Maradona Karpatafjallanna sýndi snilli sína með Rúmeníu á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 14:31 Gheorge Hagi mótmælir við aðstoðardómara í leik með Rúmeníu á EM 1996. Getty/Mark Leech Það eru meira en tveir áratugir síðan Ísland og Rúmenía mættust síðast á fótboltavellinum en á fimmtudaginn mætast þjóðirnar á Laugardalsvelli í umspilsleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Gheorghe Hagi skoraði þrjú mörk í tveimur leikjum og gaf tvær stoðsendingar að auki þegar Rúmenía lék sér tvisvar að Íslandi í undankeppni HM fyrir meira en tveimur áratugum síðan. Gheorghe Hagi kom upp á níunda áratugnum eða á sama tíma og stjarna Diego Maradona skein skærast. Hann fékk því gælunafnið Maradona Karpatafjallanna og var án efa í hópi bestu knattspyrnumanna heims þegar hann var upp á sitt besta. A-landslið Íslands og Rúmeníu mættust í fyrst og eina skiptið þegar þjóðirnar drógust saman í undankeppni HM í Frakklandi 1998. Leikirnir fóru fram í október 1996 á Laugardalsvellinum og í september 1997 á Steaua leikvanginum í Búkarest. Báðir leikirnir enduðu með 4-0 sigri Rúmena sem unnu riðilinn á endanum með tíu stigum þar sem 37 mörk gegn aðeins 4. Gheorghe Hagi skoraði meira helming marka sinna í riðlinum á móti Íslandi eða 3 af 5. Í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum þá lagði Gheorghe Hagi upp fyrsta markið og eina mark fyrri hálfleiks á 21. mínútu og skoraði síðan annað markið með skalla á 60. mínútu eftir að Birkir kristinsson fór í skógahlaup út úr markinu. Rúmenar bættu síðan við tveimur mörkum á lokakaflanum. Í seinni leiknum út í Rúmeníu ári síðar skoraði Gheorghe Hagi fyrsta markið með skoti beint úr aukaspyrnu strax á áttundu mínútu leiksins. Skotið var af 25 metra færi en Ólafur Gottskálksson rann til og missti af boltanum. Hagi átti síðan stoðendinguna á Constantin Galca í þriðja markinu og innsiglaði síðan sigurinn með marki úr vítaspyrnu níu mínútum fyrir leikslok. Á þessum árum var Gheorghe Hagi leikmaður Galatasaray í Tyrklandi og var búinn að spila yfir hundrað landsleiki. Hann hafði löngu áður slegið í gegn með rúmenska landsliðinu og átt góð ár hjá bæði Real Madrid (1990-92) og Barcelona (1994-96). Hápunktur hans með landsliðinu var á HM í Bandaríkjunum 1994 þegar Rúmenar náðu sínum besta árangri með því að fara alla leið í átta liða úrslitin. Hagi skoraði þrisvar í úrslitakeppninni þar af mjög eftirminnilegt mark með langskoti utan af kanti í sigri á Kólumbíu. Hagi fór alls á fimm stórmót með rúmenska landsliðinu, þrjú heimsmeistaramót (1990, 1994 og 1998) og tvö Evróumót (1996 og 2000), og skoraði sjö mörk í 20 leikjum sínum á þessum fimm stórmótum. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á fimmtudaginn en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
Það eru meira en tveir áratugir síðan Ísland og Rúmenía mættust síðast á fótboltavellinum en á fimmtudaginn mætast þjóðirnar á Laugardalsvelli í umspilsleik um sæti á Evrópumótinu næsta sumar. Gheorghe Hagi skoraði þrjú mörk í tveimur leikjum og gaf tvær stoðsendingar að auki þegar Rúmenía lék sér tvisvar að Íslandi í undankeppni HM fyrir meira en tveimur áratugum síðan. Gheorghe Hagi kom upp á níunda áratugnum eða á sama tíma og stjarna Diego Maradona skein skærast. Hann fékk því gælunafnið Maradona Karpatafjallanna og var án efa í hópi bestu knattspyrnumanna heims þegar hann var upp á sitt besta. A-landslið Íslands og Rúmeníu mættust í fyrst og eina skiptið þegar þjóðirnar drógust saman í undankeppni HM í Frakklandi 1998. Leikirnir fóru fram í október 1996 á Laugardalsvellinum og í september 1997 á Steaua leikvanginum í Búkarest. Báðir leikirnir enduðu með 4-0 sigri Rúmena sem unnu riðilinn á endanum með tíu stigum þar sem 37 mörk gegn aðeins 4. Gheorghe Hagi skoraði meira helming marka sinna í riðlinum á móti Íslandi eða 3 af 5. Í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum þá lagði Gheorghe Hagi upp fyrsta markið og eina mark fyrri hálfleiks á 21. mínútu og skoraði síðan annað markið með skalla á 60. mínútu eftir að Birkir kristinsson fór í skógahlaup út úr markinu. Rúmenar bættu síðan við tveimur mörkum á lokakaflanum. Í seinni leiknum út í Rúmeníu ári síðar skoraði Gheorghe Hagi fyrsta markið með skoti beint úr aukaspyrnu strax á áttundu mínútu leiksins. Skotið var af 25 metra færi en Ólafur Gottskálksson rann til og missti af boltanum. Hagi átti síðan stoðendinguna á Constantin Galca í þriðja markinu og innsiglaði síðan sigurinn með marki úr vítaspyrnu níu mínútum fyrir leikslok. Á þessum árum var Gheorghe Hagi leikmaður Galatasaray í Tyrklandi og var búinn að spila yfir hundrað landsleiki. Hann hafði löngu áður slegið í gegn með rúmenska landsliðinu og átt góð ár hjá bæði Real Madrid (1990-92) og Barcelona (1994-96). Hápunktur hans með landsliðinu var á HM í Bandaríkjunum 1994 þegar Rúmenar náðu sínum besta árangri með því að fara alla leið í átta liða úrslitin. Hagi skoraði þrisvar í úrslitakeppninni þar af mjög eftirminnilegt mark með langskoti utan af kanti í sigri á Kólumbíu. Hagi fór alls á fimm stórmót með rúmenska landsliðinu, þrjú heimsmeistaramót (1990, 1994 og 1998) og tvö Evróumót (1996 og 2000), og skoraði sjö mörk í 20 leikjum sínum á þessum fimm stórmótum. Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 á fimmtudaginn en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira