Leikmaður Rúmena flýgur í samtals 35 klukkutíma í þessum landsliðsglugga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 11:31 Alexandru Mitrita fagnar hér marki fyrir bandaríska MLS-liðið New York City. Getty/Emilee Chinn Alexandru Mitrita leggur á sig mikil ferðalög til að hjálpa rúmenska landsliðinu að komast á Evrópumótið næsta sumar. Mitrita er ein þekktasta stjarna rúmenska liðsins en hann er þó ekki að spila í Evrópu. Hinn 25 ára gamli sóknarmiðjumaður spilar með New York City í bandarísku MLS-deildinni. Rúmenska sambandið tók saman flugferðir Alexandru Mitrita í þessum landsliðsglugga. Mitrita fór frá Miami 4. október síðastliðinn þar sem hann hafði verið að spila með New York City liðinu. Hann flaug í þrjá tíma frá Miami til New York og svo tók við sjö og hálfs tíma flug til Parísar. Frá París flaug hann síðan til Búkrares og tók það flug þrjá tíma. Eftir æfingar með rúmenska landsliðinu þá flaug Alexandru Mitrita með rúmenska landsliðinu til Íslands og tók það flug fimm tíma. Hann mun síðan spila á Laugardalsvellinum í kvöld. Frá Íslandi tekur síðan við þriggja tíma flug til Osló þar sem Rúmenar mæta Norðmönnum í Þjóðadeildinni og svo þriggja tíma flug til Búkarest þar sem lokaleikur gluggans er á móti Austurríki í Þjóðadeildinni. Mitrita flýgur síðan í þrjá tíma frá Búkarest til Amsterdam og loks bíður hans átta tíma flug til New York. Samtals gera þetta 35 klukkutíma í loftinu og þá á auðvitað eftir að taka saman tímann sem tekur að fara í gegnum flugstöðvarnar sem og til og frá flugvöllunum. Alexandru Mitrita hefur skorað 2 mörk í 11 landsleikjum og komu þau í leikjum á móti Færeyjum og Noregi á síðasta ári. Hanns spilaði ekki með rúmenska landsliðinu í septemberglugganum. Mitrita hefur skorað 4 mörk í 14 leikjum með New York City á 2020 tímabilinu og var með 12 mörk í 30 leikjum á því síðasta. Hér fyrir neðan má sjá myndband með viðtali við Alexandru Mitrita fyrir þá sem skilja rúmenskuna. View this post on Instagram Super interviu cu @mitrita28 în avion, la 11.000 metri altitudine A post shared by Echipa nat ionala a Roma niei (@echipanationala) on Oct 7, 2020 at 3:02am PDT Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjá meira
Alexandru Mitrita leggur á sig mikil ferðalög til að hjálpa rúmenska landsliðinu að komast á Evrópumótið næsta sumar. Mitrita er ein þekktasta stjarna rúmenska liðsins en hann er þó ekki að spila í Evrópu. Hinn 25 ára gamli sóknarmiðjumaður spilar með New York City í bandarísku MLS-deildinni. Rúmenska sambandið tók saman flugferðir Alexandru Mitrita í þessum landsliðsglugga. Mitrita fór frá Miami 4. október síðastliðinn þar sem hann hafði verið að spila með New York City liðinu. Hann flaug í þrjá tíma frá Miami til New York og svo tók við sjö og hálfs tíma flug til Parísar. Frá París flaug hann síðan til Búkrares og tók það flug þrjá tíma. Eftir æfingar með rúmenska landsliðinu þá flaug Alexandru Mitrita með rúmenska landsliðinu til Íslands og tók það flug fimm tíma. Hann mun síðan spila á Laugardalsvellinum í kvöld. Frá Íslandi tekur síðan við þriggja tíma flug til Osló þar sem Rúmenar mæta Norðmönnum í Þjóðadeildinni og svo þriggja tíma flug til Búkarest þar sem lokaleikur gluggans er á móti Austurríki í Þjóðadeildinni. Mitrita flýgur síðan í þrjá tíma frá Búkarest til Amsterdam og loks bíður hans átta tíma flug til New York. Samtals gera þetta 35 klukkutíma í loftinu og þá á auðvitað eftir að taka saman tímann sem tekur að fara í gegnum flugstöðvarnar sem og til og frá flugvöllunum. Alexandru Mitrita hefur skorað 2 mörk í 11 landsleikjum og komu þau í leikjum á móti Færeyjum og Noregi á síðasta ári. Hanns spilaði ekki með rúmenska landsliðinu í septemberglugganum. Mitrita hefur skorað 4 mörk í 14 leikjum með New York City á 2020 tímabilinu og var með 12 mörk í 30 leikjum á því síðasta. Hér fyrir neðan má sjá myndband með viðtali við Alexandru Mitrita fyrir þá sem skilja rúmenskuna. View this post on Instagram Super interviu cu @mitrita28 în avion, la 11.000 metri altitudine A post shared by Echipa nat ionala a Roma niei (@echipanationala) on Oct 7, 2020 at 3:02am PDT Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjá meira