Betri völlur, fleiri skiptingar, VAR og hundruð áhorfenda Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2020 08:31 Gylfi Þór Sigurðsson og Ianis Hagi koma til með að mætast á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöld. Getty/QSI/David S. Bustamante Það hefur ýmislegt breyst frá því að Ísland átti að mæta Rúmeníu 26. mars. Hvaða reglur verða í gildi þegar liðin mætast loks á fimmtudag, hvaða leikmenn spila og hvernig verður veðrið? Laugardalsvöllur var snævi þakinn að morgni 26. mars. Snjóinn leysti yfir daginn og um kvöldið hefði margra mánaða undirbúningur og vinna vallarstarfsmanna getað skilað sér í því að undanúrslitaleikur í EM-umspili færi fram á vellinum. Ekkert varð af því og eflaust þekkja allir ástæðuna. Völlurinn er hins vegar klárlega í betra ástandi núna en í mars, enda aldrei verið spilað þar í þeim mánuði en oft verið spilað í október. Veðurspáin er auk þess ágæt í vikunni og á fimmtudagskvöld er útlit fyrir milt veður og nokkurra stiga hita. Ísland - Rúmenía 19:45 á laugardalsvelli í dag. Umspil fyrir EM. Hefði leikurinn farið fram í dag eða frestað v/ veðurs? Völlurinn er þarna bakvið þoku og snjókomu. #fotbolti #fotboltinet pic.twitter.com/Q3iElGAqlp— Garðar Örn Arnarson (@gardarorn23) March 26, 2020 Kórónuveirufaraldurinn leiddi ekki bara til þess að leiknum var frestað. Nú gilda aðrar reglur, innan sem utan vallar. Að minnsta kosti er það þannig núna að fimm skiptingar verða leyfðar hjá hvoru liði, eða sex ef að gripið verður til framlengingar. Þetta ákvað UEFA að gera vegna aukins álags á leikmenn. VAR í fyrsta sinn á Íslandi Eftir sem áður verður myndbandsdómgæsla, VAR, á leiknum í fyrsta sinn á Íslandi. Dómari leiksins mun því geta nýtt tæknina til að skera úr um möguleg vafaatriði. Faraldurinn gerði eins og frægt er orðið að verkum að ekki verða 9.800 stuðningsmenn á leiknum. Rúmenskir stuðningsmenn, búsettir hérlendis, hugðust fjölmenna á leikinn og uppselt var samdægurs, en miðarnir voru endurgreiddir í síðustu viku. Það verða stuðningsmenn á landsleiknum við Rúmeníu en þeir verða innan við 1.000 talsins og mega ekki sitja svona þétt saman.vísir/anton Svo kom reyndar í ljós að UEFA myndi leyfa áhorfendur, 30% þess fjölda sem kæmist fyrir á vellinum, en sóttvarnareglur á Íslandi trompa þær reglur og getur KSÍ því aðeins selt 900 miða á leikinn. Stuðningsmennirnir 900 verða á víð og dreif um stúkurnar en láta væntanlega vel í sér heyra í gegnum sóttvarnagrímurnar, eins og Erik Hamrén landsliðsþjálfari hefur kallað eftir. Birkir var fastur á Ítalíu og óvissa um Jóhann Væntanlegt byrjunarlið Íslands hefur ekki breyst á síðustu sjö mánuðum, þó að ekkert sé hægt að útiloka. Í mars líkt og nú ríkti óvissa um hvort og hve mikinn þátt Jóhann Berg Guðmundsson gæti tekið í leiknum vegna meiðsla. Hann kvaðst í vor hafa verið orðinn klár í slaginn fyrir Rúmeníuleikinn, og komst sömuleiðis aftur á ferðina með Burnley um liðna helgi. Erik Hamrén telur sig alla vega stillt upp sínu sterkasta liði núna. Þó hefur Kári Árnason ekki getað spilað með Víkingi R. undanfarið vegna smávægilegra meiðsla. Birkir Bjarnason virtist fastur á Ítalíu í mars, en faraldurinn var þá langskæðastur þar í landi í Evrópu, en Emil Hallfreðsson hafði náð að koma sér frá Ítalíu til Íslands. Emil var hins vegar ekki valinn í landsliðshópinn nú. Ísland var án margra lykilmanna þegar liðið tapaði naumlega fyrir Englandi í september. Kári Árnason var þó í liðinu, líkt og nú.