að sækja mál gegn ökumanni bílsins og tryggingafélaginu hans, Verði, til að fá greiddar skaðabætur á grundvelli stórfellds gáleysis ökumannsins. Áður hafði Vörður viðurkennt bótaskyldu og greitt almennar bætur. Ljómi og Jóhanna voru afskaplega góðir félagar. Hans er sárt saknað.Úr einkasafni Dómurinn er afdráttarlaus Jóhönnu í hag nema að því leyti að hann fellst ekki á varanlegar andlegar afleiðingar. Engin læknisfræðileg gögn hafi legið fyrir sem styddu það. „Þeir vildu ekki meta andlegu áhrifin en að missa hundinn sinn er meira en að segja það. Það er það sem mér finnst erfiðast í þessu, hvernig það gerist.“ Traustur vinur Hundurinn Ljómi var þriggja og hálfs árs, Golden retriever, stór og hraustur. Góður vinur eins og hundaeigendur tengja vafalítið margir við. „Við búum tvö saman og maðurinn minn vinnur mikið. Þetta var minn helsti félagi,“ segir Jóhanna. Þau Ljómi hafi farið út að ganga tvisvar á dag eða kíkt í hundagerði. Það hafi munað miklu þegar hans naut ekki lengur við. Ljómi og Jóhanna á góðri stundu.Úr einkasafni Þótt þrjú ár verði bráðum liðin frá slysinu segist Jóhanna hafa komist við þegar hún las í gegnum dóminn á dögunum. Þar kemur fram að Jóhanna hafi gengið með hundinn sinn í bandi yfir gangbrautina. Gangan yfir akreinarnar tvær í norðurátt hafi gengið áfallalaust fyrir sig. Svo hafi hún litið eftir umferð til suðurs og ekki séð nein bílljós. Ljómi brást ekki við Í atvikalýsingu í dómi héraðsdóms segir: Því hafi hún gengið út á akbrautina og hundurinn farið á undan eins og hans vandi hafi verið. Eftir að hún hafi komið út á fyrri akrein akbrautarinnarhafi hún veitt athygli bílljósum sem nálguðust en hún hafi talið að hún hefði nægan tíma til að komast alveg yfir og einnig að bílstjóri bifreiðarinnar myndi hægja ferðina ef þyrfti. Þegar hún hafi verið kominn um það bil að línu sem aðgreinir akreinar hafi hún séð að bifreiðin var komin of nálægt og að hennar mati sýnt að ökumaður hefði ekki tekið eftir henni. Hún kvaðst þá hafi tekið undir sig stökk eða tekið tvö stór skref og þannig farið fram fyrir hundinn sem ekki hafi brugðist við. Þessi tilraun nægði ekki og hún og hundurinn urðu fyrir bifreiðinni. Jóhanna segir að hundur geti ekki lesið úr aðstæðum eins og fólk. „Þegar ég stekk áfram er hann bara að rölta áfram. Hann skilur ekkert af hverju ég stekk, og hefur engan tíma til að hugsa það,“ segir Jóhanna. Lögreglan hafi orðað það þannig Jóhanna hefði hreinsað bílinn að stóru leyti, það hefði sést á bílnum sem hefði verið óhreinn. Þeir hefðu séð hvar hún rúllaði. „Ég sagði strax að mamma hefði vakað yfir mér og kippt í mig. Ef bíllinn hefði hitt mig eins og hundinn þá væri ég ekki hér.“ Teinn í beini frá hné niður í hæl Jóhanna var í fimm daga á sjúkrahúsi og gekkst undir aðgerð vegna fótbrots. „Ég er með tein frá hné og niður í hæl - svo er ég með skrúfu bæði ofan og neðan. Teinninn er bara settur inn í beinið, í staðinn fyrir merginn,“ segir Jóhanna. Varanlegur miski Jóhönnu var metinn 8 stig og varanleg örorka 10%. „Ég get alveg hreyft mig og er orðin býsna góð,“ segir Jóhanna. Hún fái þó stundum verki í hnéð og á dagskránni sé að fara að fjarlægja nagla úr hnénu á næstunni. Að neðan er rætt við Jóhönnu við gönguljós sem sett voru upp eftir slysið. Gönguljósin hennar eins og hún kynnir þau fyrir nemendum sínum á Akureyri. Klippa: Svo förum við yfir ljósin mín Tíð slys Það er ekki ofsögum sagt að sá kafli Hörgárbrautar