Óttast að Ísland svindli og setji Rúmena í einangrun Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2020 11:31 Rúmenar þurfa að fara í smitpróf við komuna til Íslands. GETTY/Alex Nicodim og Vísir/Vilhelm Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. Ísland og Rúmenía mætast í undanúrslitum umspilsins um sæti á EM á fimmtudagskvöld, á Laugardalsvelli. Rúmenski hópurinn fer í vinnusóttkví hér á landi, líkt og önnur knattspyrnulið sem hingað hafa komið undanfarið. Það þýðir að leikmenn geta æft saman og svo keppt gegn Íslandi. Rúmenar ferðast til Íslands í dag og fara í kórónuveirupróf á Keflavíkurflugvelli. Þar óttast Andrei Vochin, ráðgjafi formanns rúmenska knattspyrnusambandsins, að maðkur verði í mysunni, eins og hann talaði um í sjónvarpsviðtali við Telekom Sport í gærkvöld: Engan veginn sannfærður um heiðarleika Norðurlandabúa „Íslensk stjórnvöld eru með sínar sérstöku reglur, ólíkt Austurríki [þar sem Rúmenía spilaði síðasta útileik sinn]. Á Íslandi þurfa allir að fara í próf aftur [eftir próf heima í Rúmeníu] sem íslensk stjórnvöld standa fyrir. Rannsóknastofan sem vinnur úr prófunum hefur ekkert með UEFA að gera. Í hreinskilni sagt þá er ég smeykur varðandi þessi próf,“ sagði Vochin. Alexandru Maxim skoraði laglegt mark þegar Rúmenía vann Austurríki á útivelli í september. Samkvæmt Vochin voru ekki eins strangar sóttvarnareglur í Austurríki eins og á Íslandi.Getty/Alex Nicodim Vochin sagði umtalað að allir væru svo heiðarlegir á Norðurlöndum en hann væri svo sannarlega ekki sannfærður um það. Benti hann á frægt 2-2 jafntefli Svíþjóðar og Danmerkur á EM 2004, sem varð til þess að bæði lið komust áfram en Ítalía féll úr leik, og ásakanir Svía um kynþáttaníð rúmenskra stuðningsmanna í fyrra. UEFA komst að þeirri niðurstöðu eftir rannsókn að enginn hefði verið beittur kynþáttaníði. Sáum hvað gerðist í Færeyjum Vochin minntist einnig á það þegar sjúkraþjálfari Slovan Bratislava greindist með kórónuveirusmit í Færeyjum, svo KÍ frá Klaksvík var úrskurðað áfram í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. „Við höfum séð hvernig þetta var í Færeyjum, þar sem reglurnar eru sams konar og á Íslandi. Við sáum hvað gerðist þegar Slovan Bratislava kom þangað, Covid smit greindist og liðinu var úrskurðað 3-0 tap. Þegar þeir komu heim og fóru aftur í próf var maðurinn með jákvæða sýnið með neikvætt sýni.“ Vochin þarf þó ekki að óttast að Rúmeníu verði úrskurðað 3-0 tap greinist einhver í hópnum með smit. Reglur UEFA kveða á um að nái lið ekki að tefla fram 13 leikmönnum, þar af einum markmanni, sé hægt að fresta umspilsleiknum fram í nóvember eða jafnvel fram í júní á næsta ári, rétt áður en EM hefst. Þá er mögulegt að leikurinn verði færður frá Íslandi til að hann geti farið fram, valdi kórónuveiran vandræðum. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Betri völlur, fleiri skiptingar, VAR og hundruð áhorfenda Það hefur ýmislegt breyst frá því að Ísland átti að mæta Rúmeníu 26. mars. Hvaða reglur verða í gildi þegar liðin mætast loks á fimmtudag, hvaða leikmenn spila og hvernig verður veðrið? 6. október 2020 08:31 Fyrirliði Rúmeníu ekki með á Laugardalsvellinum Vlad Chiriches, fyrirliði rúmenska landsliðsins, verður fjarri góðu gamni gegn Íslandi á fimmtudaginn vegna meiðsla. 5. október 2020 13:01 Gert ráð fyrir tæplega þúsund stuðningsmönnum á Rúmeníuleiknum KSÍ gerir ráð fyrir því að geta sett um 900 miða í sölu vegna leiks Íslands og Rúmeníu í undanúrslitum EM-umspilsins í fótbolta karla. 5. október 2020 12:29 Mætum íslensku fílahjörðinni Rúmenskir fjölmiðlar fjalla um afar háan meðalaldur væntanlegs byrjunarliðs Íslands fyrir undanúrslitaleik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu í fótbolta. 5. október 2020 11:30 „Eina sem að maður leyfir sér er að skreppa í Bónus“ Birkir Már Sævarsson ræddi við Vísi um endurkomuna í landsliðið, stórsigurinn á Gróttu og þá staðreynd að Valur gæti mögulega orðið Íslandsmeistari í næstu umferð. 4. október 2020 21:40 Gylfi, Aron, Ragnar, Alfreð og Jóhann Berg koma allir inn: Svona er hópurinn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurheimtir marga lykilmenn fyrir komandi umspilsleik á móti Rúmeníu í baráttu íslensku strákanna fyrir sæti á EM næsta sumar. 2. október 2020 13:19 Freyr: Aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið Íslenskir knattspyrnuáhugamenn vita kannski ekki alltof mikið um rúmenska landsliðið en þjálfararnir hafa safnað að sér mikið af upplýsingum. 2. október 2020 13:32 Hamrén náði samkomulagi við Heimi Hallgríms um Aron Einar Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði samkomulag við forvera sinn til að fá íslenska landsliðsfyrirliðann í Rúmeníuleikinn. 2. október 2020 13:46 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Sjá meira
Fulltrúi rúmenska knattspyrnusambandsins óttast að leikmenn Rúmeníu verði ranglega greindir með kórónuveirusmit við komuna til Íslands til að þeir missi af EM-umspilsleiknum. Ísland og Rúmenía mætast í undanúrslitum umspilsins um sæti á EM á fimmtudagskvöld, á Laugardalsvelli. Rúmenski hópurinn fer í vinnusóttkví hér á landi, líkt og önnur knattspyrnulið sem hingað hafa komið undanfarið. Það þýðir að leikmenn geta æft saman og svo keppt gegn Íslandi. Rúmenar ferðast til Íslands í dag og fara í kórónuveirupróf á Keflavíkurflugvelli. Þar óttast Andrei Vochin, ráðgjafi formanns rúmenska knattspyrnusambandsins, að maðkur verði í mysunni, eins og hann talaði um í sjónvarpsviðtali við Telekom Sport í gærkvöld: Engan veginn sannfærður um heiðarleika Norðurlandabúa „Íslensk stjórnvöld eru með sínar sérstöku reglur, ólíkt Austurríki [þar sem Rúmenía spilaði síðasta útileik sinn]. Á Íslandi þurfa allir að fara í próf aftur [eftir próf heima í Rúmeníu] sem íslensk stjórnvöld standa fyrir. Rannsóknastofan sem vinnur úr prófunum hefur ekkert með UEFA að gera. Í hreinskilni sagt þá er ég smeykur varðandi þessi próf,“ sagði Vochin. Alexandru Maxim skoraði laglegt mark þegar Rúmenía vann Austurríki á útivelli í september. Samkvæmt Vochin voru ekki eins strangar sóttvarnareglur í Austurríki eins og á Íslandi.Getty/Alex Nicodim Vochin sagði umtalað að allir væru svo heiðarlegir á Norðurlöndum en hann væri svo sannarlega ekki sannfærður um það. Benti hann á frægt 2-2 jafntefli Svíþjóðar og Danmerkur á EM 2004, sem varð til þess að bæði lið komust áfram en Ítalía féll úr leik, og ásakanir Svía um kynþáttaníð rúmenskra stuðningsmanna í fyrra. UEFA komst að þeirri niðurstöðu eftir rannsókn að enginn hefði verið beittur kynþáttaníði. Sáum hvað gerðist í Færeyjum Vochin minntist einnig á það þegar sjúkraþjálfari Slovan Bratislava greindist með kórónuveirusmit í Færeyjum, svo KÍ frá Klaksvík var úrskurðað áfram í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. „Við höfum séð hvernig þetta var í Færeyjum, þar sem reglurnar eru sams konar og á Íslandi. Við sáum hvað gerðist þegar Slovan Bratislava kom þangað, Covid smit greindist og liðinu var úrskurðað 3-0 tap. Þegar þeir komu heim og fóru aftur í próf var maðurinn með jákvæða sýnið með neikvætt sýni.“ Vochin þarf þó ekki að óttast að Rúmeníu verði úrskurðað 3-0 tap greinist einhver í hópnum með smit. Reglur UEFA kveða á um að nái lið ekki að tefla fram 13 leikmönnum, þar af einum markmanni, sé hægt að fresta umspilsleiknum fram í nóvember eða jafnvel fram í júní á næsta ári, rétt áður en EM hefst. Þá er mögulegt að leikurinn verði færður frá Íslandi til að hann geti farið fram, valdi kórónuveiran vandræðum.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Betri völlur, fleiri skiptingar, VAR og hundruð áhorfenda Það hefur ýmislegt breyst frá því að Ísland átti að mæta Rúmeníu 26. mars. Hvaða reglur verða í gildi þegar liðin mætast loks á fimmtudag, hvaða leikmenn spila og hvernig verður veðrið? 6. október 2020 08:31 Fyrirliði Rúmeníu ekki með á Laugardalsvellinum Vlad Chiriches, fyrirliði rúmenska landsliðsins, verður fjarri góðu gamni gegn Íslandi á fimmtudaginn vegna meiðsla. 5. október 2020 13:01 Gert ráð fyrir tæplega þúsund stuðningsmönnum á Rúmeníuleiknum KSÍ gerir ráð fyrir því að geta sett um 900 miða í sölu vegna leiks Íslands og Rúmeníu í undanúrslitum EM-umspilsins í fótbolta karla. 5. október 2020 12:29 Mætum íslensku fílahjörðinni Rúmenskir fjölmiðlar fjalla um afar háan meðalaldur væntanlegs byrjunarliðs Íslands fyrir undanúrslitaleik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu í fótbolta. 5. október 2020 11:30 „Eina sem að maður leyfir sér er að skreppa í Bónus“ Birkir Már Sævarsson ræddi við Vísi um endurkomuna í landsliðið, stórsigurinn á Gróttu og þá staðreynd að Valur gæti mögulega orðið Íslandsmeistari í næstu umferð. 4. október 2020 21:40 Gylfi, Aron, Ragnar, Alfreð og Jóhann Berg koma allir inn: Svona er hópurinn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurheimtir marga lykilmenn fyrir komandi umspilsleik á móti Rúmeníu í baráttu íslensku strákanna fyrir sæti á EM næsta sumar. 2. október 2020 13:19 Freyr: Aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið Íslenskir knattspyrnuáhugamenn vita kannski ekki alltof mikið um rúmenska landsliðið en þjálfararnir hafa safnað að sér mikið af upplýsingum. 2. október 2020 13:32 Hamrén náði samkomulagi við Heimi Hallgríms um Aron Einar Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði samkomulag við forvera sinn til að fá íslenska landsliðsfyrirliðann í Rúmeníuleikinn. 2. október 2020 13:46 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Sjá meira
Betri völlur, fleiri skiptingar, VAR og hundruð áhorfenda Það hefur ýmislegt breyst frá því að Ísland átti að mæta Rúmeníu 26. mars. Hvaða reglur verða í gildi þegar liðin mætast loks á fimmtudag, hvaða leikmenn spila og hvernig verður veðrið? 6. október 2020 08:31
Fyrirliði Rúmeníu ekki með á Laugardalsvellinum Vlad Chiriches, fyrirliði rúmenska landsliðsins, verður fjarri góðu gamni gegn Íslandi á fimmtudaginn vegna meiðsla. 5. október 2020 13:01
Gert ráð fyrir tæplega þúsund stuðningsmönnum á Rúmeníuleiknum KSÍ gerir ráð fyrir því að geta sett um 900 miða í sölu vegna leiks Íslands og Rúmeníu í undanúrslitum EM-umspilsins í fótbolta karla. 5. október 2020 12:29
Mætum íslensku fílahjörðinni Rúmenskir fjölmiðlar fjalla um afar háan meðalaldur væntanlegs byrjunarliðs Íslands fyrir undanúrslitaleik Íslands og Rúmeníu í EM-umspilinu í fótbolta. 5. október 2020 11:30
„Eina sem að maður leyfir sér er að skreppa í Bónus“ Birkir Már Sævarsson ræddi við Vísi um endurkomuna í landsliðið, stórsigurinn á Gróttu og þá staðreynd að Valur gæti mögulega orðið Íslandsmeistari í næstu umferð. 4. október 2020 21:40
Gylfi, Aron, Ragnar, Alfreð og Jóhann Berg koma allir inn: Svona er hópurinn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurheimtir marga lykilmenn fyrir komandi umspilsleik á móti Rúmeníu í baráttu íslensku strákanna fyrir sæti á EM næsta sumar. 2. október 2020 13:19
Freyr: Aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið Íslenskir knattspyrnuáhugamenn vita kannski ekki alltof mikið um rúmenska landsliðið en þjálfararnir hafa safnað að sér mikið af upplýsingum. 2. október 2020 13:32
Hamrén náði samkomulagi við Heimi Hallgríms um Aron Einar Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði samkomulag við forvera sinn til að fá íslenska landsliðsfyrirliðann í Rúmeníuleikinn. 2. október 2020 13:46