Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2020 10:09 Trump gerði grín að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vegna þess að hann notar grímur þegar hann kemur fram opinberlega. Aðeins þremur dögum síðar greindist Trump smitaður af kórónuveirunni. AP/Julio Cortez Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. Öll fullorðin börn forsetans og nokkrir nánustu ráðgjafar hans voru með honum í flugvél á þriðjudag, öll án gríma. Greint var frá því seint í nótt að Trump-hjónin og Hope Hicks, einn nánasti ráðgjafi forsetans, hefðu öll greinst jákvæð fyrir nýju afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. New York Times rekur ferðir forsetans í þessari viku og segir að hann hafi verið í návígi við fjölda fólks. Hann undirbjó sig fyrir kappræður við Joe Biden, frambjóðanda demókrata, með ráðgjöfum sínum og Mike Pence, varaforseta, í þröngu rými í vesturálmu Hvíta hússins þar sem starfsmenn ganga ekki með grímur og láta þess í stað skima sig reglulega. Þá hitti forsetinn auðuga fjárhagslega bakhjarla sína á einkaheimili í Minneapolis í vikunni og kom fram á kosningafundi með þúsundum stuðningsmanna í Minnesota þar sem meirihluti viðstaddra var ekki með grímu. Trump deildi ekki aðeins sviði með Biden, sem er 77 ára gamall, á þriðjudagskvöld heldur einnig Amy Coney Barrett þegar forsetinn kynnti hana sem hæstaréttardómaraefni sitt við Hvíta húsið á laugardag. Hope Hicks var í föruneyti Trump til Minnesota á miðvikudag og byrjaði að finna fyrir einkennum í ferðinni. Hér er hún með Jared Kushner, tengdasyni forsetans, þegar þau lögðu upp í ferðina. Enginn var með grímu.AP/Alex Brandon Enginn með grímur eða að gæta að sér Enn liggur ekki fyrir hvar eða hvenær Trump forseti smitaðist af veirunni. Hicks, ráðgjafi hans, byrjaði að finna fyrir einkennum þegar hún var á kosningafundi forsetans í Minnesota á miðvikudag. Hún greindist í kjölfarið smituð af veirunni. Læknalið Hvíta hússins vinnur nú að smitrakningu. Nokkrir nánustu ráðgjafar Trump segja NYT að þeir búist fastlega við að fleiri í nánasta hring forsetans greinist smitaðir á næstu dögum. Þannig voru öll fullorðin börn Trump og helstu ráðgjafar hans í Hvíta húsinu og forsetaframboði hans með honum í forsetaflugvélinni þegar hann flaug á kappræðurnar gegn Biden í Ohio á þriðjudag. Ekkert þeirra var með grímur þegar þau gengu um borð og stigu frá borði. Bill Stepien, kosningastjóri Trump, sást fara grímulaus um borð í flugvélina og síðar í bíl með Hicks. Á meðal þeirra sem voru um borð í flugvélinni voru Jason Miller, einn helsti ráðgjafi framboðsins, Stephen Miller, stefnuráðgjafi Trump í Hvíta húsinu, Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trump sem sjálfur greindist smitaður í júlí, og Jim Jordan, fulltrúadeildarþingmaður frá Ohio. Fáir eru sagði hafa viðhaft sérstaka smitgát í ferðinni. Gerði grín að Biden fyrir að nota grímu Trump hefur ítrekað gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum og sagt að veiran ætti eftir að hverfa eins og dögg fyrir sólu. Þá hefur hann grafið undan tilmælum eigin ríkisstjórnar um sóttvarnir og grímunotkun. Í kappræðunum á þriðjudagkvöld gerði Trump jafnvel gys að Biden fyrir að nota grímu þegar hann kemur fram opinberlega. Sagðist Trump nota grímu þegar hann þyrfti þess. „Ég geng ekki með grímu eins og hann. Hann er alltaf með grímu þegar maður sér hann. Hann gæti verið að tala tvö hundruð fetum [61 metra] frá þeim og hann mætir með stærstu grímu sem ég hef nokkur tímann séð,“ sagði Trump. Starfslið Melaniu Trump forsetafrúr er sagt hafa tekið smitvarnir mun fastari tökum í faraldrinum. Hún skipaði meirihluta starfsfólks síns að vinna heima og þegar hún ferðast með forsetanum gerir hún það án starfsliðs síns til þess að forðast frekari smithættu. Forsetafrúin birti mynd af sér með grímu á samfélagsmiðlum á sama tíma og eiginmaður hennar þráaðist við að nota grímu fyrr á þessu ári. Tímalína um ferðir Trump í vikunni sem hann greindist smitaður Mánudagur - Trump skoðaði flutningabíl frá Lordstown Motors á suðurbletti Hvíta hússins á viðburði sem tveir þingmenn og þrír fulltrúar framleiðandans Lordstown frá Ohio, voru viðstaddir. -Trump hélt viðburð í Hvíta húsinu til að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar um að dreifa milljónum kórónuveiruprófa til ríkja. Embættismenn ríkisstjórnarinnar, þar á meðal Mike Pence varaforseti, þingmenn og embættismenn ríkja, voru viðstaddir viðburðinn. Þriðjudagur -Trump ferðaðist til Cleveland til að taka þátt í 90 mínútna kappræðum við Joe Biden, keppinaut sinn frá Demókrataflokknum. Báðir mennirnir voru skimaðir fyrir veirunni fyrir kappræðunnar og stóðu á bak við ræðupúlt með ágætri fjarlægð. Þeir voru ekki með grímur í kappræðunum. -Hope Hicks, ráðgjafi Hvíta hússins, var hluti af stærra föruneyti sem ferðaðist með Trump í forsetaflugvélinni á kappræðurnar í Ohio, þar á meðal fjölskyldumeðlimir Trump. Fullorðin börn Trump og háttsettir ráðgjafar hans voru ekki með grímur á kappræðunum sem var brot á reglum gestgjafa þeirra. Miðvikudagur -Trump ferðaðist til Minnesota á fjáröflunarfund á einkaheimili í úthverfi Minneapolis og kosningafund sem var haldinn utandyra í Duluth. -Hicks var á meðal ráðgjafa úr Hvíta húsinu sem fylgdu Trump í ferðinni. Hún kenndi sér meins á leiðinni heim og einangraði sig um borð í forsetaflugvélinni. Fimmtudagur -Hicks greinist smituð af kórónuveirunni. -Trump flýgur til Bedminster-klúbbs síns í New Jersey á fjáröflunarviðburð. Nokkrir ráðgjafar sem voru í návígi við Hicks hætta við að fylgja Trump. -Trump tilkynnir í viðtali við Fox News um kvöldið að hann og forsetafrúin hafi farið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Hann tísti síðar um að þau ætluðu að hefja „sóttkvíarferlið okkar!“ Föstudagur -Trump tísti laust fyrir klukkan eitt í nótt að staðartíma í Washington-borg að hann og forsetafrúin hefðu greinst smituð af kórónuveirunni og að þau myndu „byrja sóttkvíar- og bataferlið strax.“ -Sean Conley, læknir forsetans, birtir yfirlýsingu um að forsetinn og forsetafrúin „hafi það gott þessa stundina og ætla sér að halda sig heima í Hvíta húsinu á meðan þau ná bata.“ Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. Öll fullorðin börn forsetans og nokkrir nánustu ráðgjafar hans voru með honum í flugvél á þriðjudag, öll án gríma. Greint var frá því seint í nótt að Trump-hjónin og Hope Hicks, einn nánasti ráðgjafi forsetans, hefðu öll greinst jákvæð fyrir nýju afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. New York Times rekur ferðir forsetans í þessari viku og segir að hann hafi verið í návígi við fjölda fólks. Hann undirbjó sig fyrir kappræður við Joe Biden, frambjóðanda demókrata, með ráðgjöfum sínum og Mike Pence, varaforseta, í þröngu rými í vesturálmu Hvíta hússins þar sem starfsmenn ganga ekki með grímur og láta þess í stað skima sig reglulega. Þá hitti forsetinn auðuga fjárhagslega bakhjarla sína á einkaheimili í Minneapolis í vikunni og kom fram á kosningafundi með þúsundum stuðningsmanna í Minnesota þar sem meirihluti viðstaddra var ekki með grímu. Trump deildi ekki aðeins sviði með Biden, sem er 77 ára gamall, á þriðjudagskvöld heldur einnig Amy Coney Barrett þegar forsetinn kynnti hana sem hæstaréttardómaraefni sitt við Hvíta húsið á laugardag. Hope Hicks var í föruneyti Trump til Minnesota á miðvikudag og byrjaði að finna fyrir einkennum í ferðinni. Hér er hún með Jared Kushner, tengdasyni forsetans, þegar þau lögðu upp í ferðina. Enginn var með grímu.AP/Alex Brandon Enginn með grímur eða að gæta að sér Enn liggur ekki fyrir hvar eða hvenær Trump forseti smitaðist af veirunni. Hicks, ráðgjafi hans, byrjaði að finna fyrir einkennum þegar hún var á kosningafundi forsetans í Minnesota á miðvikudag. Hún greindist í kjölfarið smituð af veirunni. Læknalið Hvíta hússins vinnur nú að smitrakningu. Nokkrir nánustu ráðgjafar Trump segja NYT að þeir búist fastlega við að fleiri í nánasta hring forsetans greinist smitaðir á næstu dögum. Þannig voru öll fullorðin börn Trump og helstu ráðgjafar hans í Hvíta húsinu og forsetaframboði hans með honum í forsetaflugvélinni þegar hann flaug á kappræðurnar gegn Biden í Ohio á þriðjudag. Ekkert þeirra var með grímur þegar þau gengu um borð og stigu frá borði. Bill Stepien, kosningastjóri Trump, sást fara grímulaus um borð í flugvélina og síðar í bíl með Hicks. Á meðal þeirra sem voru um borð í flugvélinni voru Jason Miller, einn helsti ráðgjafi framboðsins, Stephen Miller, stefnuráðgjafi Trump í Hvíta húsinu, Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Trump sem sjálfur greindist smitaður í júlí, og Jim Jordan, fulltrúadeildarþingmaður frá Ohio. Fáir eru sagði hafa viðhaft sérstaka smitgát í ferðinni. Gerði grín að Biden fyrir að nota grímu Trump hefur ítrekað gert lítið úr kórónuveirufaraldrinum og sagt að veiran ætti eftir að hverfa eins og dögg fyrir sólu. Þá hefur hann grafið undan tilmælum eigin ríkisstjórnar um sóttvarnir og grímunotkun. Í kappræðunum á þriðjudagkvöld gerði Trump jafnvel gys að Biden fyrir að nota grímu þegar hann kemur fram opinberlega. Sagðist Trump nota grímu þegar hann þyrfti þess. „Ég geng ekki með grímu eins og hann. Hann er alltaf með grímu þegar maður sér hann. Hann gæti verið að tala tvö hundruð fetum [61 metra] frá þeim og hann mætir með stærstu grímu sem ég hef nokkur tímann séð,“ sagði Trump. Starfslið Melaniu Trump forsetafrúr er sagt hafa tekið smitvarnir mun fastari tökum í faraldrinum. Hún skipaði meirihluta starfsfólks síns að vinna heima og þegar hún ferðast með forsetanum gerir hún það án starfsliðs síns til þess að forðast frekari smithættu. Forsetafrúin birti mynd af sér með grímu á samfélagsmiðlum á sama tíma og eiginmaður hennar þráaðist við að nota grímu fyrr á þessu ári. Tímalína um ferðir Trump í vikunni sem hann greindist smitaður Mánudagur - Trump skoðaði flutningabíl frá Lordstown Motors á suðurbletti Hvíta hússins á viðburði sem tveir þingmenn og þrír fulltrúar framleiðandans Lordstown frá Ohio, voru viðstaddir. -Trump hélt viðburð í Hvíta húsinu til að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar um að dreifa milljónum kórónuveiruprófa til ríkja. Embættismenn ríkisstjórnarinnar, þar á meðal Mike Pence varaforseti, þingmenn og embættismenn ríkja, voru viðstaddir viðburðinn. Þriðjudagur -Trump ferðaðist til Cleveland til að taka þátt í 90 mínútna kappræðum við Joe Biden, keppinaut sinn frá Demókrataflokknum. Báðir mennirnir voru skimaðir fyrir veirunni fyrir kappræðunnar og stóðu á bak við ræðupúlt með ágætri fjarlægð. Þeir voru ekki með grímur í kappræðunum. -Hope Hicks, ráðgjafi Hvíta hússins, var hluti af stærra föruneyti sem ferðaðist með Trump í forsetaflugvélinni á kappræðurnar í Ohio, þar á meðal fjölskyldumeðlimir Trump. Fullorðin börn Trump og háttsettir ráðgjafar hans voru ekki með grímur á kappræðunum sem var brot á reglum gestgjafa þeirra. Miðvikudagur -Trump ferðaðist til Minnesota á fjáröflunarfund á einkaheimili í úthverfi Minneapolis og kosningafund sem var haldinn utandyra í Duluth. -Hicks var á meðal ráðgjafa úr Hvíta húsinu sem fylgdu Trump í ferðinni. Hún kenndi sér meins á leiðinni heim og einangraði sig um borð í forsetaflugvélinni. Fimmtudagur -Hicks greinist smituð af kórónuveirunni. -Trump flýgur til Bedminster-klúbbs síns í New Jersey á fjáröflunarviðburð. Nokkrir ráðgjafar sem voru í návígi við Hicks hætta við að fylgja Trump. -Trump tilkynnir í viðtali við Fox News um kvöldið að hann og forsetafrúin hafi farið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Hann tísti síðar um að þau ætluðu að hefja „sóttkvíarferlið okkar!“ Föstudagur -Trump tísti laust fyrir klukkan eitt í nótt að staðartíma í Washington-borg að hann og forsetafrúin hefðu greinst smituð af kórónuveirunni og að þau myndu „byrja sóttkvíar- og bataferlið strax.“ -Sean Conley, læknir forsetans, birtir yfirlýsingu um að forsetinn og forsetafrúin „hafi það gott þessa stundina og ætla sér að halda sig heima í Hvíta húsinu á meðan þau ná bata.“
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58