Segir rétt að refsa Foden og Greenwood áfram fyrir hegðun þeirra á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 09:30 Phil Foden og Mason Greenwood á æfingu með enska landsliðinu. Getty/Mike Egerton Ensku vandræðagemlingarnir frá því í Bændahöllinni voru ekki valdir í nýjasta enska landsliðshópinn í gær og sérfræðingur á breska ríkisútvarpinu segir það vera rétta ákvörðun hjá enska landsliðsþjálfaranum. Gareth Southgate valdi í gær sinn fyrsta landsliðshóp eftir ferðalagið til Íslands þar sem tveir af efnilegustu leikmönnum enska landsliðsins gerðust sekir um að brjóta sóttkví með því að hitta íslenskar stelpur á hóteli enska landsliðsins. Southgate sendi þá Phil Foden og Mason Greenwood heim frá Íslandi með skömm þegar upp komst um hegðun þeirra og þeir misstu því af seinni leiknum í landsliðsglugganum sem var á móti Danmörku. Phil Foden og Mason Greenwood missa líka af næstu þremur leikjum liðsins því Gareth Southgate valdi þá ekki í landsliðshópinn sinn fyrir komandi leiki á móti Wales, Belgíu og Danmörku. Phil McNulty, knattspyrnusérfræðingur á breska ríkisútvarpinu, er sammála ákvörðun Southgate að refsa Foden og Greenwood áfram fyrir hegðun þeirra á Íslandi. Phil Foden and Mason Greenwood's omissions from Gareth Southgate's England squad are 'perfectly justified'.@philmcnulty's analysis https://t.co/gvUjhdyFU8#bbcfootball pic.twitter.com/HvoRcXUaeG— BBC Sport (@BBCSport) October 2, 2020 „Southgate átti rétt á því að vera reiður út í þá Foden og Greenwood fyrir heimskupör þeirra og það að þeir brugðust hans trausti á Íslandi. Það var því óumflýjanlegt að þeir yrðu ekki með að þessu sinni. Þeir þurfa að fálengri tíma til að hugsa betur um hvað þeir gerðu,“ skrifaði Phil McNulty. McNulty er þó viss um að þeir Phil Foden og Mason Greenwood verði ekki lengi í skammakróknum hjá Gareth Southgate. „Foden og Greenwood verða báðir komnir aftur inn í landsliðið áður en langt um líður. Þetta eru tveir mjög hæfileikaríkir leikmenn sem hafa alla burði til að spila lykilhlutverk í enska landsliðinu á Evrópumótinu næsta sumar sem og mörg ár í viðbót,“ skrifaði McNulty. „Það er aftur á móti fullkomlega réttlætanlegt að Southgate skuli núna ítreka skilaboð sín um það sem á ekki að koma fyrir innan enska hópsins. Það er líka gott fyrir strákana að stíga aðeins út úr sviðsljósinu eftir að hafa eignað sér allar þessar fyrirsagnir sem landsliðsþjálfarinn þarf ekki á að halda,“ skrifaði McNulty. Það má sjá allan pistil hans hér. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Ensku vandræðagemlingarnir frá því í Bændahöllinni voru ekki valdir í nýjasta enska landsliðshópinn í gær og sérfræðingur á breska ríkisútvarpinu segir það vera rétta ákvörðun hjá enska landsliðsþjálfaranum. Gareth Southgate valdi í gær sinn fyrsta landsliðshóp eftir ferðalagið til Íslands þar sem tveir af efnilegustu leikmönnum enska landsliðsins gerðust sekir um að brjóta sóttkví með því að hitta íslenskar stelpur á hóteli enska landsliðsins. Southgate sendi þá Phil Foden og Mason Greenwood heim frá Íslandi með skömm þegar upp komst um hegðun þeirra og þeir misstu því af seinni leiknum í landsliðsglugganum sem var á móti Danmörku. Phil Foden og Mason Greenwood missa líka af næstu þremur leikjum liðsins því Gareth Southgate valdi þá ekki í landsliðshópinn sinn fyrir komandi leiki á móti Wales, Belgíu og Danmörku. Phil McNulty, knattspyrnusérfræðingur á breska ríkisútvarpinu, er sammála ákvörðun Southgate að refsa Foden og Greenwood áfram fyrir hegðun þeirra á Íslandi. Phil Foden and Mason Greenwood's omissions from Gareth Southgate's England squad are 'perfectly justified'.@philmcnulty's analysis https://t.co/gvUjhdyFU8#bbcfootball pic.twitter.com/HvoRcXUaeG— BBC Sport (@BBCSport) October 2, 2020 „Southgate átti rétt á því að vera reiður út í þá Foden og Greenwood fyrir heimskupör þeirra og það að þeir brugðust hans trausti á Íslandi. Það var því óumflýjanlegt að þeir yrðu ekki með að þessu sinni. Þeir þurfa að fálengri tíma til að hugsa betur um hvað þeir gerðu,“ skrifaði Phil McNulty. McNulty er þó viss um að þeir Phil Foden og Mason Greenwood verði ekki lengi í skammakróknum hjá Gareth Southgate. „Foden og Greenwood verða báðir komnir aftur inn í landsliðið áður en langt um líður. Þetta eru tveir mjög hæfileikaríkir leikmenn sem hafa alla burði til að spila lykilhlutverk í enska landsliðinu á Evrópumótinu næsta sumar sem og mörg ár í viðbót,“ skrifaði McNulty. „Það er aftur á móti fullkomlega réttlætanlegt að Southgate skuli núna ítreka skilaboð sín um það sem á ekki að koma fyrir innan enska hópsins. Það er líka gott fyrir strákana að stíga aðeins út úr sviðsljósinu eftir að hafa eignað sér allar þessar fyrirsagnir sem landsliðsþjálfarinn þarf ekki á að halda,“ skrifaði McNulty. Það má sjá allan pistil hans hér.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira