Trump-liðar ósáttir við áætlaðar breytingar á kappræðum Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2020 12:39 Donald Trump hefur gagnrýnt nefndina sem heldur utan um kappræðurnar frá því áður en hann tók fyrst þátt í þeim 2016. AP/Alex Brandon Frá kosningabaráttunni 2016 hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verið ósáttur við hina ópólitísku nefnd sem stýrir kappræðum í forsetakosningunum. Nefndin hefur heitið því að gera breytingar á næstu kappræðum Trump og Joe Biden. Breyta á reglunum til að reyna að draga úr truflunum eftir að forsetinn greip ítrekað fram í fyrir Biden og Chris Wallace, stjórnanda fyrstu kappræðanna á miðvikudagsnótt. Trump telur það að gera eigi breytingar til marks um stuðning nefndarinnar við Biden. Samkvæmt talningu blaðamanna Washington Post gripu frambjóðendurnir alls 90 sinnum fram í fyrir Wallace eða hvorum öðrum. Trump 71 sinni og Biden 19 sinnum. Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. Nú segir hann að komandi breytingar séu til marks um að nefndin styðji Biden og Demókrata. Snemma í kappræðunum ítrekaði Wallace að framboð Trump hefði samþykkt að báðar hliðar fengju tvær mínútur til svara og það án truflana. Bað hann forsetann um að fara eftir því. Það gerði Trump ekki og eftir að Wallace hafði nokkrum sinnum ávítt hann fyrir framígrip sagði Trump: „Mér sýnist ég vera í kappræðum við þig, ekki hann. Það er í lagi. Það kemur ekki á óvart.“ Ósáttir við breytingar Framboð Trump sendi í gær frá sér yfirlýsingu eftir að ætlanir nefndarinnar um að breyta reglunum urðu ljósar um að eingöngu væri verið að grípa til breytinga vegna þess að Trump hafi „rústað“ Biden, sem lýst var sem „þeirra manni“, í kappræðunum. Verið sé að breyta reglunum og færa mörkin í miðjum leik. Í umfjöllun Politico er bent á að sú yfirlýsing er í samræmi við þá framboðsstefnu forsetans að „kerfið“ sé gegn honum. Hann hafi frá því í kappræðunum gegn Hillary Clinton árið 2016 verið ósáttur við nefndina. Áður en hann og Clinton stigu á svið staðhæfði Trump að nefndin og Clinton ættu í leynimakki um skipuleggja fyrstu tvær kappræðurnar á sömu dögum og leiki í amerískum fótbolta. Það hefði verið gert til að draga úr fjölda áhorfenda. Hann veittist líka gegn stjórnendum kappræðanna og sakaði það um að vera gegn sér og sakaði nefndina um að hafa skemmt fyrir honum með því að eiga við hljóðnema hans. Í yfirlýsingu frá nefndinni segir að kappræðurnar hafi sýnt fram á nauðsyn þess að breyta þeim til að tryggja betru umræðu um málefnin. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar er ein breytingin sem verið er að skoða að gera stjórnanda kappræðanna mögulegt að slökkva á hljóðnema frambjóðendanna, hafi þeir ekki hemil á sér. Næstu kappræður þeirra Trump og Biden fara fram þann 15. október í Miami. Þær verða með svokölluðu bæjarfundarsniði, þar sem frambjóðendurnir verða spurðir spurninga úr sal. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa rætt við kjósendur víðsvegar um Bandaríkin í kjölfar kappræðanna um hvað þeim fannst um sjónarspilið. Flestir voru þeirrar skoðunar að það hefði verið erfitt að horfa á þær. Flestir kenndu Trump um og sögðu hann hafa valdið látunum. Enginn þeirra sagði þó að kappræðurnar hefðu breytt því hvernig þau ætluðu að kjósa. Þeir sem studdu Trump fyrir kappræðurnar gera það enn og það sama má segja um þá sem studdu Biden. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin: Fyrstu kappræðurnar vöktu mikla athygli Fyrstu kappræður forsetakosninga Bandaríkjanna fóru fram aðfaranótt miðvikudagsins. Þar mættust þeir Donald Trump, forseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, á sviði í fyrsta sinn. Óhætt er að segja að úrkoman hafi verið sérstök. 1. október 2020 09:07 Japanskir túlkar í miklum bobba með kappræðurnar Túlkar NHK, ríkissjónvarps Japans, áttu í miklum vandræðum með vinnu sína í nótt. 30. september 2020 13:23 Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14 „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Frá kosningabaráttunni 2016 hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, verið ósáttur við hina ópólitísku nefnd sem stýrir kappræðum í forsetakosningunum. Nefndin hefur heitið því að gera breytingar á næstu kappræðum Trump og Joe Biden. Breyta á reglunum til að reyna að draga úr truflunum eftir að forsetinn greip ítrekað fram í fyrir Biden og Chris Wallace, stjórnanda fyrstu kappræðanna á miðvikudagsnótt. Trump telur það að gera eigi breytingar til marks um stuðning nefndarinnar við Biden. Samkvæmt talningu blaðamanna Washington Post gripu frambjóðendurnir alls 90 sinnum fram í fyrir Wallace eða hvorum öðrum. Trump 71 sinni og Biden 19 sinnum. Í kappræðunum gekk Trump fram af mikilli hörku og hunsaði margar þeirra reglna sem hann hafði samþykkt að fara eftir. Þær snúa meðal annars að framíköllum og tímalengd ummæla. Nú segir hann að komandi breytingar séu til marks um að nefndin styðji Biden og Demókrata. Snemma í kappræðunum ítrekaði Wallace að framboð Trump hefði samþykkt að báðar hliðar fengju tvær mínútur til svara og það án truflana. Bað hann forsetann um að fara eftir því. Það gerði Trump ekki og eftir að Wallace hafði nokkrum sinnum ávítt hann fyrir framígrip sagði Trump: „Mér sýnist ég vera í kappræðum við þig, ekki hann. Það er í lagi. Það kemur ekki á óvart.“ Ósáttir við breytingar Framboð Trump sendi í gær frá sér yfirlýsingu eftir að ætlanir nefndarinnar um að breyta reglunum urðu ljósar um að eingöngu væri verið að grípa til breytinga vegna þess að Trump hafi „rústað“ Biden, sem lýst var sem „þeirra manni“, í kappræðunum. Verið sé að breyta reglunum og færa mörkin í miðjum leik. Í umfjöllun Politico er bent á að sú yfirlýsing er í samræmi við þá framboðsstefnu forsetans að „kerfið“ sé gegn honum. Hann hafi frá því í kappræðunum gegn Hillary Clinton árið 2016 verið ósáttur við nefndina. Áður en hann og Clinton stigu á svið staðhæfði Trump að nefndin og Clinton ættu í leynimakki um skipuleggja fyrstu tvær kappræðurnar á sömu dögum og leiki í amerískum fótbolta. Það hefði verið gert til að draga úr fjölda áhorfenda. Hann veittist líka gegn stjórnendum kappræðanna og sakaði það um að vera gegn sér og sakaði nefndina um að hafa skemmt fyrir honum með því að eiga við hljóðnema hans. Í yfirlýsingu frá nefndinni segir að kappræðurnar hafi sýnt fram á nauðsyn þess að breyta þeim til að tryggja betru umræðu um málefnin. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar er ein breytingin sem verið er að skoða að gera stjórnanda kappræðanna mögulegt að slökkva á hljóðnema frambjóðendanna, hafi þeir ekki hemil á sér. Næstu kappræður þeirra Trump og Biden fara fram þann 15. október í Miami. Þær verða með svokölluðu bæjarfundarsniði, þar sem frambjóðendurnir verða spurðir spurninga úr sal. Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa rætt við kjósendur víðsvegar um Bandaríkin í kjölfar kappræðanna um hvað þeim fannst um sjónarspilið. Flestir voru þeirrar skoðunar að það hefði verið erfitt að horfa á þær. Flestir kenndu Trump um og sögðu hann hafa valdið látunum. Enginn þeirra sagði þó að kappræðurnar hefðu breytt því hvernig þau ætluðu að kjósa. Þeir sem studdu Trump fyrir kappræðurnar gera það enn og það sama má segja um þá sem studdu Biden.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin: Fyrstu kappræðurnar vöktu mikla athygli Fyrstu kappræður forsetakosninga Bandaríkjanna fóru fram aðfaranótt miðvikudagsins. Þar mættust þeir Donald Trump, forseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, á sviði í fyrsta sinn. Óhætt er að segja að úrkoman hafi verið sérstök. 1. október 2020 09:07 Japanskir túlkar í miklum bobba með kappræðurnar Túlkar NHK, ríkissjónvarps Japans, áttu í miklum vandræðum með vinnu sína í nótt. 30. september 2020 13:23 Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14 „Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25 Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30 Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Bandaríkin: Fyrstu kappræðurnar vöktu mikla athygli Fyrstu kappræður forsetakosninga Bandaríkjanna fóru fram aðfaranótt miðvikudagsins. Þar mættust þeir Donald Trump, forseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, á sviði í fyrsta sinn. Óhætt er að segja að úrkoman hafi verið sérstök. 1. október 2020 09:07
Japanskir túlkar í miklum bobba með kappræðurnar Túlkar NHK, ríkissjónvarps Japans, áttu í miklum vandræðum með vinnu sína í nótt. 30. september 2020 13:23
Kappræðurnar sagðar skammarlegar fyrir bandarískt lýðræði Stjórnmálaskýrendur vestanhafs eru margir hverjir sannfærðir um að að fyrstu kappræður Donald Trump og Joe Biden hafi ekki verið álitlegar. Þáttastjórnendur Bandaríkjanna virðast sammála. 30. september 2020 11:14
„Snjóflóð“ lyga frá forsetanum Frammistöðu Trumps hefur verið líkt við framgöngu hans á kosningafundum hans, þar sem forsetinn hefur sjaldan látið sannleikann standa í vegi fyrir sér. 30. september 2020 09:25
Framíköll, óreiða og deilur einkenndu kappræðurnar Fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fóru fram í Cleveland í nótt. Kappræðurnar einkenndust af framíköllum og deilum. 30. september 2020 07:30
Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01