sem liggur frá hringtorginu við Bónus verslun Bónus við Undirhlíð og niður að brúnni yfir Glerá hafi reynst hættulegur undanfarin ár. Vegarkaflinn er hluti af Þjóðvegi 1 í gegnum Akureyri og eru tvær akreinar í hvora átt. Jóhanna segir að engin gangbrautarljós hafi verið við gangbrautina í nóvember 2017 þegar slysið var. „Nú er búið að setja ljós. Það er alltaf verið að bæta aðeins við öryggið,“ segir Jóhanna. Enda hefur ekkert lát verið á slysum. Jóhanna, sem starfar sem kennari við Síðuskóla fer stundum með nemendur sína að ljósunum, sem hún kallar „ljósin mín“. Svona skilti hafa meðal annars verið sett upp í grennd við gangbrautir á Hörgárbraut, til að vara ökumenn við.Vísir/Tryggvi Páll Karlmaður slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann árið 2016 og árið 2017 var ekið á Jóhönnu. Árið 2018 slasaðist fimm ára drengur sem varð fyrir bíl á sama stað. Í febrúar á þessu ári var svo ekið á sjö ára stúlku, á annarri gangbraut, nokkur hundruð metrum fyrir ofan gangbrautina þar sem ekið var á Jóhönnu. Nýjar myndavélar Jóhanna segir vissulega margt betra en áður á þessum vegarkafla. Henni hafi borist til eyrna að til standi að setja upp skilti sem sýni hraða þeirra bíla sem ekið er á götunni. Hámarkshraði er 50 kílómetrar í götunni, sem er hluti af þjóðvegi 1. Íbúar í aðliggjandi hverfum hafa lengi kallað eftir því að gerð verði undirgöng fyrir gangandi vegfarendur þar sem Jóhanna lenti í slysinu. Slík göng eru ekki á dagskrá á næstunni en Akureyrarbær, í samvinnu við lögregluna og Vegagerðina vinna nú að að því. Þannig hefur verið ákveðið að bæta merkingar, setja upp skilti/broskarl sem sýnir raunhraða ökutækja og koma upp rauðljósa- og hraðamyndavél við gangbrautina við Stórholt. Myndavélarnar eru útbúnar radartækni til hraðamælinga og verða þær beintengdar ljósunum. Um er að ræða nýja tegund af myndavélum sem ekki hafa verið teknar í notkun hér á landi áður. Hugsar til móður sinnar heitinnar „Það hafa verið mörg slys og það er verið að vinna í þessu en tekur svolítið langan tíma,“ segir Jóhanna. Hún segir ljóst að hún hafi verið ótrúlega heppin að sleppa lifandi. „Það er kannski stóra málið þegar upp er staðið. Maðurinn minn sagði það líka í hvert skipti sem við keyrðum í gegn, „ég skil ekki hvernig þú lifðir þetta af“,“ segir Jóhanna. Þar sem hún kastaðist af bílnum er ljósastaur sem hún hafi verið mjög heppin að lenda ekki á. Það er spurning af hverju? Það eru mjög mörg ef og af hverju. Ég held ég hafi verið mjög heppin. En það má líka líta þannig á að einhver hafi viljað bjarga mér segir Jóhanna og hugsar til móður sinnar heitinnar.
Því hafi hún gengið út á akbrautina og hundurinn farið á undan eins og hans vandi hafi verið. Eftir að hún hafi komið út á fyrri akrein akbrautarinnarhafi hún veitt athygli bílljósum sem nálguðust en hún hafi talið að hún hefði nægan tíma til að komast alveg yfir og einnig að bílstjóri bifreiðarinnar myndi hægja ferðina ef þyrfti. Þegar hún hafi verið kominn um það bil að línu sem aðgreinir akreinar hafi hún séð að bifreiðin var komin of nálægt og að hennar mati sýnt að ökumaður hefði ekki tekið eftir henni. Hún kvaðst þá hafi tekið undir sig stökk eða tekið tvö stór skref og þannig farið fram fyrir hundinn sem ekki hafi brugðist við. Þessi tilraun nægði ekki og hún og hundurinn urðu fyrir bifreiðinni.
Samgönguslys Akureyri Dómsmál Umferðaröryggi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira