Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2020 08:00 JOe Biden í Michigan í gærkvöldi. AP/Andrew Harnik Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. Veiran myndi ekki hverfa sjálfkrafa og umfangsmikil skimun um gervöll Bandaríkin, ekki bara í Hvíta húsinu, væri nauðsynleg. Þetta sagði Biden í ræðu í Michigan og sagði hann einnig að nú þyrftu Bandaríkjamenn að koma saman. Hann tilkynnti þar að auki að framboð hans myndi taka neikvæðar auglýsingar um Trump úr birtingu og óskaði hann forsetanum velfarnaðar. Samkvæmt heimildum Politico var starfsmönnum framboðs Biden skipað að stíga varlega til jarðar, fljótt eftir að fregnir bárust af smiti forsetans. Þau ættu ekki að gera grín að Trump á nokkurn hátt og ekki tala við fjölmiðla í bili. Almenningur myndi sjálfur komast að þeirri niðurstöðu að mistök forsetans í því að vernda þjóðina og að taka faraldurinn alvarlega hefði komið niður á honum sjálfum. Það að gera grín að Biden fyrir að vera með grímu og stunda félagsforðun myndi nú mögulega kosta hann annað kjörtímabil. Donald Trump var fluttur á sjúkrahús í gær og verður hann líklega þar í nokkra daga. Í myndbandi sem birt var í gærkvöldi sagðist forsetinn við góða heilsu. Einn viðmælandi miðilsins sagði að framboðið hefði farið í dvala í gær. Greinandi Demókrataflokksins, sem AP fréttaveitan ræddi við, sló á svipaða strengi. „Hann [Biden] þarf ekki að segja: Ég varaði þig við. Sagan er að segja: Ég varaði þið við,“ sagði Maria Cardona. Annar viðmælandi sagði að ekki þyrfti að minna Bandaríkjamenn á að þeir ættu í vandræðum. Þeir væru meðvitaðir um það. Það þyrfti hins vegar að minna þá á að það væri hægt að takast á við vandann. Það sé betri leið í boði. Trump-liðar í áfalli Starfsmenn framboðs Trump eru sagðir í áfalli eftir gærdaginn og leita forsvarsmenn framboðsins nú að leiðum fram á við, því allar þær áætlanir sem búið var að gera eru fyrir bí. Gera þarf nýjar áætlanir varðandi kosningafundi Trump, fjáröflun og margt annað. Eftir að hafa varið mikilli orku til þess að beina sjónum kjósenda í Bandaríkjunum frá nýju kórónuveirunni og hvernig haldið hefur verið að á vörnum gegn henni, þurfa forsvarsmenn framboðs Trump nú að takast á við að líklegast verði fátt annað til umræðu. Einungis mánuður er í kosningar og kannanir sýna að Biden er í sterkri stöðu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Biden ekki með Covid-19 Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. 2. október 2020 16:41 Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37 Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. Veiran myndi ekki hverfa sjálfkrafa og umfangsmikil skimun um gervöll Bandaríkin, ekki bara í Hvíta húsinu, væri nauðsynleg. Þetta sagði Biden í ræðu í Michigan og sagði hann einnig að nú þyrftu Bandaríkjamenn að koma saman. Hann tilkynnti þar að auki að framboð hans myndi taka neikvæðar auglýsingar um Trump úr birtingu og óskaði hann forsetanum velfarnaðar. Samkvæmt heimildum Politico var starfsmönnum framboðs Biden skipað að stíga varlega til jarðar, fljótt eftir að fregnir bárust af smiti forsetans. Þau ættu ekki að gera grín að Trump á nokkurn hátt og ekki tala við fjölmiðla í bili. Almenningur myndi sjálfur komast að þeirri niðurstöðu að mistök forsetans í því að vernda þjóðina og að taka faraldurinn alvarlega hefði komið niður á honum sjálfum. Það að gera grín að Biden fyrir að vera með grímu og stunda félagsforðun myndi nú mögulega kosta hann annað kjörtímabil. Donald Trump var fluttur á sjúkrahús í gær og verður hann líklega þar í nokkra daga. Í myndbandi sem birt var í gærkvöldi sagðist forsetinn við góða heilsu. Einn viðmælandi miðilsins sagði að framboðið hefði farið í dvala í gær. Greinandi Demókrataflokksins, sem AP fréttaveitan ræddi við, sló á svipaða strengi. „Hann [Biden] þarf ekki að segja: Ég varaði þig við. Sagan er að segja: Ég varaði þið við,“ sagði Maria Cardona. Annar viðmælandi sagði að ekki þyrfti að minna Bandaríkjamenn á að þeir ættu í vandræðum. Þeir væru meðvitaðir um það. Það þyrfti hins vegar að minna þá á að það væri hægt að takast á við vandann. Það sé betri leið í boði. Trump-liðar í áfalli Starfsmenn framboðs Trump eru sagðir í áfalli eftir gærdaginn og leita forsvarsmenn framboðsins nú að leiðum fram á við, því allar þær áætlanir sem búið var að gera eru fyrir bí. Gera þarf nýjar áætlanir varðandi kosningafundi Trump, fjáröflun og margt annað. Eftir að hafa varið mikilli orku til þess að beina sjónum kjósenda í Bandaríkjunum frá nýju kórónuveirunni og hvernig haldið hefur verið að á vörnum gegn henni, þurfa forsvarsmenn framboðs Trump nú að takast á við að líklegast verði fátt annað til umræðu. Einungis mánuður er í kosningar og kannanir sýna að Biden er í sterkri stöðu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Biden ekki með Covid-19 Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. 2. október 2020 16:41 Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37 Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Biden ekki með Covid-19 Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. 2. október 2020 16:41
Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37
Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21
Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09