Trump á tilraunalyfjum sem unnin eru úr erfðabreyttum músum Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2020 10:33 Donald Trump lendir við Walter Reed hersjúkrahúsið. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Meðferðin hefur þótt mjög efnileg og hefur verið í þróun hjá Regeneron Pharmaceuticals. Fyrirtækið samþykkti að útvega forsetanum einn skammt sem hann mun fá í æð en skammturinn var útvegaður undir „samúðarklausu“ reglna varðandi notkun tilraunalyfja. Samkvæmt AP fréttaveitunni fékk Trump lyfið í æð í Hvíta húsinu, áður en hann var fluttur á Walter Reed hersjúkrahúsið til eftirlits. Trump hefur sýnt væg einkenni og þar á meðal þreytu, hita og hósta en einkenni hans versnuðu þegar leið á daginn í gær, samkvæmt frétt New York Times. Í tísti sem forsetinn birti í nótt sagðist hann telja að allt gengi vel og þakkaði fyrir þann stuðning sem hann hefði fengið. „Gengur vel, held ég! Takk fyrir allt. ÁST!!!“ skrifaði Trump. Going welI, I think! Thank you to all. LOVE!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2020 Umrætt lyf, sem kallast REGN-COV2, er samblanda tveggja veirulyfja og inniheldur prótein sem eiga að bindast þeim hlutum veirunnar sem ræðast á mennskar frumur, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Próteinin voru sérstaklega valin úr fólki sem hafði fengið Covid-19 og jafnað sig og músum sem voru erfðabreyttar svo að ónæmiskerfi þeirra líktust ónæmiskerfum manna. Tilraunir með lyfið eru langt komnar en skilvirkni þess hefur ekki verið tryggð og hið sama má segja um öryggi þess. Trump er einnig sagður hafa fengið lyfið Remdesivir á sjúkrahúsinu í nótt. Lyfið hefur hjálpað sjúklingum að jafna sig hraðar af Covid-19. AP fréttaveitan segir að hingað til hafi Trump ekki fengið lyfið hydroxychloroquine, sem hann hefur ítrekað mælt með að fólk noti. Þrátt fyrir vísbendingar um að lyfið geri lítið gagn. Sjá einnig: Mælir áfram með lyfi sem sérfræðingar hans vara við Auk Trump hafa nokkrir í hans innsta hring greinst með Covid-19. Þeirra á meðal eru Hope Hicks, ráðgjafi hans, og Kellyanne Conway, fyrrverandi ráðgjafi hans, og Bill Stepien, kosningastjóri Trump. Ronna McDaniel, framkvæmdastjóri Landsnefndar Repúblikanaflokksins hefur einnig smitast og öldungadeildarþingmennirnir Mike Lee og Thom Tillis. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00 Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28 Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37 Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. Meðferðin hefur þótt mjög efnileg og hefur verið í þróun hjá Regeneron Pharmaceuticals. Fyrirtækið samþykkti að útvega forsetanum einn skammt sem hann mun fá í æð en skammturinn var útvegaður undir „samúðarklausu“ reglna varðandi notkun tilraunalyfja. Samkvæmt AP fréttaveitunni fékk Trump lyfið í æð í Hvíta húsinu, áður en hann var fluttur á Walter Reed hersjúkrahúsið til eftirlits. Trump hefur sýnt væg einkenni og þar á meðal þreytu, hita og hósta en einkenni hans versnuðu þegar leið á daginn í gær, samkvæmt frétt New York Times. Í tísti sem forsetinn birti í nótt sagðist hann telja að allt gengi vel og þakkaði fyrir þann stuðning sem hann hefði fengið. „Gengur vel, held ég! Takk fyrir allt. ÁST!!!“ skrifaði Trump. Going welI, I think! Thank you to all. LOVE!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2020 Umrætt lyf, sem kallast REGN-COV2, er samblanda tveggja veirulyfja og inniheldur prótein sem eiga að bindast þeim hlutum veirunnar sem ræðast á mennskar frumur, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Próteinin voru sérstaklega valin úr fólki sem hafði fengið Covid-19 og jafnað sig og músum sem voru erfðabreyttar svo að ónæmiskerfi þeirra líktust ónæmiskerfum manna. Tilraunir með lyfið eru langt komnar en skilvirkni þess hefur ekki verið tryggð og hið sama má segja um öryggi þess. Trump er einnig sagður hafa fengið lyfið Remdesivir á sjúkrahúsinu í nótt. Lyfið hefur hjálpað sjúklingum að jafna sig hraðar af Covid-19. AP fréttaveitan segir að hingað til hafi Trump ekki fengið lyfið hydroxychloroquine, sem hann hefur ítrekað mælt með að fólk noti. Þrátt fyrir vísbendingar um að lyfið geri lítið gagn. Sjá einnig: Mælir áfram með lyfi sem sérfræðingar hans vara við Auk Trump hafa nokkrir í hans innsta hring greinst með Covid-19. Þeirra á meðal eru Hope Hicks, ráðgjafi hans, og Kellyanne Conway, fyrrverandi ráðgjafi hans, og Bill Stepien, kosningastjóri Trump. Ronna McDaniel, framkvæmdastjóri Landsnefndar Repúblikanaflokksins hefur einnig smitast og öldungadeildarþingmennirnir Mike Lee og Thom Tillis.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00 Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28 Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37 Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00
Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28
Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37
Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21