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eins hefur það breyst frá því í mars að FIFA heimilar núna félagsliðum að banna leikmönnum að spila landsleiki, þurfi þeir að fara í fimm daga sóttkví í tengslum við ferðalag frá eða til síns heimalands. Þannig gat Al Arabi frá Katar bannað Aroni Einari Gunnarssyni að spila gegn Rúmeníu á fimmtudaginn, en Hamrén náði samkomulagi við Heimi Hallgrímsson þjálfara Al Arabi um að Aron yrði með í leiknum. Hamrén þyrfti að ná sams konar samkomulagi í nóvember ef Ísland kæmist í úrslitaleik umspilsins. Ísland myndi þá mæta sigurliðinu úr leik Ungverjalands og Búlgaríu, á útivelli, 12. nóvember. Sigur í þeim leik myndi skila Íslandi á EM, í riðil með heimsmeisturum Frakklands, Evrópumeisturum Portúgals og Þýskalandi, næsta sumar. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Fyrirliði Rúmeníu ekki með á Laugardalsvellinum Vlad Chiriches, fyrirliði rúmenska landsliðsins, verður fjarri góðu gamni gegn Íslandi á fimmtudaginn vegna meiðsla. 5. október 2020 13:01 Gert ráð fyrir tæplega þúsund stuðningsmönnum á Rúmeníuleiknum KSÍ gerir ráð fyrir því að geta sett um 900 miða í sölu vegna leiks Íslands og Rúmeníu í undanúrslitum EM-umspilsins í fótbolta karla. 5. október 2020 12:29 Mætum íslensku fílahjörðinni Rúmenskir fjölmiðlar fjalla um afar háan meðalaldur væntanlegs byrjunarliðs Íslands fyrir undanúrslitaleik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu í fótbolta. 5. október 2020 11:30 „Eina sem að maður leyfir sér er að skreppa í Bónus“ Birkir Már Sævarsson ræddi við Vísi um endurkomuna í landsliðið, stórsigurinn á Gróttu og þá staðreynd að Valur gæti mögulega orðið Íslandsmeistari í næstu umferð. 4. október 2020 21:40 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Það hefur ýmislegt breyst frá því að Ísland átti að mæta Rúmeníu 26. mars. Hvaða reglur verða í gildi þegar liðin mætast loks á fimmtudag, hvaða leikmenn spila og hvernig verður veðrið? Laugardalsvöllur var snævi þakinn að morgni 26. mars. Snjóinn leysti yfir daginn og um kvöldið hefði margra mánaða undirbúningur og vinna vallarstarfsmanna getað skilað sér í því að undanúrslitaleikur í EM-umspili færi fram á vellinum. Ekkert varð af því og eflaust þekkja allir ástæðuna. Völlurinn er hins vegar klárlega í betra ástandi núna en í mars, enda aldrei verið spilað þar í þeim mánuði en oft verið spilað í október. Veðurspáin er auk þess ágæt í vikunni og á fimmtudagskvöld er útlit fyrir milt veður og nokkurra stiga hita. Ísland - Rúmenía 19:45 á laugardalsvelli í dag. Umspil fyrir EM. Hefði leikurinn farið fram í dag eða frestað v/ veðurs? Völlurinn er þarna bakvið þoku og snjókomu. #fotbolti #fotboltinet pic.twitter.com/Q3iElGAqlp— Garðar Örn Arnarson (@gardarorn23) March 26, 2020 Kórónuveirufaraldurinn leiddi ekki bara til þess að leiknum var frestað. Nú gilda aðrar reglur, innan sem utan vallar. Að minnsta kosti er það þannig núna að fimm skiptingar verða leyfðar hjá hvoru liði, eða sex ef að gripið verður til framlengingar. Þetta ákvað UEFA að gera vegna aukins álags á leikmenn. VAR í fyrsta sinn á Íslandi Eftir sem áður verður myndbandsdómgæsla, VAR, á leiknum í fyrsta sinn á Íslandi. Dómari leiksins mun því geta nýtt tæknina til að skera úr um möguleg vafaatriði. Faraldurinn gerði eins og frægt er orðið að verkum að ekki verða 9.800 stuðningsmenn á leiknum. Rúmenskir stuðningsmenn, búsettir hérlendis, hugðust fjölmenna á leikinn og uppselt var samdægurs, en miðarnir voru endurgreiddir í síðustu viku. Það verða stuðningsmenn á landsleiknum við Rúmeníu en þeir verða innan við 1.000 talsins og mega ekki sitja svona þétt saman.vísir/anton Svo kom reyndar í ljós að UEFA myndi leyfa áhorfendur, 30% þess fjölda sem kæmist fyrir á vellinum, en sóttvarnareglur á Íslandi trompa þær reglur og getur KSÍ því aðeins selt 900 miða á leikinn. Stuðningsmennirnir 900 verða á víð og dreif um stúkurnar en láta væntanlega vel í sér heyra í gegnum sóttvarnagrímurnar, eins og Erik Hamrén landsliðsþjálfari hefur kallað eftir. Birkir var fastur á Ítalíu og óvissa um Jóhann Væntanlegt byrjunarlið Íslands hefur ekki breyst á síðustu sjö mánuðum, þó að ekkert sé hægt að útiloka. Í mars líkt og nú ríkti óvissa um hvort og hve mikinn þátt Jóhann Berg Guðmundsson gæti tekið í leiknum vegna meiðsla. Hann kvaðst í vor hafa verið orðinn klár í slaginn fyrir Rúmeníuleikinn, og komst sömuleiðis aftur á ferðina með Burnley um liðna helgi. Erik Hamrén telur sig alla vega stillt upp sínu sterkasta liði núna. Þó hefur Kári Árnason ekki getað spilað með Víkingi R. undanfarið vegna smávægilegra meiðsla. Birkir Bjarnason virtist fastur á Ítalíu í mars, en faraldurinn var þá langskæðastur þar í landi í Evrópu, en Emil Hallfreðsson hafði náð að koma sér frá Ítalíu til Íslands. Emil var hins vegar ekki valinn í landsliðshópinn nú. Ísland var án margra lykilmanna þegar liðið tapaði naumlega fyrir Englandi í september. Kári Árnason var þó í liðinu, líkt og nú.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Eins hefur það breyst frá því í mars að FIFA heimilar núna félagsliðum að banna leikmönnum að spila landsleiki, þurfi þeir að fara í fimm daga sóttkví í tengslum við ferðalag frá eða til síns heimalands. Þannig gat Al Arabi frá Katar bannað Aroni Einari Gunnarssyni að spila gegn Rúmeníu á fimmtudaginn, en Hamrén náði samkomulagi við Heimi Hallgrímsson þjálfara Al Arabi um að Aron yrði með í leiknum. Hamrén þyrfti að ná sams konar samkomulagi í nóvember ef Ísland kæmist í úrslitaleik umspilsins. Ísland myndi þá mæta sigurliðinu úr leik Ungverjalands og Búlgaríu, á útivelli, 12. nóvember. Sigur í þeim leik myndi skila Íslandi á EM, í riðil með heimsmeisturum Frakklands, Evrópumeisturum Portúgals og Þýskalandi, næsta sumar.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Fyrirliði Rúmeníu ekki með á Laugardalsvellinum Vlad Chiriches, fyrirliði rúmenska landsliðsins, verður fjarri góðu gamni gegn Íslandi á fimmtudaginn vegna meiðsla. 5. október 2020 13:01 Gert ráð fyrir tæplega þúsund stuðningsmönnum á Rúmeníuleiknum KSÍ gerir ráð fyrir því að geta sett um 900 miða í sölu vegna leiks Íslands og Rúmeníu í undanúrslitum EM-umspilsins í fótbolta karla. 5. október 2020 12:29 Mætum íslensku fílahjörðinni Rúmenskir fjölmiðlar fjalla um afar háan meðalaldur væntanlegs byrjunarliðs Íslands fyrir undanúrslitaleik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu í fótbolta. 5. október 2020 11:30 „Eina sem að maður leyfir sér er að skreppa í Bónus“ Birkir Már Sævarsson ræddi við Vísi um endurkomuna í landsliðið, stórsigurinn á Gróttu og þá staðreynd að Valur gæti mögulega orðið Íslandsmeistari í næstu umferð. 4. október 2020 21:40 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Fyrirliði Rúmeníu ekki með á Laugardalsvellinum Vlad Chiriches, fyrirliði rúmenska landsliðsins, verður fjarri góðu gamni gegn Íslandi á fimmtudaginn vegna meiðsla. 5. október 2020 13:01
Gert ráð fyrir tæplega þúsund stuðningsmönnum á Rúmeníuleiknum KSÍ gerir ráð fyrir því að geta sett um 900 miða í sölu vegna leiks Íslands og Rúmeníu í undanúrslitum EM-umspilsins í fótbolta karla. 5. október 2020 12:29
Mætum íslensku fílahjörðinni Rúmenskir fjölmiðlar fjalla um afar háan meðalaldur væntanlegs byrjunarliðs Íslands fyrir undanúrslitaleik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu í fótbolta. 5. október 2020 11:30
„Eina sem að maður leyfir sér er að skreppa í Bónus“ Birkir Már Sævarsson ræddi við Vísi um endurkomuna í landsliðið, stórsigurinn á Gróttu og þá staðreynd að Valur gæti mögulega orðið Íslandsmeistari í næstu umferð. 4. október 2020 21:40
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn