Svakalegur munur á því hvernig Sara og Tia kláruðu „Djöfulsins Díönu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 08:30 Sara Sigmundsdóttir var ekki langt frá Tiu á fyrri mótum ársins eins og á Wodapalooza mótinu í Miami. Instagram/@wodapalooza Sara Sigmundsdóttir átti að vera aðalkeppinautur heimsmeistarans Tiu Clair Toomey á heimsleikunum á dögunum en endaði að lokum 334 stigum á eftir henni. Samanburður á þeim í einni æfingunni segir sína sögu. Sara Sigmundsdóttir er væntanlega búin að fara í mikla sjálfsskoðun eftir vonbrigðin á heimsleikunum í ár. Það er ljóst að hún er ennþá langt á eftir heimsmeistaranum Tiu Clair Toomey þegar kemur að keppni á stærsta sviðinu. Það er samt áhugavert að bera saman eina æfinguna hjá Tiu Clair Toomey og Söru Sigmundsdóttir frá því á heimsleikunum á dögunum en þar sést að það var gríðarlega mikill munur á þeim tveimur. Æfingin er „Djöfulsins Díana“ eða „Damn Dianne“ á ensku. Það má sjá þær gera þessa æfingu hlið við hlið hér fyrir neðan. Tia stingur Söru af frá fyrstu sekúndu æfingarinnar. watch on YouTube Tiu Clair Toomey endaði með 615 stig af 700 mögulegum en hún endaði 35 stigum á undan næstu konu og heilum 334 stigum á undan Söru sem þýðir að Sara fékk aðeins 46 prósent af stigum Tiu. Tia kláraði æfinguna á 2 mínútum og 28 sekúndum og fékk fullt hús eða 100 stig. Sara kláraði hana á 4 mínútum og 38 sekúndum sem þýðir að hún var meira en tveimur mínútum lengur að klára æfinguna. Sara endaði í 21. sæti og fékk 28 stig. Það fylgir auðvitað sögunni að það átti enginn möguleika í Tiu Clair Toomey ekki frekar en undanfarin ár. Katrín Tanja Davíðsdóttir kláraði samt þessa æfingu á 3 mínútum og 30 sekúndum eða meira en mínútu á undan Söru. Þetta var þriðja æfing helgarinnar og eftir hana var Sara búin að dragast langt eftir úr. Hún náði best átjánda sætinu í fyrstu þremur greinunum. watch on YouTube watch on YouTube CrossFit Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir átti að vera aðalkeppinautur heimsmeistarans Tiu Clair Toomey á heimsleikunum á dögunum en endaði að lokum 334 stigum á eftir henni. Samanburður á þeim í einni æfingunni segir sína sögu. Sara Sigmundsdóttir er væntanlega búin að fara í mikla sjálfsskoðun eftir vonbrigðin á heimsleikunum í ár. Það er ljóst að hún er ennþá langt á eftir heimsmeistaranum Tiu Clair Toomey þegar kemur að keppni á stærsta sviðinu. Það er samt áhugavert að bera saman eina æfinguna hjá Tiu Clair Toomey og Söru Sigmundsdóttir frá því á heimsleikunum á dögunum en þar sést að það var gríðarlega mikill munur á þeim tveimur. Æfingin er „Djöfulsins Díana“ eða „Damn Dianne“ á ensku. Það má sjá þær gera þessa æfingu hlið við hlið hér fyrir neðan. Tia stingur Söru af frá fyrstu sekúndu æfingarinnar. watch on YouTube Tiu Clair Toomey endaði með 615 stig af 700 mögulegum en hún endaði 35 stigum á undan næstu konu og heilum 334 stigum á undan Söru sem þýðir að Sara fékk aðeins 46 prósent af stigum Tiu. Tia kláraði æfinguna á 2 mínútum og 28 sekúndum og fékk fullt hús eða 100 stig. Sara kláraði hana á 4 mínútum og 38 sekúndum sem þýðir að hún var meira en tveimur mínútum lengur að klára æfinguna. Sara endaði í 21. sæti og fékk 28 stig. Það fylgir auðvitað sögunni að það átti enginn möguleika í Tiu Clair Toomey ekki frekar en undanfarin ár. Katrín Tanja Davíðsdóttir kláraði samt þessa æfingu á 3 mínútum og 30 sekúndum eða meira en mínútu á undan Söru. Þetta var þriðja æfing helgarinnar og eftir hana var Sara búin að dragast langt eftir úr. Hún náði best átjánda sætinu í fyrstu þremur greinunum. watch on YouTube watch on YouTube
CrossFit Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira