Hljóðláta byltingin Ásdís Kristinsdóttir skrifar 5. október 2020 14:02 Það er merkilegt að hugsa til þess að það vinnufyrirkomulag sem við þekkjum í dag á í grundvallaratriðum rætur sínar að rekja aftur til iðnbyltingarinnar. Á þeim tíma gerðist það að fólk fór að mæta til vinnu og starfa ekki bara samkvæmt klukku heldur líka stimpilklukku. Á þessum tíma kom líka upp sú hugmynd að skilgreina átta tíma sem fullan vinnudag. Fyrir þennan tíma má segja að sólargangurinn hafi stýrt vinnudegi fólks sem fékk greitt fyrir verkin sín (t.d. fiskinn sem það veiddi). Með stimpilklukkunni fékk fólk í raun greitt fyrir vinnutíma enda ákveðið samhengi á milli þess að að starfsmaður gætti vélar, hún væri í gangi og að hann væri að skapa virði. Í tvö hundruð ár hafa þessi grundvallaratriði fengið að standa nokkuð gagnrýnislaust þó aðstæður og kjör verkafólks hafi auðvitað gjörbreyst. En nú er eitthvað að gerast, það hefur að sjálfsögðu átt sér einhvern aðdraganda en í heimsfaraldrinum sem nú geisar má segja að það sé að eiga sér stað bylting. Við setjum t.d. spurningamerki við það að fólk þurfi að mæta á skrifstofuna til að skapa virði og mörg fyrirtæki hafa áttað sig á því að sú er ekki raunin. Það er nefnilega ekki beint samhengi á milli þess að starfsmaður sitji við skrifborð í vinnunni og að hann sé að skapa virði. Í sumum tilfellum hefur reyndar komið í ljós að starfmenn afkasta meiru í fjarvinnu. Twitter hefur áttað sig á þessu og hefur tilkynnt að enginn stafsmaður þurfi nokkurn tímann að snúa aftur á skrifstofuna kjósi hann að gera það ekki. Facebook gerir ráð fyrir að innan 10 ára muni í það minnsta helmingur starfsmanna vinna í fjarvinnu og Advania býður starfsmönnum að vinna heima 40% af tímanum. Hvaða áhrif mun þessi þróun hafa á skipulag borga? Hvað verður um fjármála- og fyrirtækjahverfin? Hvernig þróast úthverfin þegar fólk er heima á daginn, breytast þau kannski úr svefnhverfum í úthverfaþorp þar sem fólk fer á kaffihús í hádeginu til að fá sér snarl og vinna? Hvernig munum við í framtíðinni mæla umhverfisáhrifin af þessari hljóðlátu byltingu? Frestum við stórum framkvæmdum í vegakerfinu þar sem umferðahnútar verða ekki lengur aðkallandi vandamál? Hvernig heldur maður utan um teymi sem vinnur í fjarvinnu? Ef fyrirtæki hætta að halda úti skrifstofuhúsnæði, hvernig skilar lækkaður rekstrarkostnaður sér til starfsmanna, viðskiptavina og samfélagsins? Hvernig skilgreinum við vinnuframlag? Gerum við það út frá stimpilklukku eða virðinu sem starfsmenn skapa? Hér tökum við út fyrir sviga þá geira þar sem virðið felst í því að vera til staðar eins og á við t.d. í umönnunarstörfum. Verður ekki sveigjanleiki fyrirtækja og starfsmanna sífellt meiri krafa? Munu fyrirtæki auglýsa störf með sveigjanlegu starfshlutfalli, þar sem stafsmaður gæti unnið 50% einn mánuðinn og 100% hinn mánuðinn allt eftir löngun starfsmanns og þörfum fyrirtækisins? Vísir af þessu er nú til staðar en Reykjavíkurborg hefur stofnað afleysingarstofu þar sem einstaklingum gefst tækifæri til þess að skilgreina sjálfir sinn vinnutíma og vinna á þeim tíma sem þeir óska eftir, þetta er án efa fyrirkomulag sem á eftir að ryðja sér til rúms í framtíðinni. Það er alla veganna deginum ljósara að byltingin er hafin og það verður á efa spennandi að fylgjast með þróuninni á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er annar eigandi ráðgjafafyrirtækisins Gemba. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er merkilegt að hugsa til þess að það vinnufyrirkomulag sem við þekkjum í dag á í grundvallaratriðum rætur sínar að rekja aftur til iðnbyltingarinnar. Á þeim tíma gerðist það að fólk fór að mæta til vinnu og starfa ekki bara samkvæmt klukku heldur líka stimpilklukku. Á þessum tíma kom líka upp sú hugmynd að skilgreina átta tíma sem fullan vinnudag. Fyrir þennan tíma má segja að sólargangurinn hafi stýrt vinnudegi fólks sem fékk greitt fyrir verkin sín (t.d. fiskinn sem það veiddi). Með stimpilklukkunni fékk fólk í raun greitt fyrir vinnutíma enda ákveðið samhengi á milli þess að að starfsmaður gætti vélar, hún væri í gangi og að hann væri að skapa virði. Í tvö hundruð ár hafa þessi grundvallaratriði fengið að standa nokkuð gagnrýnislaust þó aðstæður og kjör verkafólks hafi auðvitað gjörbreyst. En nú er eitthvað að gerast, það hefur að sjálfsögðu átt sér einhvern aðdraganda en í heimsfaraldrinum sem nú geisar má segja að það sé að eiga sér stað bylting. Við setjum t.d. spurningamerki við það að fólk þurfi að mæta á skrifstofuna til að skapa virði og mörg fyrirtæki hafa áttað sig á því að sú er ekki raunin. Það er nefnilega ekki beint samhengi á milli þess að starfsmaður sitji við skrifborð í vinnunni og að hann sé að skapa virði. Í sumum tilfellum hefur reyndar komið í ljós að starfmenn afkasta meiru í fjarvinnu. Twitter hefur áttað sig á þessu og hefur tilkynnt að enginn stafsmaður þurfi nokkurn tímann að snúa aftur á skrifstofuna kjósi hann að gera það ekki. Facebook gerir ráð fyrir að innan 10 ára muni í það minnsta helmingur starfsmanna vinna í fjarvinnu og Advania býður starfsmönnum að vinna heima 40% af tímanum. Hvaða áhrif mun þessi þróun hafa á skipulag borga? Hvað verður um fjármála- og fyrirtækjahverfin? Hvernig þróast úthverfin þegar fólk er heima á daginn, breytast þau kannski úr svefnhverfum í úthverfaþorp þar sem fólk fer á kaffihús í hádeginu til að fá sér snarl og vinna? Hvernig munum við í framtíðinni mæla umhverfisáhrifin af þessari hljóðlátu byltingu? Frestum við stórum framkvæmdum í vegakerfinu þar sem umferðahnútar verða ekki lengur aðkallandi vandamál? Hvernig heldur maður utan um teymi sem vinnur í fjarvinnu? Ef fyrirtæki hætta að halda úti skrifstofuhúsnæði, hvernig skilar lækkaður rekstrarkostnaður sér til starfsmanna, viðskiptavina og samfélagsins? Hvernig skilgreinum við vinnuframlag? Gerum við það út frá stimpilklukku eða virðinu sem starfsmenn skapa? Hér tökum við út fyrir sviga þá geira þar sem virðið felst í því að vera til staðar eins og á við t.d. í umönnunarstörfum. Verður ekki sveigjanleiki fyrirtækja og starfsmanna sífellt meiri krafa? Munu fyrirtæki auglýsa störf með sveigjanlegu starfshlutfalli, þar sem stafsmaður gæti unnið 50% einn mánuðinn og 100% hinn mánuðinn allt eftir löngun starfsmanns og þörfum fyrirtækisins? Vísir af þessu er nú til staðar en Reykjavíkurborg hefur stofnað afleysingarstofu þar sem einstaklingum gefst tækifæri til þess að skilgreina sjálfir sinn vinnutíma og vinna á þeim tíma sem þeir óska eftir, þetta er án efa fyrirkomulag sem á eftir að ryðja sér til rúms í framtíðinni. Það er alla veganna deginum ljósara að byltingin er hafin og það verður á efa spennandi að fylgjast með þróuninni á íslenskum vinnumarkaði. Höfundur er annar eigandi ráðgjafafyrirtækisins Gemba.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun