Bar grímu og gaf myndavélum þumal á leiðinni út af sjúkrahúsinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. október 2020 23:31 Donald Trump gekk út af Walter Reed-herspítalanum í kvöld þaðan sem hann hélt aftur með þyrlu í Hvíta húsið eftir þriggja daga dvöl á spítala. AP/Evan Vucc Donald Trump Bandaríkjaforseti er farinn af Walter Reed-sjúkrahúsinu. Forsetinn var fluttur með þyrlu frá sjúkrahúsinu og til baka í Hvíta húsið fyrr í kvöld en hann greindi sjálfur frá því á Twitter í dag að hann hygðist yfirgefa spítalann í kvöld. Forsetinn bar grímu fyrir vitum sér, lyfti þumalfingri og reisti hnefann fyrir myndavélar sem hann gekk út af spítalanum. Sean P. Conley, læknir forsetans, segir þó að ekki verði „endanlega hægt að anda léttar“ fyrr en í fyrsta lagi eftir viku. President Trump gives a thumbs up and raises his fist as he leaves Walter Reed Medical Center wearing a surgical mask. Reporters are heard asking, "How many of your staff are sick?" and "Do you think you might be a super spreader, Mr. President?" https://t.co/U5qnHU3CKy pic.twitter.com/8fZDy6qUAO— CBS News (@CBSNews) October 5, 2020 Trump dvaldi alls í þrjár nætur á sjúkrahúsinu en þótt hann sé nú snúinn til baka í Hvíta húsið er hann þó að sögn Conley læknis ekki alveg laus allra mála eftir að hafa greinst smitaður af covid-19. „Síðasta sólarhringinn hefur ástand forsetans haldið áfram að batna,“ sagði Conley við blaðamenn utan við sjúkrahúsið í kvöld og bætti við að forsetinn uppfylli allar kröfur til þess að útskrifast. Forsetinn var fluttur með þyrlu aftur í Hvíta húsið. AP/Alex Brandon Hann svaraði jafnframt spurningum blaðamanna um ástand forsetans og greindi frá því að hann hafi fengið þriðja skammtinn af veirulyfinu remdesivir og að hann haldi áfram að taka dexamethasone, steralyf sem hafi sýnt sig að verki vel á sjúklinga sem hafa orðið mjög veikir af covid-19. „Við horfum til helgarinnar,“ sagði Conley. „Ef við getum komist í gegnum mánudaginn, með hann í sama ástandi eða betra, þá getum við loksins andað léttar.“ Hann svaraði því ekki með skýrum hætti hvort forsetinn yrði í einangrun á heimili sínu. Hér má sjá Donald Trump við það að taka af sér grímuna eftir að vera mættur til baka í Hvíta húsið. AP/Alex Brandon Fjöldi covid-19 smitaðra sem starfa í vestur álmu Hvíta hússins hefur farið vaxandi undanfarna daga en síðast í dag bættist blaðafulltrúi Trump, Keyleigh McEnany, í hóp þeirra starfsmanna sem sýktir eru af veirunni. Fleiri en 200 þúsund eru látnir í Bandaríkjunum af völdum covid-19 eftir að faraldurinn hófst. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er farinn af Walter Reed-sjúkrahúsinu. Forsetinn var fluttur með þyrlu frá sjúkrahúsinu og til baka í Hvíta húsið fyrr í kvöld en hann greindi sjálfur frá því á Twitter í dag að hann hygðist yfirgefa spítalann í kvöld. Forsetinn bar grímu fyrir vitum sér, lyfti þumalfingri og reisti hnefann fyrir myndavélar sem hann gekk út af spítalanum. Sean P. Conley, læknir forsetans, segir þó að ekki verði „endanlega hægt að anda léttar“ fyrr en í fyrsta lagi eftir viku. President Trump gives a thumbs up and raises his fist as he leaves Walter Reed Medical Center wearing a surgical mask. Reporters are heard asking, "How many of your staff are sick?" and "Do you think you might be a super spreader, Mr. President?" https://t.co/U5qnHU3CKy pic.twitter.com/8fZDy6qUAO— CBS News (@CBSNews) October 5, 2020 Trump dvaldi alls í þrjár nætur á sjúkrahúsinu en þótt hann sé nú snúinn til baka í Hvíta húsið er hann þó að sögn Conley læknis ekki alveg laus allra mála eftir að hafa greinst smitaður af covid-19. „Síðasta sólarhringinn hefur ástand forsetans haldið áfram að batna,“ sagði Conley við blaðamenn utan við sjúkrahúsið í kvöld og bætti við að forsetinn uppfylli allar kröfur til þess að útskrifast. Forsetinn var fluttur með þyrlu aftur í Hvíta húsið. AP/Alex Brandon Hann svaraði jafnframt spurningum blaðamanna um ástand forsetans og greindi frá því að hann hafi fengið þriðja skammtinn af veirulyfinu remdesivir og að hann haldi áfram að taka dexamethasone, steralyf sem hafi sýnt sig að verki vel á sjúklinga sem hafa orðið mjög veikir af covid-19. „Við horfum til helgarinnar,“ sagði Conley. „Ef við getum komist í gegnum mánudaginn, með hann í sama ástandi eða betra, þá getum við loksins andað léttar.“ Hann svaraði því ekki með skýrum hætti hvort forsetinn yrði í einangrun á heimili sínu. Hér má sjá Donald Trump við það að taka af sér grímuna eftir að vera mættur til baka í Hvíta húsið. AP/Alex Brandon Fjöldi covid-19 smitaðra sem starfa í vestur álmu Hvíta hússins hefur farið vaxandi undanfarna daga en síðast í dag bættist blaðafulltrúi Trump, Keyleigh McEnany, í hóp þeirra starfsmanna sem sýktir eru af veirunni. Fleiri en 200 þúsund eru látnir í Bandaríkjunum af völdum covid-19 eftir að faraldurinn hófst.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Sjá meira