Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Sylvía Hall skrifar 3. október 2020 17:46 Trump sést hér stíga úr flugvél sinni eftir lendingu í New Jersey þar sem hann sótti fjáröflunarsamkomu. Miðað við þá tímasetningu sem læknar gáfu upp vissi forsetinn að hann væri smitaður þegar hann hélt af stað. AP/Evan Vucci Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. Sean Conley, læknir forsetans, sagði forsetann hafa fengið greininguna fyrir 72 klukkustundum, eða á miðvikudagsmorgun, en forsetinn tilkynnti það ekki fyrr en að minnsta kosti 36 klukkustundum síðar. Forsetinn ferðaðist því á stuðningsmannafund í Minnesota eftir greininguna, en stuðningsmannafundurinn fór fram á miðvikudagskvöld. Á fimmtudag flaug hann til New Jersey á fjáröflunarsamkomu, og hafði þá enn ekki greint frá því að hann væri smitaður af kórónuveirunni. Forsetinn notaði ekki grímur við þessar aðstæður að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Áður hafði verið gagnrýnt að forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks eftir að einn nánasti ráðgjafi Trump greindist með veiruna. Þá eru upplýsingar um ástand forsetans á reiki en þegar hann var fluttur á sjúkrahús í gær fullyrti Hvíta húsið að hann væri við góða heilsu; örlítið þreyttur en annars hress. Fjölmiðlar vestanhafs fullyrða þó að Trump hafi verið gefið súrefni áður en hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahúsið þar sem hann hefði átt í erfiðleikum með að anda. Forsetinn birti svo Twitter-færslu nú á sjötta tímanum þar sem hann hrósaði heilbrigðisstarfsfólki sjúkrahússins. Með þeirra aðstoð væri hann í góðu standi. Doctors, Nurses and ALL at the GREAT Walter Reed Medical Center, and others from likewise incredible institutions who have joined them, are AMAZING!!!Tremendous progress has been made over the last 6 months in fighting this PLAGUE. With their help, I am feeling well!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2020 Á fyrrnefndum blaðamannafundi fullyrtu læknar hans að forsetinn hefði það gott. Þeir væru bjartsýnir á batahorfur hans en gætu þó ekki gefið út hvenær þeir telja forsetann útskrifast af sjúkrahúsinu. Mánuður er til forsetakosninga í dag. „Við erum gífurlega ánægð með framfarirnar sem forsetinn hefur sýnt,“ sagði Conley. Einkenni á borð við hósta væru hverfandi og hann væri almennt hress. Hann hefði meira að segja sagst geta „gengið út af spítalanum í dag“. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump á tilraunalyfjum sem unnin eru úr erfðabreyttum músum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 3. október 2020 10:33 Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00 Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. Sean Conley, læknir forsetans, sagði forsetann hafa fengið greininguna fyrir 72 klukkustundum, eða á miðvikudagsmorgun, en forsetinn tilkynnti það ekki fyrr en að minnsta kosti 36 klukkustundum síðar. Forsetinn ferðaðist því á stuðningsmannafund í Minnesota eftir greininguna, en stuðningsmannafundurinn fór fram á miðvikudagskvöld. Á fimmtudag flaug hann til New Jersey á fjáröflunarsamkomu, og hafði þá enn ekki greint frá því að hann væri smitaður af kórónuveirunni. Forsetinn notaði ekki grímur við þessar aðstæður að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Áður hafði verið gagnrýnt að forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks eftir að einn nánasti ráðgjafi Trump greindist með veiruna. Þá eru upplýsingar um ástand forsetans á reiki en þegar hann var fluttur á sjúkrahús í gær fullyrti Hvíta húsið að hann væri við góða heilsu; örlítið þreyttur en annars hress. Fjölmiðlar vestanhafs fullyrða þó að Trump hafi verið gefið súrefni áður en hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahúsið þar sem hann hefði átt í erfiðleikum með að anda. Forsetinn birti svo Twitter-færslu nú á sjötta tímanum þar sem hann hrósaði heilbrigðisstarfsfólki sjúkrahússins. Með þeirra aðstoð væri hann í góðu standi. Doctors, Nurses and ALL at the GREAT Walter Reed Medical Center, and others from likewise incredible institutions who have joined them, are AMAZING!!!Tremendous progress has been made over the last 6 months in fighting this PLAGUE. With their help, I am feeling well!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2020 Á fyrrnefndum blaðamannafundi fullyrtu læknar hans að forsetinn hefði það gott. Þeir væru bjartsýnir á batahorfur hans en gætu þó ekki gefið út hvenær þeir telja forsetann útskrifast af sjúkrahúsinu. Mánuður er til forsetakosninga í dag. „Við erum gífurlega ánægð með framfarirnar sem forsetinn hefur sýnt,“ sagði Conley. Einkenni á borð við hósta væru hverfandi og hann væri almennt hress. Hann hefði meira að segja sagst geta „gengið út af spítalanum í dag“.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump á tilraunalyfjum sem unnin eru úr erfðabreyttum músum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 3. október 2020 10:33 Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00 Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Trump á tilraunalyfjum sem unnin eru úr erfðabreyttum músum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 3. október 2020 10:33
Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00
Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28