Leikmaður Rúmena flýgur í samtals 35 klukkutíma í þessum landsliðsglugga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 11:31 Alexandru Mitrita fagnar hér marki fyrir bandaríska MLS-liðið New York City. Getty/Emilee Chinn Alexandru Mitrita leggur á sig mikil ferðalög til að hjálpa rúmenska landsliðinu að komast á Evrópumótið næsta sumar. Mitrita er ein þekktasta stjarna rúmenska liðsins en hann er þó ekki að spila í Evrópu. Hinn 25 ára gamli sóknarmiðjumaður spilar með New York City í bandarísku MLS-deildinni. Rúmenska sambandið tók saman flugferðir Alexandru Mitrita í þessum landsliðsglugga. Mitrita fór frá Miami 4. október síðastliðinn þar sem hann hafði verið að spila með New York City liðinu. Hann flaug í þrjá tíma frá Miami til New York og svo tók við sjö og hálfs tíma flug til Parísar. Frá París flaug hann síðan til Búkrares og tók það flug þrjá tíma. Eftir æfingar með rúmenska landsliðinu þá flaug Alexandru Mitrita með rúmenska landsliðinu til Íslands og tók það flug fimm tíma. Hann mun síðan spila á Laugardalsvellinum í kvöld. Frá Íslandi tekur síðan við þriggja tíma flug til Osló þar sem Rúmenar mæta Norðmönnum í Þjóðadeildinni og svo þriggja tíma flug til Búkarest þar sem lokaleikur gluggans er á móti Austurríki í Þjóðadeildinni. Mitrita flýgur síðan í þrjá tíma frá Búkarest til Amsterdam og loks bíður hans átta tíma flug til New York. Samtals gera þetta 35 klukkutíma í loftinu og þá á auðvitað eftir að taka saman tímann sem tekur að fara í gegnum flugstöðvarnar sem og til og frá flugvöllunum. Alexandru Mitrita hefur skorað 2 mörk í 11 landsleikjum og komu þau í leikjum á móti Færeyjum og Noregi á síðasta ári. Hanns spilaði ekki með rúmenska landsliðinu í septemberglugganum. Mitrita hefur skorað 4 mörk í 14 leikjum með New York City á 2020 tímabilinu og var með 12 mörk í 30 leikjum á því síðasta. Hér fyrir neðan má sjá myndband með viðtali við Alexandru Mitrita fyrir þá sem skilja rúmenskuna. View this post on Instagram Super interviu cu @mitrita28 în avion, la 11.000 metri altitudine A post shared by Echipa nat ionala a Roma niei (@echipanationala) on Oct 7, 2020 at 3:02am PDT Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Alexandru Mitrita leggur á sig mikil ferðalög til að hjálpa rúmenska landsliðinu að komast á Evrópumótið næsta sumar. Mitrita er ein þekktasta stjarna rúmenska liðsins en hann er þó ekki að spila í Evrópu. Hinn 25 ára gamli sóknarmiðjumaður spilar með New York City í bandarísku MLS-deildinni. Rúmenska sambandið tók saman flugferðir Alexandru Mitrita í þessum landsliðsglugga. Mitrita fór frá Miami 4. október síðastliðinn þar sem hann hafði verið að spila með New York City liðinu. Hann flaug í þrjá tíma frá Miami til New York og svo tók við sjö og hálfs tíma flug til Parísar. Frá París flaug hann síðan til Búkrares og tók það flug þrjá tíma. Eftir æfingar með rúmenska landsliðinu þá flaug Alexandru Mitrita með rúmenska landsliðinu til Íslands og tók það flug fimm tíma. Hann mun síðan spila á Laugardalsvellinum í kvöld. Frá Íslandi tekur síðan við þriggja tíma flug til Osló þar sem Rúmenar mæta Norðmönnum í Þjóðadeildinni og svo þriggja tíma flug til Búkarest þar sem lokaleikur gluggans er á móti Austurríki í Þjóðadeildinni. Mitrita flýgur síðan í þrjá tíma frá Búkarest til Amsterdam og loks bíður hans átta tíma flug til New York. Samtals gera þetta 35 klukkutíma í loftinu og þá á auðvitað eftir að taka saman tímann sem tekur að fara í gegnum flugstöðvarnar sem og til og frá flugvöllunum. Alexandru Mitrita hefur skorað 2 mörk í 11 landsleikjum og komu þau í leikjum á móti Færeyjum og Noregi á síðasta ári. Hanns spilaði ekki með rúmenska landsliðinu í septemberglugganum. Mitrita hefur skorað 4 mörk í 14 leikjum með New York City á 2020 tímabilinu og var með 12 mörk í 30 leikjum á því síðasta. Hér fyrir neðan má sjá myndband með viðtali við Alexandru Mitrita fyrir þá sem skilja rúmenskuna. View this post on Instagram Super interviu cu @mitrita28 în avion, la 11.000 metri altitudine A post shared by Echipa nat ionala a Roma niei (@echipanationala) on Oct 7, 2020 at 3:02am PDT Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira