Biden ekki með Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2020 16:41 Hér eru þeir Biden og Trump með eiginkonum sínum Jill og Melaníu, eftir kappræðurnar í vikunni. AP/Julio Cortez Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. Þeir tveir deildu sviði í kappræðum sem fram fóru aðfaranótt þriðjudagsins. Biden sagði frá niðurstöðu skimunarinnar á Twitter nú fyrir skömmu og ítrekaði hann fyrir fólki að notast við persónulegar sóttvarnir. I m happy to report that Jill and I have tested negative for COVID. Thank you to everyone for your messages of concern. I hope this serves as a reminder: wear a mask, keep social distance, and wash your hands.— Joe Biden (@JoeBiden) October 2, 2020 Eftir að starfsmenn Hvíta hússins komust að því að náinn ráðgjafi Trump hefði smitast, var framboð Biden ekki látið vita. Þess í stað komst Joe Biden að smiti Trump í gegnum fréttir fjölmiðla og fór hann í skimun í kjölfar þess. Öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee, sem er Repúblikani frá Utah, greindi frá því í dag að hann hefði greinst með Covid-19 og það sagði Ronna McDaniel, framkvæmdastjóri Landsnefndar Repúblikanaflokksins einnig. Lee var staddur í garði Hvíta hússins á laugardaginn síðasta þegar Trump tilkynnti að hann ætlaði að tilnefna Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Enginn þar var með andlitsgrímu og enginn stundaði nokkurs konar félagsforðun, samkvæmt lýsingum blaðamanna vestanhafs. Sjá einnig: Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Á þriðjudaginn fundaði Lee með Barrett og voru þau í miklu návígi án gríma. Sömuleiðis fundaði hann með Lindsey Graham, sem er einnig öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins og formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar. Hvorugur þeirra var með grímu. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi í dag að hann ætti von á því að fleiri smit myndu greinast í Hvíta húsinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. Þeir tveir deildu sviði í kappræðum sem fram fóru aðfaranótt þriðjudagsins. Biden sagði frá niðurstöðu skimunarinnar á Twitter nú fyrir skömmu og ítrekaði hann fyrir fólki að notast við persónulegar sóttvarnir. I m happy to report that Jill and I have tested negative for COVID. Thank you to everyone for your messages of concern. I hope this serves as a reminder: wear a mask, keep social distance, and wash your hands.— Joe Biden (@JoeBiden) October 2, 2020 Eftir að starfsmenn Hvíta hússins komust að því að náinn ráðgjafi Trump hefði smitast, var framboð Biden ekki látið vita. Þess í stað komst Joe Biden að smiti Trump í gegnum fréttir fjölmiðla og fór hann í skimun í kjölfar þess. Öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee, sem er Repúblikani frá Utah, greindi frá því í dag að hann hefði greinst með Covid-19 og það sagði Ronna McDaniel, framkvæmdastjóri Landsnefndar Repúblikanaflokksins einnig. Lee var staddur í garði Hvíta hússins á laugardaginn síðasta þegar Trump tilkynnti að hann ætlaði að tilnefna Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Enginn þar var með andlitsgrímu og enginn stundaði nokkurs konar félagsforðun, samkvæmt lýsingum blaðamanna vestanhafs. Sjá einnig: Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Á þriðjudaginn fundaði Lee með Barrett og voru þau í miklu návígi án gríma. Sömuleiðis fundaði hann með Lindsey Graham, sem er einnig öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins og formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar. Hvorugur þeirra var með grímu. Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi í dag að hann ætti von á því að fleiri smit myndu greinast í Hvíta húsinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21
Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 2. október 2020 05:58