Bjartsýnir á bata Trump Sylvía Hall skrifar 4. október 2020 22:30 Læknateymi Trump talar við fjölmiðla fyrir framan Walter Reed hersjúkrahúsið. AP/Jacquelyn Martin Ástand Donald Trump Bandaríkjaforseta batnar með degi hverjum að sögn lækna hans. Hann hefur fengið stera í meðferðinni eftir að súrefnismettun í blóði hans lækkaði en vonir eru bundnar við að hann geti útskrifast á morgun. Sean Conley, læknir forsetans, segir forsetann hafa fengið súrefni í að minnsta kosti eitt skipti áður en hann var fluttur á Walter Reed hersjúkrahúsið á föstudag. Þá hafi súrefnismettun mælst 94 prósent að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, en í heilbrigðri manneskju sé hún 95 prósent eða hærri. Veikindi forsetans hafa vakið mikla athygli líkt og gefur að skilja. Vangaveltur hafa verið uppi varðandi tímalínu smitsins, en forsetinn er sagður hafa greinst fyrr en hann tilkynnti. Í millitíðinni hafi hann sótt hina ýmsu viðburði þar sem ekki var notast við andlitsgrímur. Þá gætu veikindin orðið hitamál í kosningabaráttunni, en kosningar fara fram eftir um það bil mánuð. Trump fékk steralyfið dexamethasone sem hefur verið talið öflugt í baráttunni við alvarleg veikindi af völdum kórónuveirunnar. Dexamethasone eru bólgueyðandi sterar en þeir hafa ekki verið taldir hjálpa mikið á fyrstu stigum sýkingarinnar. Miðað við tímalengd sýkingar forsetans segja læknar hans ætla að gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að lækna hann. „Miðað við tímalínu sjúkdómsins erum við að hámarka allt sem við getum gert fyrir hann. Við ákváðum að í þessu tilfelli væri ávinningurinn meiri en áhættan,“ sagði Conley. Donald Trump lendir við Walter Reed hersjúkrahúsið.AP/Jacquelyn Martin Conley gekkst við því að hafa gefið heldur jákvæða lýsingu á veikindum forsetans í gær. Læknateymið hafi ekki viljað veita upplýsingar sem gætu „fært þróun sjúkdómsins í ranga átt“ en það hafi komið út eins og þau væru að reyna að fela eitthvað. Brian Garibaldi, annar læknir í læknateyminu, segir forsetann nokkuð brattan. Hann sé á fótum og tilmælin séu að hann eigi að borða og drekka nóg. Enginn hiti hafi mælst frá því á föstudag en Garibaldi vildi þó ekki tjá sig um hvort skemmdir hefðu sést á lungnamyndum forsetans. Trump er þó talinn vera í áhættuhópi vegna aldurs og líkamsþyngdar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59 Trump sendir frá sér ávarp: „Þegar ég kom hingað leið mér ekki svo vel“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent frá sér myndband þar sem hann færir fregnir af heilsufari sínu. 4. október 2020 00:09 Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Ástand Donald Trump Bandaríkjaforseta batnar með degi hverjum að sögn lækna hans. Hann hefur fengið stera í meðferðinni eftir að súrefnismettun í blóði hans lækkaði en vonir eru bundnar við að hann geti útskrifast á morgun. Sean Conley, læknir forsetans, segir forsetann hafa fengið súrefni í að minnsta kosti eitt skipti áður en hann var fluttur á Walter Reed hersjúkrahúsið á föstudag. Þá hafi súrefnismettun mælst 94 prósent að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, en í heilbrigðri manneskju sé hún 95 prósent eða hærri. Veikindi forsetans hafa vakið mikla athygli líkt og gefur að skilja. Vangaveltur hafa verið uppi varðandi tímalínu smitsins, en forsetinn er sagður hafa greinst fyrr en hann tilkynnti. Í millitíðinni hafi hann sótt hina ýmsu viðburði þar sem ekki var notast við andlitsgrímur. Þá gætu veikindin orðið hitamál í kosningabaráttunni, en kosningar fara fram eftir um það bil mánuð. Trump fékk steralyfið dexamethasone sem hefur verið talið öflugt í baráttunni við alvarleg veikindi af völdum kórónuveirunnar. Dexamethasone eru bólgueyðandi sterar en þeir hafa ekki verið taldir hjálpa mikið á fyrstu stigum sýkingarinnar. Miðað við tímalengd sýkingar forsetans segja læknar hans ætla að gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að lækna hann. „Miðað við tímalínu sjúkdómsins erum við að hámarka allt sem við getum gert fyrir hann. Við ákváðum að í þessu tilfelli væri ávinningurinn meiri en áhættan,“ sagði Conley. Donald Trump lendir við Walter Reed hersjúkrahúsið.AP/Jacquelyn Martin Conley gekkst við því að hafa gefið heldur jákvæða lýsingu á veikindum forsetans í gær. Læknateymið hafi ekki viljað veita upplýsingar sem gætu „fært þróun sjúkdómsins í ranga átt“ en það hafi komið út eins og þau væru að reyna að fela eitthvað. Brian Garibaldi, annar læknir í læknateyminu, segir forsetann nokkuð brattan. Hann sé á fótum og tilmælin séu að hann eigi að borða og drekka nóg. Enginn hiti hafi mælst frá því á föstudag en Garibaldi vildi þó ekki tjá sig um hvort skemmdir hefðu sést á lungnamyndum forsetans. Trump er þó talinn vera í áhættuhópi vegna aldurs og líkamsþyngdar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59 Trump sendir frá sér ávarp: „Þegar ég kom hingað leið mér ekki svo vel“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent frá sér myndband þar sem hann færir fregnir af heilsufari sínu. 4. október 2020 00:09 Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. 4. október 2020 07:59
Trump sendir frá sér ávarp: „Þegar ég kom hingað leið mér ekki svo vel“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent frá sér myndband þar sem hann færir fregnir af heilsufari sínu. 4. október 2020 00:09
Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. 3. október 2020 17:46