Dagskráin: Íslandsmeistarar KR, Lionel Messi, Cristiano Ronaldo, Tom Brady, Kjartan Atli og svo miklu miklu meira Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2020 06:00 Þessir miklu mátar eru í beinni á Stöð 2 Sport í dag. FIFA/Getty Sunnudagur til sælu, um að gera að eyða honum upp í sófa og horfa á Stöð 2 Sport enda af nægu að taka á rásum okkar í dag. Við sýnum beint frá Pepsi Max deildum karla og kvenna, förum yfir það helsta í Pepsi Max Tilþrifunum, sýnum frá ítölsku og spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, NFL-deildin er á dagskrá sem og spænsku körfuboltinn. Og síðast en ekki síst erum við þrjár beinar útsendingar frá golfmótum sem og Vodafonedeildin í League of Legends er á dagskrá. Íslandsmeistarar KR heimsækja Kórinn í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu klukkan 17:00 í dag en útsending heft tíu mínútum fyrr. Í fyrra töpuðu KR-ingar þessum leik 4-1, þá töpuðu þeir 3-0 fyrir HK fyrr í sumar. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í dag en KR-ingar þurfa nauðsynlega sigur í baráttunni um Evrópusæti. Þaðan förum við neðar í Kópavog þar sem Fylkir er í heimsókn á Kópavogsvelli. Breiðablik vann fyrri viðureign liðanna í sumar 1-0 og því má búast við hörkuleik. Bæði lið í bullandi baráttu um Evrópusæti. Klukkan 21.15 er svo komið að Pepsi Max Tilþrifunum í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Stöð 2 Sport 2 Það er veisla í dag. Ekki flóknara en það. Við sýnum leik Atalanta og Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni klukkan 10.30. Atalanta er eitt skemmtilegasta lið Evrópu þessa dagana og því má búast við mikilli skemmtun. Spánarmeistarar Real Madrid mæta til leiks klukkan 13.50 en þeir heimsækja Levante í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Þaðan förum við aftur til Ítalíu og sjáum leik AC Milan og Spezia. Stórleikur Juventus og Napoli er svo á dagskrá klukkan 18.35 og er það síðasti leikurinn sem við sýnum í beinni. Fyrrum samherjarnir Andrea Pirlo og Gennaro Gattuso mætast þarna á hliðarlínunni í fyrsta skipti. Fríða og Dýrið myndu sumir segja. Verður áhugavert í alla staði. Stöð 2 Sport 3 Þór/KA og Selfoss eigast við í Pepsi Max deild kvenna. Heimastúlkur þurfa sigur til að falla ekki niður um deild meðan Selfoss er að reyna tryggja sér 3. sætið í deildinni. Hefst útsendingin klukkan 13:20. Barcelona tekur á móti Sevilla í stórleik á Spáni klukkan 18.50. Ansu Fati hefur stolið fyrirsögnunum í upphafi tímabils en hvað gerist nú? Stöð 2 Sport 4 Klukkan 09:50 hefst útsending fyrir leik Osasuna og Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni. Klukkan 12.50 er stórleikur Lazio og Inter Milan svo á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni. Klukkan 16.55 færum við okkur til Bandaríkjanna í NFL-deildina. Lið Glazer fjölskyldunnar, sem á Manchester United, og er með Tom Brady í leikstjórnandastöðunni fær Los Angeles Chargers í heimsókn. Las Vegas Raiders fær svo Buffalo Bills í heimsókn í síðari leik dagsins en hann hefst klukkan 20.20. Stöð 2 ESport Spænski körfuboltinn er á dagskrá á ESport stöð okkar því að er ekki pláss annarsstaðar. Martin Hermansson og félagar í Valencia heimsækja Coosur Real Betis klukkan 17.50. Svo förum við beint í Vodafonedeildina í League of Legends. Golfstöðin Klukkan 10.30 hefst bein útsending frá Opna skoska á Evrópumótaröðinni. Klukkan 17.00 er það Shoprite Classic-mótið á LPGA-mótaröðinni og klukkan 20.00 er svo Sanderson Farms-meistaramótið á PGA-mótaröðinni. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Spænski körfuboltinn NFL Golf Rafíþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Sunnudagur til sælu, um að gera að eyða honum upp í sófa og horfa á Stöð 2 Sport enda af nægu að taka á rásum okkar í dag. Við sýnum beint frá Pepsi Max deildum karla og kvenna, förum yfir það helsta í Pepsi Max Tilþrifunum, sýnum frá ítölsku og spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, NFL-deildin er á dagskrá sem og spænsku körfuboltinn. Og síðast en ekki síst erum við þrjár beinar útsendingar frá golfmótum sem og Vodafonedeildin í League of Legends er á dagskrá. Íslandsmeistarar KR heimsækja Kórinn í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu klukkan 17:00 í dag en útsending heft tíu mínútum fyrr. Í fyrra töpuðu KR-ingar þessum leik 4-1, þá töpuðu þeir 3-0 fyrir HK fyrr í sumar. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í dag en KR-ingar þurfa nauðsynlega sigur í baráttunni um Evrópusæti. Þaðan förum við neðar í Kópavog þar sem Fylkir er í heimsókn á Kópavogsvelli. Breiðablik vann fyrri viðureign liðanna í sumar 1-0 og því má búast við hörkuleik. Bæði lið í bullandi baráttu um Evrópusæti. Klukkan 21.15 er svo komið að Pepsi Max Tilþrifunum í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Stöð 2 Sport 2 Það er veisla í dag. Ekki flóknara en það. Við sýnum leik Atalanta og Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni klukkan 10.30. Atalanta er eitt skemmtilegasta lið Evrópu þessa dagana og því má búast við mikilli skemmtun. Spánarmeistarar Real Madrid mæta til leiks klukkan 13.50 en þeir heimsækja Levante í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Þaðan förum við aftur til Ítalíu og sjáum leik AC Milan og Spezia. Stórleikur Juventus og Napoli er svo á dagskrá klukkan 18.35 og er það síðasti leikurinn sem við sýnum í beinni. Fyrrum samherjarnir Andrea Pirlo og Gennaro Gattuso mætast þarna á hliðarlínunni í fyrsta skipti. Fríða og Dýrið myndu sumir segja. Verður áhugavert í alla staði. Stöð 2 Sport 3 Þór/KA og Selfoss eigast við í Pepsi Max deild kvenna. Heimastúlkur þurfa sigur til að falla ekki niður um deild meðan Selfoss er að reyna tryggja sér 3. sætið í deildinni. Hefst útsendingin klukkan 13:20. Barcelona tekur á móti Sevilla í stórleik á Spáni klukkan 18.50. Ansu Fati hefur stolið fyrirsögnunum í upphafi tímabils en hvað gerist nú? Stöð 2 Sport 4 Klukkan 09:50 hefst útsending fyrir leik Osasuna og Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni. Klukkan 12.50 er stórleikur Lazio og Inter Milan svo á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni. Klukkan 16.55 færum við okkur til Bandaríkjanna í NFL-deildina. Lið Glazer fjölskyldunnar, sem á Manchester United, og er með Tom Brady í leikstjórnandastöðunni fær Los Angeles Chargers í heimsókn. Las Vegas Raiders fær svo Buffalo Bills í heimsókn í síðari leik dagsins en hann hefst klukkan 20.20. Stöð 2 ESport Spænski körfuboltinn er á dagskrá á ESport stöð okkar því að er ekki pláss annarsstaðar. Martin Hermansson og félagar í Valencia heimsækja Coosur Real Betis klukkan 17.50. Svo förum við beint í Vodafonedeildina í League of Legends. Golfstöðin Klukkan 10.30 hefst bein útsending frá Opna skoska á Evrópumótaröðinni. Klukkan 17.00 er það Shoprite Classic-mótið á LPGA-mótaröðinni og klukkan 20.00 er svo Sanderson Farms-meistaramótið á PGA-mótaröðinni.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Spænski körfuboltinn NFL Golf Rafíþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira